Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Ritstjórn skrifar 13. mars 2017 20:15 Á laugardaginn fór fram ein mest spennandi söngvakeppni sjónvarpsins seinustu ára. Það voru þau Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr Pétursson sem kepptust um aðal verðlaun kvöldsins, sem eru að sjálfsögðu að keppa fyrir Íslands hönd á Eurovision í vor. Þrátt fyrir að Daði hefi ekki unnið að þessu sinni þá eru flestir sammála um það að Daði hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir einstaka einlægni og hæfileika. Peysurnar sem hann og hljómsveit hans klæddust eru einnig eitt það eftirminnilegasta frá undankeppninni. Daði hannar peysurnar sjálfur og hann segist finna fyrir mikilli eftirspurn frá fólki sem vilji eignast sitt eigið eintak. „Þær verða fáanlegar almenningi en ég er ennþá að skoða hvernig sé best að snúa sér í þessu öllu saman. Eftirspurnin er töluvert meiri en ég hélt, ég hélt að enginn mundi vilja svona,“ segir Daði. Hugmyndina fékk hann út frá tölvunördaþemanu í atriðinu og þá hafi legið beint við að gera peysurnar. „Ég hélt að við værum ein um það að finnast þær kúl.“ Ekki er enn komið á hreint hvenær peysurnar fara á sölu en það er nokkuð ljóst að þær eiga eftir að vekja mikla lukku hjá aðdáendum Daða. Peysurnar sem Daði og hljómsveitin hans klæðast hafa slegið í gegn.Vísir/Stefán Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour Bleikur dregill á frumsýningu Bridget Jones Glamour
Á laugardaginn fór fram ein mest spennandi söngvakeppni sjónvarpsins seinustu ára. Það voru þau Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr Pétursson sem kepptust um aðal verðlaun kvöldsins, sem eru að sjálfsögðu að keppa fyrir Íslands hönd á Eurovision í vor. Þrátt fyrir að Daði hefi ekki unnið að þessu sinni þá eru flestir sammála um það að Daði hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir einstaka einlægni og hæfileika. Peysurnar sem hann og hljómsveit hans klæddust eru einnig eitt það eftirminnilegasta frá undankeppninni. Daði hannar peysurnar sjálfur og hann segist finna fyrir mikilli eftirspurn frá fólki sem vilji eignast sitt eigið eintak. „Þær verða fáanlegar almenningi en ég er ennþá að skoða hvernig sé best að snúa sér í þessu öllu saman. Eftirspurnin er töluvert meiri en ég hélt, ég hélt að enginn mundi vilja svona,“ segir Daði. Hugmyndina fékk hann út frá tölvunördaþemanu í atriðinu og þá hafi legið beint við að gera peysurnar. „Ég hélt að við værum ein um það að finnast þær kúl.“ Ekki er enn komið á hreint hvenær peysurnar fara á sölu en það er nokkuð ljóst að þær eiga eftir að vekja mikla lukku hjá aðdáendum Daða. Peysurnar sem Daði og hljómsveitin hans klæðast hafa slegið í gegn.Vísir/Stefán
Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour Bleikur dregill á frumsýningu Bridget Jones Glamour