Bikarmót FSÍ í hópfimleikum fór fram í Ásgarði um helgina.
Stjarnan varð hlutskörpust í kvennaflokki; fékk 59,050 stig gegn 55,550 stigum Gerplu. Stjörnukonur fengu 23,300 í einkunn fyrir dansinn, 17,700 fyrir gólfæfingar og 18,050 fyrir æfingar á trampólíni.
Stjarnan hafði einnig betur gegn Gerplu í meistaraflokki blandaðra liða. Garðbæingar fengu 51,300 stig en Gerpla 47,400.
Gerpla var eina félagið sem sendi lið til keppni í karlaflokki. Gerplustrákarnir fengu 50,400 stig.
Í 1. flokki kvenna vann Stjarnan 1 sigur með 51,200 stigum. Stjarnan var eina félagið sem sendi lið til leiks í 1. flokki karla. Stjörnustrákarnir fengu 44,600 í einkunn.
Í 1. flokki B vann ÍA 1 sigur með 39,050 í einkunn.
Gerpla 1 hrósaði sigri í 2. flokki A og Ármann 1 varð efstur í 2. flokki B. Í keppni blandaðra liða í 2. flokki vann Selfoss 1 sigur.
Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði á laugardaginn og tók meðfylgjandi myndir.
Stjarnan sigursæl á Bikarmóti FSÍ | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn

Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti





Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn


„Ég fer bara sáttur á koddann“
Íslenski boltinn

Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket
Körfubolti