Þórbergur Óttar Guðmundsson skrifar 11. mars 2017 07:00 Þórbergur Þórðarson rithöfundur var á liðinni öld þekktur fyrir skringilegheit og fyndinn texta. Á menntaskólaárum mínum var Þórbergur átrúnaðargoð ungra vinstri manna sem tignuðu skrif hans og pólitíska trúfesti gagnvart kommúnismanum og Jósef Stalín. Þórbergur lést í hárri elli og fljótlega voru settar á fjalirnar leiksýningar sem byggðar voru á bókum hans. Hann var sýndur sem gáfumaður og furðufugl sem tjáði sig í löngum einræðum. Hjónaband hans og Margrétar Jónsdóttur var sagt farsælt en ekki ýkja ástúðlegt. Á liðnum árum hafa komið út nokkrar bækur um skáldið enda er hann draumur hvers ævisöguritara þar sem hann hélt nákvæma dagbók alla tíð. Með tímanum hefur þó fallið skuggi á helgimyndina. Þórbergur varð ungur ástfanginn og eignaðist barn en afneitaði síðar unnustu sinni. Hann kvæntist frú Margréti sem eftir það réði mestu á heimilinu og stjórnaði lífi hans með harðri hendi. Þórbergur gerði allt til að þurrka út kafla í ævi sinni. Hann skóf með hníf úr dagbókum sínum mörg hundruð færslur þar sem nafn unnustunnar, Sólu, kom fyrir. Þegar dóttirin kom til hans orðin fullorðin kona, játaði hann fyrir rétti faðernið en lét sér vel líka að dómurinn komst að annarri og óskiljanlegri niðurstöðu. Þórbergur flýði þennan lygavef inn í heim sagna og ævintýra og reyndi að stroka yfir fortíð sína með strokleðri. Í Tjarnarbíói er þessa dagana verið að sýna nýtt leikrit um ævi Þórbergs. Þar er þessari sögu gerð góð skil og menn nálgast ævi skáldsins af heiðarleika. Þetta er góð sýning um tilgangsleysi þess að flýja sjálfan sig. Fortíðin kemur fyrr eða síðar og bítur mann í rassinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun
Þórbergur Þórðarson rithöfundur var á liðinni öld þekktur fyrir skringilegheit og fyndinn texta. Á menntaskólaárum mínum var Þórbergur átrúnaðargoð ungra vinstri manna sem tignuðu skrif hans og pólitíska trúfesti gagnvart kommúnismanum og Jósef Stalín. Þórbergur lést í hárri elli og fljótlega voru settar á fjalirnar leiksýningar sem byggðar voru á bókum hans. Hann var sýndur sem gáfumaður og furðufugl sem tjáði sig í löngum einræðum. Hjónaband hans og Margrétar Jónsdóttur var sagt farsælt en ekki ýkja ástúðlegt. Á liðnum árum hafa komið út nokkrar bækur um skáldið enda er hann draumur hvers ævisöguritara þar sem hann hélt nákvæma dagbók alla tíð. Með tímanum hefur þó fallið skuggi á helgimyndina. Þórbergur varð ungur ástfanginn og eignaðist barn en afneitaði síðar unnustu sinni. Hann kvæntist frú Margréti sem eftir það réði mestu á heimilinu og stjórnaði lífi hans með harðri hendi. Þórbergur gerði allt til að þurrka út kafla í ævi sinni. Hann skóf með hníf úr dagbókum sínum mörg hundruð færslur þar sem nafn unnustunnar, Sólu, kom fyrir. Þegar dóttirin kom til hans orðin fullorðin kona, játaði hann fyrir rétti faðernið en lét sér vel líka að dómurinn komst að annarri og óskiljanlegri niðurstöðu. Þórbergur flýði þennan lygavef inn í heim sagna og ævintýra og reyndi að stroka yfir fortíð sína með strokleðri. Í Tjarnarbíói er þessa dagana verið að sýna nýtt leikrit um ævi Þórbergs. Þar er þessari sögu gerð góð skil og menn nálgast ævi skáldsins af heiðarleika. Þetta er góð sýning um tilgangsleysi þess að flýja sjálfan sig. Fortíðin kemur fyrr eða síðar og bítur mann í rassinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.