Sharapova snýr aftur eftir lyfjabannið: „Komin með dagvinnuna mína aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 08:00 Maria Sharapova kemur til baka í apríl. vísir/getty Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova sem dæmd var í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í júní á síðasta ári snýr aftur á völlinn í lok mánaðar þegar hún keppir á Porsche Grand Prix-mótinu. Sharapova, sem hefur fimm sinnum unnið risamót á ferlinum, fékk svokallað „wildcard“-sæti á mótinu þar sem hún vann sér augljóslega ekki inn sæti. Lyfjabann hennar tekur ekki enda fyrr en 26. apríl. Mótið sjálft hefst 24. apríl en hún má ekki mæta á svæðið fyrr en hún á sjálf leik tveimur dögum síðar vegna bannsins. Það var upphaflega tvö ár en íþróttadómstóllinn stytti bannið. Hún hefur í heildina verið frá keppni í fimmtán mánuði. „Ég er komin með dagvinnuna mína aftur. Það er frábært. Ég er búin að æfa mikið síðustu mánuði,“ segir Sharapova sem spilaði síðast á opna ástralska meistaramótinu í fyrra en þar féll hún á lyfjaprófi. Lyfið Meldóníum fannst í sýni Sharapovu en hún var búin að nota það í mörg ár. Sú rússneska sagðist ekki vita að því hefði verið bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins í byrjun árs 2016. Það var vegna þess sem íþróttadómstóllinn stytti bannið hennar en þar fannst mönnum að hún hefði ekki verið að misnota Meldóníum viljandi. „Ég barðist svo hart fyrir sannleikanum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að missa eitthvað sem þið hafið elskað svona lengi,“ segir Maria Sharapova sem er einnig með „wildcard“-sæti á mót í Madríd og Róm í maí. Tennis Tengdar fréttir Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32 Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45 Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00 Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova sem dæmd var í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í júní á síðasta ári snýr aftur á völlinn í lok mánaðar þegar hún keppir á Porsche Grand Prix-mótinu. Sharapova, sem hefur fimm sinnum unnið risamót á ferlinum, fékk svokallað „wildcard“-sæti á mótinu þar sem hún vann sér augljóslega ekki inn sæti. Lyfjabann hennar tekur ekki enda fyrr en 26. apríl. Mótið sjálft hefst 24. apríl en hún má ekki mæta á svæðið fyrr en hún á sjálf leik tveimur dögum síðar vegna bannsins. Það var upphaflega tvö ár en íþróttadómstóllinn stytti bannið. Hún hefur í heildina verið frá keppni í fimmtán mánuði. „Ég er komin með dagvinnuna mína aftur. Það er frábært. Ég er búin að æfa mikið síðustu mánuði,“ segir Sharapova sem spilaði síðast á opna ástralska meistaramótinu í fyrra en þar féll hún á lyfjaprófi. Lyfið Meldóníum fannst í sýni Sharapovu en hún var búin að nota það í mörg ár. Sú rússneska sagðist ekki vita að því hefði verið bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins í byrjun árs 2016. Það var vegna þess sem íþróttadómstóllinn stytti bannið hennar en þar fannst mönnum að hún hefði ekki verið að misnota Meldóníum viljandi. „Ég barðist svo hart fyrir sannleikanum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að missa eitthvað sem þið hafið elskað svona lengi,“ segir Maria Sharapova sem er einnig með „wildcard“-sæti á mót í Madríd og Róm í maí.
Tennis Tengdar fréttir Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32 Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45 Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00 Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32
Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45
Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00
Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17