Þessum og fleiri spurningum svarar Þóra Margrét Baldvinsdóttir sem er einn þriggja stjórnenda þáttarins um falleg íslensk heimili sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta sunnudag. Í þáttunum skoðar Þóra falleg íslensk heimili ásamt Gullu Jónsdóttur, arkitekt og hönnuði og Helga Ómarssyni, ljósmyndara og stílista.
Rætt verður við Þóru í síðari hluta fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld; fréttirnar hefjast klukkan 18.30 og eru í opinni dagskrá að vanda.