3 nýir jeppar frá Skoda Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 12:35 Þessi mynd sýnir áætlanir Skoda fyrir Kína. Samkvæmt upplýsingum frá Skoda í Kína er von á þremur nýjum jeppum eða jepplingum við hinn nýja Kodiaq jeppa. Einn þeirra verður “coupe”-gerð af Kodiaq, einn verður öllu minni og arftaki Skoda Yeti en samt stærri bíll en núverandi Yeti. Sá þriðji á svo að vera enn minni, bíll sem jafnvel væri byggður á sömu botnplötu og Fabia fólksbíll Skoda. Sá bíll gæti líka átt ýmislegt sameiginlegt með Volkswagen Polo Crossover og nýjum SEAT Arona. Á meðfylgjandi mynd eru tveir þessara bíla kallaðir Model K og Model Q, hvað svo sem það stendur fyrir, en ljóst má þó vera að þessir bílar séu komnir á teikniborðið hjá Skoda. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort þessum bílum verður ætlað að fara á aðra bílamarkaði en í Kína. Til stendur að sýna alla þessa bíla árið 2019 í Kína og að þeir verði allir framleiddir í verksmiðju Volkswagen í Shanghai í Kína.Skoda Kodiaq jeppinn. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent
Samkvæmt upplýsingum frá Skoda í Kína er von á þremur nýjum jeppum eða jepplingum við hinn nýja Kodiaq jeppa. Einn þeirra verður “coupe”-gerð af Kodiaq, einn verður öllu minni og arftaki Skoda Yeti en samt stærri bíll en núverandi Yeti. Sá þriðji á svo að vera enn minni, bíll sem jafnvel væri byggður á sömu botnplötu og Fabia fólksbíll Skoda. Sá bíll gæti líka átt ýmislegt sameiginlegt með Volkswagen Polo Crossover og nýjum SEAT Arona. Á meðfylgjandi mynd eru tveir þessara bíla kallaðir Model K og Model Q, hvað svo sem það stendur fyrir, en ljóst má þó vera að þessir bílar séu komnir á teikniborðið hjá Skoda. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort þessum bílum verður ætlað að fara á aðra bílamarkaði en í Kína. Til stendur að sýna alla þessa bíla árið 2019 í Kína og að þeir verði allir framleiddir í verksmiðju Volkswagen í Shanghai í Kína.Skoda Kodiaq jeppinn.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent