Falsfréttamennska er orðin að iðnaði. Falsfréttir eru birtar í pólitískum eða fjárhagslegum tilgangi og eru augljóslega ósannar. En hvers vegna trúir fólk falsfréttum og dreifir þeim áfram? Er mögulegt að stöðva útbreiðslu þeirra? Þótt fyrstu notkunina á hugtakinu „Fake News“ sé mögulega að finna í bandaríska blaðinu Daily Tobacco Leaf-Chronicle í tölublaði sem birtist í desember árið 1890 hefur hugtakið aldrei verið í meira hámæli en nú. Ástæðuna fyrir því má að mestu leyti rekja til forsetakosningabaráttunnar í Bandaríkjunum á síðasta ári og einkum Donalds Trump, sigurvegara þeirra. Hefur notkun hugtaksins verið tvíþætt. Í fyrsta lagi er hugtakið notað yfir hinar raunverulegu falsfréttir. Fréttir sem eru birtar í pólitískum eða fjárhagslegum tilgangi og eru augljóslega ósannar og jafnvel skaðlegar. Í öðru lagi hafa stjórnmálamenn, til dæmis Trump sjálfur, notað hugtakið yfir fréttir sem þeim þóknast ekki eða eru ósammála.Frans páfi studdi Trump Fréttir í fyrri flokknum voru einkar áberandi á meðan á kosningabaráttunni stóð. Birtist til að mynda frétt á síðunum WTOE 5 News og Ending the Fed um að Frans páfi hefði lýst yfir stuðningi við framboð Trumps. Fréttin náði mikilli dreifingu og tjáði Frans páfi sig um orðróminn í október. „Ég hef aldrei sagt stakt orð um nokkurt framboð,“ sagði Frans. Nærri milljón las falsfrétt síðunnar Winning Democrats um að írska ríkisstjórnin hefði boðið þeim sem voru ósáttir við kjör Trumps að setjast að þar í landi. Þá var einnig tekið fram að dyrnar að Kanada væru galopnar. Hvorugt var satt.Hillary vopnasali The Political Insider birti falsfrétt um að skjöl sem WikiLeaks birti sönnuðu að Hillary Clinton hefði selt hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki vopn. „Hillary Clinton og ráðuneyti hennar stóðu að því að vopnavæða íslamska hryðjuverkamenn, meðal annars ISIS,“ segir meðal annars í falsfréttinni sem var lesin í milljónatali.#pizzagate Umsvifamesta falsfréttamálið var og er hins vegar svokallað Pizzagate. Það mál má einnig rekja til skjala sem WikiLeaks birti. Meðlimum spjallborða á 4chan og Reddit þótti grunsamlega mikið minnst á pitsur í tölvupóstum Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, og héldu því fram að pitsa væri dulmál yfir börn sem til stæði að misnota kynferðislega. Var því meðal annars haldið fram að pitsustaður í höfuðborginni Washington, Comet Pizza, hýsti háttsetta stjórnmálamenn og útvegaði börn til að misnota. Voru þeir sem trúðu kenningunni svo sannfærðir að maður að nafni Edgar Welch réðst á Comet Pizza vopnaður hríðskotabyssu. Enginn særðist þó sem betur fer í árásinni. Lögreglan í Washington, New York Times, Fox News og Washington Post hefur rannsakað málið. Samhljómur er um að fréttin sé fölsk og lýsti lögregla Pizzagate sem samsæriskenningu. Sænsk hryðjuverk Sjálfur var Donald Trump forseti staðinn að því að deila falsfrétt um uppskáldaða hryðjuverkaárás í Svíþjóð og slæmt ástand vegna innflytjenda þar í landi. Hafði hann verið að horfa á þátt Tuckers Carlson á Fox News þar sem viðmælandi Carlsons þóttist sérfróður um málefni Svíþjóðar og innflytjendamál þar í landi. Á fjöldafundi talaði Trump um árás sem átti að hafa farið fram deginum áður. Sú frétt var hins vegar fölsk. Notkun Donalds Trump, sem og ýmissa stjórnmálamanna héðan og þaðan af litrófi stjórnmálanna, á hugtakinu falsfréttir er hins vegar önnur en almennt er viðurkennd. Þannig hefur Damian Collins, þingmaður Íhaldsflokksins á Bretlandi og formaður menningar-, fjölmiðla- og íþróttamálanefndar þingsins, lýst notkun hans á orðinu sem hættulegri. „Það sem Donald Trump gerir er að túlka hugtakið falsfréttir sem allar þær fréttir sem honum líkar ekki eða er ósammála,“ sagði Collins í upphafi marsmánaðar. Hefur Trump þannig tíst um að allar skoðanakannanir honum í óhag séu falsfréttir. Bandaríkjamenn séu í raun sammála honum og kannanir fréttastofa á borð við CNN hljóti því að vera skáldskapur rétt eins og í kosningabaráttunni þegar honum var spáð tapi. Skoðanakannanir á landsvísu í kosningabaráttunni voru hins vegar ekki ýkja rangar í raun þótt þær hafi verið rangar í ýmsum fylkjum. Var honum spáð færri atkvæðum en Clinton og varð sú raunin. Þegar Mike Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, þurfti að segja af sér þar sem upp komst um ósannsögli hans um samskipti hans við rússneska sendiherrann sagði Trump að lekarnir sem fréttirnar byggðu á væru raunverulegir en fréttirnar falskar.Að horfa alltaf í sama pollinn Hvernig er hægt að ná í gegn á tímum falsfrétta, sannlíkis (alternative truth) og minnkandi trausts almennings á fjölmiðlum? Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir erfitt verk fyrir höndum. Fyrst og fremst sé mikilvægt að byggja upp traust og halda faglegri fréttamennsku til streitu. „Að gæta að grunngildum blaðamennsku, fá sjónarhorn margra, fá staðfestingu margra. Margar af stærstu og traustustu ritstjórnum heims hafa brugðið á það ráð að ráða til sín sannreynara. BBC byrjaði á þessu í janúar. NRK í Noregi fór í samstarf með stærstu fjölmiðlum landsins um að berjast á móti falsfréttum. Svo er það hin hliðin sem snýr að lesandanum. Það þarf að kenna fólki hverju er hægt að treysta, fræða fólk um falsfréttir, hvernig þær verða til og í hvaða tilgangi.“ Elfa Ýr segir þó vandasamt að ráðast til atlögu við vandann. „Það er þannig að það er hópur af fólki sem er lítt móttækilegur fyrir slíkri fræðslu. Það er með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið er. Þetta er sami hópur og er hræddur við innflytjendur og hælisleitendur. Það er mjög erfitt að ná til þessa fólks. Það telur sig vera læsara á miðla en almenningur og fer inn á vefsíður sem staðfestir heimssýn þess. Við erum ráðalaus í því hvernig við getum náð til þessa fólks,“ segir Elfa Ýr.„Þetta er fólk sem er með ákveðna sýn á lífið og treystir ekki hefðbundnum fjölmiðlum sem vinna eftir gildum blaðamennskunnar. Það telur fjölmiðla í stríði við sig og talar líka um falsfréttir. Auðvitað magnast vandinn svo enn frekar þegar forseti Bandaríkjanna efast um þessa sömu fjölmiðla og kallar fréttir sem eru honum óþægilegar falsfréttir.“Rússar hvattir til Íslands Geta fjölmiðlar veitt aðhald ef fólk treystir þeim ekki til þess? „Ég held að almenningur þurfi að finna það að hlutlægni ráði för í blaðamennsku. Þess vegna er rík ástæða til þess að ritstjórnir efli sig, verði fjölbreyttari. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það er nauðsynlegt að hafa ólíkt fólk í starfi á ritstjórnum. Því sjónarmið okkar ráða því hvað okkur þykir fréttnæmt. Það er líklegt að því fólki, sem er hætt að treysta fjölmiðlum, finnist að það hafi ekki verið fjallað um mikilvæg atriði í lífi þess og umhverfi.“ Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur af útbreiðslu falsfrétta? „Já, þetta er stórmál. Svíþjóð lenti til dæmis skyndilega í sviðsljósinu í kjölfar falsfrétta sem Trump dreifði áfram. Það atvik hafði bein áhrif á utan- og innanríkispólitík Svía. Fréttirnar höfðu stórfelld áhrif á ímynd landsins og almenning. Ég get nefnt saklaust dæmi um falsfrétt sem kemur Íslendingum við. Ég var á Kýpur og þá sagði maður af rússneskum ættum mér að hann hefði lesið í fréttum að það væru svo fáir karlmenn á Íslandi. Þess vegna ættu Rússar að fara til Íslands og giftast íslenskum konum. Hann sagði mér að fréttinni hefðu fylgt myndir af fallegum íslenskum konum. Auðvitað finnst einhverjum þetta bara fyndið. En það er það ekki. Þjóðverjar standa einnig í ströngu og eru fyrstir að því ég best veit til að koma fram með frumvarp til laga sem á að taka á falsfréttum og hatursorðræðu. Frumvarpið gengur út á að milliliðirnir séu gerðir ábyrgir fyrir dreifingunni, svo sem Google. Þetta sætir talsvert miklum tíðindum og það er mjög áhugavert að þetta sé sett svona fram. Þjóðverjar eru á tánum vegna þess að það eru kosningar hjá þeim í haust,“ segir Elfa og vísar í útrás Breitbart-miðilsins. „Þeir eru búnir að tilkynna það að þeir ætli að fara inn með stormi um Evrópu og hafa áhrif á stórar kosningar í Evrópu. Það er yfirlýst markmið hjá þeim og þessi miðill starfar alls ekki eftir gildum blaðamennsku. Í Svíþjóð er svo bein tenging á milli Svíþjóðardemókrata og Breitbart. Þeir hafa verið að dreifa fréttum frá þeim og þýða fyrir þá. Í Svíþjóð velta menn fyrir sér hvernig það má vera að stjórnmálaflokkur sem fær fjárveitingar frá ríkisvaldinu geti unnið svona gegn almenningi.“ Mestar áhyggjur hefur Elfa Ýr af viðskiptamódelinu sem falsfréttir byggja á. „Það er erfitt að mæta falsfréttum með staðreyndum. Falsfréttirnar fá við þau aukið líf. Hvert klikk á netmiðlum veitir þeim sem dreifa falsfréttum auknar tekjur. Makedónía er ein af helstu falsfréttamiðstöðvum heims. Þar er mikið atvinnuleysi og atvinnulaust ungt fólk getur haft miklar tekjur upp úr því að ná mikilli dreifingu á falsfrétt. Ein falsfrétt sem dreifist vel getur þýtt 500 evrur í auglýsingatekjur. Það getur skipt fólk miklu máli. Með þessum tekjum fæðir fólk og klæðir fjölskyldu sína. Þetta er svo miklu erfiðara viðureignar en við fyrstu sýn og vandamálið víðtækt.“„Einföld endurtekning lyginnar getur merkt hana sem sannleika í huga okkar og þannig breiðast lygasögur í fréttatón út á netinu,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, einn umsjónarmanna fjölmiðlafræðináms í Háskóla Íslands.„Ég heyrði það í fréttunum“ „Rótin er í þeim breytingum sem hafa orðið á því hvernig hægt er að miðla til fjöldans. Kosturinn við Facebook og Twitter er að miðlarnir gefa venjulega manninum rödd en gallinn er sá að valdamikil öfl geta misnotað þá því að það er auðvelt og árangursríkt. Við erum auðvitað með skýrt dæmi fyrir framan okkur í samtímanum sem er þetta magnaða dæmi sem er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Hann er vitleysingur sem ryðst áfram eins og naut í flagi og komst til valda með því að hagnýta sér samfélagsmiðla. Það er bara búið að kollvarpa fjölmiðlamódelinu. Traustið er farið en sem betur fer er líka hörð mótstaða fólks sem vill viðhalda gildum blaðamennskunnar. Það þarf að endurbyggja traustið. Fólk gerir ekki greinarmun á dagskrárgerð og fréttum. Fólk segir bara: Já en ég heyrði það í fréttunum. Eða ég heyrði það í útvarpinu. Og þá er það satt. Nema, það er ekki endilega satt.“ Arnar nefnir að hluti vandans sé þröng sjálfmiðuð sýn á samfélag og heiminn á samfélagsmiðlum á borð við Facebook. „Maður vill hafa það þægilegt á Facebook. Ekki endilega heyra eitthvað sem er ólíkt. Þetta er verndaður heimur í slíkum heimi verður óþolið meira fyrir ólíkum sjónarmiðum. Umburðarlyndið minnkar. Það er hættulegt að loka sig af, horfa alltaf í sama pollinn.Hvað drífur falsfréttasíður áfram? Þar sem falsfréttasíður eru ótal margar og verða fleiri með hverjum deginum er ekki hægt að fullyrða um eina sameiginlega orsök. Þó eru tvær ástæður sem virðast drífa falsfréttamenn áfram algengari en aðrar. Annars vegar eru falsfréttasíður starfræktar í fjárhagslegum tilgangi og hins vegar í pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Síður á borð við hina bandarísku Mad World News einbeita sér þannig að ákveðnum málefnum. Einkum baráttu fólks fyrir félagslegu jafnrétti, bandarískri skotvopnalöggjöf og bandarískum stjórnmálum almennt. Á hinn bóginn er fjöldi falsfréttasíðna rekinn í fjárhagslegum tilgangi. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter fjallaði til að mynda um makedóníska bæinn Veles. Þar eru reknar tugir, ef ekki hundruð, falsfréttasíða í fjárhagslegum tilgangi. Í viðtölum blaðamanns DN við falsfréttamenn í bænum kom fram að þeir trúðu því ekki að Bandaríkjamenn tryðu fréttum þeirra. Þeir myndu hins vegar halda áfram að birta falsfréttir þar sem lítið væri um vel launaða vinnu og falsfréttamennskan gæfi vel af sér. Allt að 60.000 krónur á frétt.Ekki láta plata þig: Þekkir þú falsfréttirnar? - Ýmsa þætti fréttasíðu ber að skoða áður en þú ákveður að treysta fréttinni sem þú lest. Með tilkomu internetsins og ódýrrar, jafnvel ókeypis, hýsingar er auðveldara en nokkurn tímann áður að koma sér upp fréttastofu. - Því ætti fyrsta atriðið sem þú metur að vera hvort þú hafir lesið eitthvað á viðkomandi síðu áður eða jafnvel heyrt um hana. Ólíklegra er að síður á borð við BBC, CNN, Mbl eða Vísir birti falsfréttir þar sem þær síður hafa eytt tíma og fjármunum í að byggja upp orðspor og traust. - Þótt falsfréttasíður beri oft nöfn sem hljóma gamaldags, líkt og National Report, sem hljóma trúverðug og jafnvel gamalgróin, þarf að hafa í huga að nafnið segir ekki allt. - Falsfréttasíður geta einnig líkt eftir öðrum síðum, stolið hönnun þeirra og viðmóti. Þá þarf að skoða lén vefsíðunnar. Fátt kemur í veg fyrir að Makedóni stofni vefsíðuna BBC.mk og reyni þannig að telja lesendum trú um að þeir séu í raun að lesa fréttir bresku ríkisfréttastofunnar. - Að sjálfsögðu eru til minni fréttasíður á vefnum sem eru ekki falsfréttasíður svo fleiri skrefa er þörf til að skera úr um hvort fréttin sem þú ert að lesa sé sönn. - Falsfréttasíður nota oft gamlar ljósmyndir og láta sem þær séu nýjar. Láta þær jafnvel segja aðra sögu en þá sem er í raun á bakvið myndina. - Þannig notuðu falsfréttamenn á haustmánuðunum í fyrra mynd, tekna í febrúar sama ár, af Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda bandarískra Demókrata, þar sem hún fékk hjálp við að ganga upp hálan stiga. Var myndin sett í það ósanna samhengi að hún þyrfti hjálp þar sem hún væri líkamlega óhæf til að gegna embætti forseta. Fréttir með þessari mynd voru birtar skömmu eftir að hún féll í yfirlið á minningarathöfn þann ellefta september. Einnig er hægt að falsa myndir með myndvinnsluforritum. - Hægt er að nota leitarvélar til þess að leita að því hvar annars staðar á vefnum megi finna hvaða mynd sem er. Til að mynda var hægt að finna myndina af Clinton á síðum sem sögðu hina raunverulegu sögu. - Uppskáldaðar tilvitnanir eru einnig nokkuð algengar. Þykir þetta sérstakt vandamál í til dæmis knattspyrnuheiminum. Er þá hægt að nýta leitarvélar til þess að leita að tilvitnuninni og komast að því hvort viðkomandi hafi í raun sagt umtöluð orð. - Hafa ber í huga að það að þú sért ósammála viðhorfi sem kemur fram í frétt þýðir ekki að um falsfrétt sé að ræða. Hins vegar ber að varast þegar falsfréttamenn nota sanna tölfræði en snúa út úr henni með þeim þætti að hún renni stoðum undir málstað sem stenst ekki. - Einnig er mögulegt að síðan sem þú lest fréttir á sé ekki falsfréttasíða heldur grínfréttasíða. Fréttum hvorugrar síðunnar ber að taka alvarlega. Munurinn er þó sá að falsfréttasíður reyna að plata þig með fjárhagslegan eða hugmyndafræðilegan gróða í huga en grínfréttasíðurnar, til dæmis The Onion eða Sannleikurinn, eru gerðar til að skemmta eða hæðast. - Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er hins vegar að treysta á almenna skynsemi. Notkun almennrar skynsemi ætti að vera það eina sem þarf til að fatta að fréttir um að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sé eðlumaður geti ekki staðist. Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent
Falsfréttamennska er orðin að iðnaði. Falsfréttir eru birtar í pólitískum eða fjárhagslegum tilgangi og eru augljóslega ósannar. En hvers vegna trúir fólk falsfréttum og dreifir þeim áfram? Er mögulegt að stöðva útbreiðslu þeirra? Þótt fyrstu notkunina á hugtakinu „Fake News“ sé mögulega að finna í bandaríska blaðinu Daily Tobacco Leaf-Chronicle í tölublaði sem birtist í desember árið 1890 hefur hugtakið aldrei verið í meira hámæli en nú. Ástæðuna fyrir því má að mestu leyti rekja til forsetakosningabaráttunnar í Bandaríkjunum á síðasta ári og einkum Donalds Trump, sigurvegara þeirra. Hefur notkun hugtaksins verið tvíþætt. Í fyrsta lagi er hugtakið notað yfir hinar raunverulegu falsfréttir. Fréttir sem eru birtar í pólitískum eða fjárhagslegum tilgangi og eru augljóslega ósannar og jafnvel skaðlegar. Í öðru lagi hafa stjórnmálamenn, til dæmis Trump sjálfur, notað hugtakið yfir fréttir sem þeim þóknast ekki eða eru ósammála.Frans páfi studdi Trump Fréttir í fyrri flokknum voru einkar áberandi á meðan á kosningabaráttunni stóð. Birtist til að mynda frétt á síðunum WTOE 5 News og Ending the Fed um að Frans páfi hefði lýst yfir stuðningi við framboð Trumps. Fréttin náði mikilli dreifingu og tjáði Frans páfi sig um orðróminn í október. „Ég hef aldrei sagt stakt orð um nokkurt framboð,“ sagði Frans. Nærri milljón las falsfrétt síðunnar Winning Democrats um að írska ríkisstjórnin hefði boðið þeim sem voru ósáttir við kjör Trumps að setjast að þar í landi. Þá var einnig tekið fram að dyrnar að Kanada væru galopnar. Hvorugt var satt.Hillary vopnasali The Political Insider birti falsfrétt um að skjöl sem WikiLeaks birti sönnuðu að Hillary Clinton hefði selt hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki vopn. „Hillary Clinton og ráðuneyti hennar stóðu að því að vopnavæða íslamska hryðjuverkamenn, meðal annars ISIS,“ segir meðal annars í falsfréttinni sem var lesin í milljónatali.#pizzagate Umsvifamesta falsfréttamálið var og er hins vegar svokallað Pizzagate. Það mál má einnig rekja til skjala sem WikiLeaks birti. Meðlimum spjallborða á 4chan og Reddit þótti grunsamlega mikið minnst á pitsur í tölvupóstum Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, og héldu því fram að pitsa væri dulmál yfir börn sem til stæði að misnota kynferðislega. Var því meðal annars haldið fram að pitsustaður í höfuðborginni Washington, Comet Pizza, hýsti háttsetta stjórnmálamenn og útvegaði börn til að misnota. Voru þeir sem trúðu kenningunni svo sannfærðir að maður að nafni Edgar Welch réðst á Comet Pizza vopnaður hríðskotabyssu. Enginn særðist þó sem betur fer í árásinni. Lögreglan í Washington, New York Times, Fox News og Washington Post hefur rannsakað málið. Samhljómur er um að fréttin sé fölsk og lýsti lögregla Pizzagate sem samsæriskenningu. Sænsk hryðjuverk Sjálfur var Donald Trump forseti staðinn að því að deila falsfrétt um uppskáldaða hryðjuverkaárás í Svíþjóð og slæmt ástand vegna innflytjenda þar í landi. Hafði hann verið að horfa á þátt Tuckers Carlson á Fox News þar sem viðmælandi Carlsons þóttist sérfróður um málefni Svíþjóðar og innflytjendamál þar í landi. Á fjöldafundi talaði Trump um árás sem átti að hafa farið fram deginum áður. Sú frétt var hins vegar fölsk. Notkun Donalds Trump, sem og ýmissa stjórnmálamanna héðan og þaðan af litrófi stjórnmálanna, á hugtakinu falsfréttir er hins vegar önnur en almennt er viðurkennd. Þannig hefur Damian Collins, þingmaður Íhaldsflokksins á Bretlandi og formaður menningar-, fjölmiðla- og íþróttamálanefndar þingsins, lýst notkun hans á orðinu sem hættulegri. „Það sem Donald Trump gerir er að túlka hugtakið falsfréttir sem allar þær fréttir sem honum líkar ekki eða er ósammála,“ sagði Collins í upphafi marsmánaðar. Hefur Trump þannig tíst um að allar skoðanakannanir honum í óhag séu falsfréttir. Bandaríkjamenn séu í raun sammála honum og kannanir fréttastofa á borð við CNN hljóti því að vera skáldskapur rétt eins og í kosningabaráttunni þegar honum var spáð tapi. Skoðanakannanir á landsvísu í kosningabaráttunni voru hins vegar ekki ýkja rangar í raun þótt þær hafi verið rangar í ýmsum fylkjum. Var honum spáð færri atkvæðum en Clinton og varð sú raunin. Þegar Mike Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, þurfti að segja af sér þar sem upp komst um ósannsögli hans um samskipti hans við rússneska sendiherrann sagði Trump að lekarnir sem fréttirnar byggðu á væru raunverulegir en fréttirnar falskar.Að horfa alltaf í sama pollinn Hvernig er hægt að ná í gegn á tímum falsfrétta, sannlíkis (alternative truth) og minnkandi trausts almennings á fjölmiðlum? Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir erfitt verk fyrir höndum. Fyrst og fremst sé mikilvægt að byggja upp traust og halda faglegri fréttamennsku til streitu. „Að gæta að grunngildum blaðamennsku, fá sjónarhorn margra, fá staðfestingu margra. Margar af stærstu og traustustu ritstjórnum heims hafa brugðið á það ráð að ráða til sín sannreynara. BBC byrjaði á þessu í janúar. NRK í Noregi fór í samstarf með stærstu fjölmiðlum landsins um að berjast á móti falsfréttum. Svo er það hin hliðin sem snýr að lesandanum. Það þarf að kenna fólki hverju er hægt að treysta, fræða fólk um falsfréttir, hvernig þær verða til og í hvaða tilgangi.“ Elfa Ýr segir þó vandasamt að ráðast til atlögu við vandann. „Það er þannig að það er hópur af fólki sem er lítt móttækilegur fyrir slíkri fræðslu. Það er með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið er. Þetta er sami hópur og er hræddur við innflytjendur og hælisleitendur. Það er mjög erfitt að ná til þessa fólks. Það telur sig vera læsara á miðla en almenningur og fer inn á vefsíður sem staðfestir heimssýn þess. Við erum ráðalaus í því hvernig við getum náð til þessa fólks,“ segir Elfa Ýr.„Þetta er fólk sem er með ákveðna sýn á lífið og treystir ekki hefðbundnum fjölmiðlum sem vinna eftir gildum blaðamennskunnar. Það telur fjölmiðla í stríði við sig og talar líka um falsfréttir. Auðvitað magnast vandinn svo enn frekar þegar forseti Bandaríkjanna efast um þessa sömu fjölmiðla og kallar fréttir sem eru honum óþægilegar falsfréttir.“Rússar hvattir til Íslands Geta fjölmiðlar veitt aðhald ef fólk treystir þeim ekki til þess? „Ég held að almenningur þurfi að finna það að hlutlægni ráði för í blaðamennsku. Þess vegna er rík ástæða til þess að ritstjórnir efli sig, verði fjölbreyttari. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það er nauðsynlegt að hafa ólíkt fólk í starfi á ritstjórnum. Því sjónarmið okkar ráða því hvað okkur þykir fréttnæmt. Það er líklegt að því fólki, sem er hætt að treysta fjölmiðlum, finnist að það hafi ekki verið fjallað um mikilvæg atriði í lífi þess og umhverfi.“ Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur af útbreiðslu falsfrétta? „Já, þetta er stórmál. Svíþjóð lenti til dæmis skyndilega í sviðsljósinu í kjölfar falsfrétta sem Trump dreifði áfram. Það atvik hafði bein áhrif á utan- og innanríkispólitík Svía. Fréttirnar höfðu stórfelld áhrif á ímynd landsins og almenning. Ég get nefnt saklaust dæmi um falsfrétt sem kemur Íslendingum við. Ég var á Kýpur og þá sagði maður af rússneskum ættum mér að hann hefði lesið í fréttum að það væru svo fáir karlmenn á Íslandi. Þess vegna ættu Rússar að fara til Íslands og giftast íslenskum konum. Hann sagði mér að fréttinni hefðu fylgt myndir af fallegum íslenskum konum. Auðvitað finnst einhverjum þetta bara fyndið. En það er það ekki. Þjóðverjar standa einnig í ströngu og eru fyrstir að því ég best veit til að koma fram með frumvarp til laga sem á að taka á falsfréttum og hatursorðræðu. Frumvarpið gengur út á að milliliðirnir séu gerðir ábyrgir fyrir dreifingunni, svo sem Google. Þetta sætir talsvert miklum tíðindum og það er mjög áhugavert að þetta sé sett svona fram. Þjóðverjar eru á tánum vegna þess að það eru kosningar hjá þeim í haust,“ segir Elfa og vísar í útrás Breitbart-miðilsins. „Þeir eru búnir að tilkynna það að þeir ætli að fara inn með stormi um Evrópu og hafa áhrif á stórar kosningar í Evrópu. Það er yfirlýst markmið hjá þeim og þessi miðill starfar alls ekki eftir gildum blaðamennsku. Í Svíþjóð er svo bein tenging á milli Svíþjóðardemókrata og Breitbart. Þeir hafa verið að dreifa fréttum frá þeim og þýða fyrir þá. Í Svíþjóð velta menn fyrir sér hvernig það má vera að stjórnmálaflokkur sem fær fjárveitingar frá ríkisvaldinu geti unnið svona gegn almenningi.“ Mestar áhyggjur hefur Elfa Ýr af viðskiptamódelinu sem falsfréttir byggja á. „Það er erfitt að mæta falsfréttum með staðreyndum. Falsfréttirnar fá við þau aukið líf. Hvert klikk á netmiðlum veitir þeim sem dreifa falsfréttum auknar tekjur. Makedónía er ein af helstu falsfréttamiðstöðvum heims. Þar er mikið atvinnuleysi og atvinnulaust ungt fólk getur haft miklar tekjur upp úr því að ná mikilli dreifingu á falsfrétt. Ein falsfrétt sem dreifist vel getur þýtt 500 evrur í auglýsingatekjur. Það getur skipt fólk miklu máli. Með þessum tekjum fæðir fólk og klæðir fjölskyldu sína. Þetta er svo miklu erfiðara viðureignar en við fyrstu sýn og vandamálið víðtækt.“„Einföld endurtekning lyginnar getur merkt hana sem sannleika í huga okkar og þannig breiðast lygasögur í fréttatón út á netinu,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, einn umsjónarmanna fjölmiðlafræðináms í Háskóla Íslands.„Ég heyrði það í fréttunum“ „Rótin er í þeim breytingum sem hafa orðið á því hvernig hægt er að miðla til fjöldans. Kosturinn við Facebook og Twitter er að miðlarnir gefa venjulega manninum rödd en gallinn er sá að valdamikil öfl geta misnotað þá því að það er auðvelt og árangursríkt. Við erum auðvitað með skýrt dæmi fyrir framan okkur í samtímanum sem er þetta magnaða dæmi sem er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Hann er vitleysingur sem ryðst áfram eins og naut í flagi og komst til valda með því að hagnýta sér samfélagsmiðla. Það er bara búið að kollvarpa fjölmiðlamódelinu. Traustið er farið en sem betur fer er líka hörð mótstaða fólks sem vill viðhalda gildum blaðamennskunnar. Það þarf að endurbyggja traustið. Fólk gerir ekki greinarmun á dagskrárgerð og fréttum. Fólk segir bara: Já en ég heyrði það í fréttunum. Eða ég heyrði það í útvarpinu. Og þá er það satt. Nema, það er ekki endilega satt.“ Arnar nefnir að hluti vandans sé þröng sjálfmiðuð sýn á samfélag og heiminn á samfélagsmiðlum á borð við Facebook. „Maður vill hafa það þægilegt á Facebook. Ekki endilega heyra eitthvað sem er ólíkt. Þetta er verndaður heimur í slíkum heimi verður óþolið meira fyrir ólíkum sjónarmiðum. Umburðarlyndið minnkar. Það er hættulegt að loka sig af, horfa alltaf í sama pollinn.Hvað drífur falsfréttasíður áfram? Þar sem falsfréttasíður eru ótal margar og verða fleiri með hverjum deginum er ekki hægt að fullyrða um eina sameiginlega orsök. Þó eru tvær ástæður sem virðast drífa falsfréttamenn áfram algengari en aðrar. Annars vegar eru falsfréttasíður starfræktar í fjárhagslegum tilgangi og hins vegar í pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Síður á borð við hina bandarísku Mad World News einbeita sér þannig að ákveðnum málefnum. Einkum baráttu fólks fyrir félagslegu jafnrétti, bandarískri skotvopnalöggjöf og bandarískum stjórnmálum almennt. Á hinn bóginn er fjöldi falsfréttasíðna rekinn í fjárhagslegum tilgangi. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter fjallaði til að mynda um makedóníska bæinn Veles. Þar eru reknar tugir, ef ekki hundruð, falsfréttasíða í fjárhagslegum tilgangi. Í viðtölum blaðamanns DN við falsfréttamenn í bænum kom fram að þeir trúðu því ekki að Bandaríkjamenn tryðu fréttum þeirra. Þeir myndu hins vegar halda áfram að birta falsfréttir þar sem lítið væri um vel launaða vinnu og falsfréttamennskan gæfi vel af sér. Allt að 60.000 krónur á frétt.Ekki láta plata þig: Þekkir þú falsfréttirnar? - Ýmsa þætti fréttasíðu ber að skoða áður en þú ákveður að treysta fréttinni sem þú lest. Með tilkomu internetsins og ódýrrar, jafnvel ókeypis, hýsingar er auðveldara en nokkurn tímann áður að koma sér upp fréttastofu. - Því ætti fyrsta atriðið sem þú metur að vera hvort þú hafir lesið eitthvað á viðkomandi síðu áður eða jafnvel heyrt um hana. Ólíklegra er að síður á borð við BBC, CNN, Mbl eða Vísir birti falsfréttir þar sem þær síður hafa eytt tíma og fjármunum í að byggja upp orðspor og traust. - Þótt falsfréttasíður beri oft nöfn sem hljóma gamaldags, líkt og National Report, sem hljóma trúverðug og jafnvel gamalgróin, þarf að hafa í huga að nafnið segir ekki allt. - Falsfréttasíður geta einnig líkt eftir öðrum síðum, stolið hönnun þeirra og viðmóti. Þá þarf að skoða lén vefsíðunnar. Fátt kemur í veg fyrir að Makedóni stofni vefsíðuna BBC.mk og reyni þannig að telja lesendum trú um að þeir séu í raun að lesa fréttir bresku ríkisfréttastofunnar. - Að sjálfsögðu eru til minni fréttasíður á vefnum sem eru ekki falsfréttasíður svo fleiri skrefa er þörf til að skera úr um hvort fréttin sem þú ert að lesa sé sönn. - Falsfréttasíður nota oft gamlar ljósmyndir og láta sem þær séu nýjar. Láta þær jafnvel segja aðra sögu en þá sem er í raun á bakvið myndina. - Þannig notuðu falsfréttamenn á haustmánuðunum í fyrra mynd, tekna í febrúar sama ár, af Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda bandarískra Demókrata, þar sem hún fékk hjálp við að ganga upp hálan stiga. Var myndin sett í það ósanna samhengi að hún þyrfti hjálp þar sem hún væri líkamlega óhæf til að gegna embætti forseta. Fréttir með þessari mynd voru birtar skömmu eftir að hún féll í yfirlið á minningarathöfn þann ellefta september. Einnig er hægt að falsa myndir með myndvinnsluforritum. - Hægt er að nota leitarvélar til þess að leita að því hvar annars staðar á vefnum megi finna hvaða mynd sem er. Til að mynda var hægt að finna myndina af Clinton á síðum sem sögðu hina raunverulegu sögu. - Uppskáldaðar tilvitnanir eru einnig nokkuð algengar. Þykir þetta sérstakt vandamál í til dæmis knattspyrnuheiminum. Er þá hægt að nýta leitarvélar til þess að leita að tilvitnuninni og komast að því hvort viðkomandi hafi í raun sagt umtöluð orð. - Hafa ber í huga að það að þú sért ósammála viðhorfi sem kemur fram í frétt þýðir ekki að um falsfrétt sé að ræða. Hins vegar ber að varast þegar falsfréttamenn nota sanna tölfræði en snúa út úr henni með þeim þætti að hún renni stoðum undir málstað sem stenst ekki. - Einnig er mögulegt að síðan sem þú lest fréttir á sé ekki falsfréttasíða heldur grínfréttasíða. Fréttum hvorugrar síðunnar ber að taka alvarlega. Munurinn er þó sá að falsfréttasíður reyna að plata þig með fjárhagslegan eða hugmyndafræðilegan gróða í huga en grínfréttasíðurnar, til dæmis The Onion eða Sannleikurinn, eru gerðar til að skemmta eða hæðast. - Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er hins vegar að treysta á almenna skynsemi. Notkun almennrar skynsemi ætti að vera það eina sem þarf til að fatta að fréttir um að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sé eðlumaður geti ekki staðist.