Mikill vöxtur hjá AMG deild Benz í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 09:00 Mercedes Benz AMG C63. Síðasta ár var gríðargott söluár hjá AMG sportbíladeild Mercedes Benz í Bandaríkjunum og nam söluakningin 33%. Seldir voru 23.261 bílar, ekki af ódýrari gerðinni. Sá góði vöxtur hefur reyndar haldið áfram í ár og er 32% þar sem af er ári. Mercedes Benz í Bandaríkjunum á þó ekki von á að árið í ár endi í þessum tölum, en væntir samt tveggja stafa tölu í vexti. Mjög margar nýjar geðir AMG bíla voru kynntir á síðasta ári og átti það stóran þátt í velgengninni í fyrra. Nú hefur AMG deild Benz 34 bílgerðir í sínu vopnabúri svo margt er um að velja þegar kemur að flottustu og öflugustu gerðum Benz bíla. Af glænýjum gerðum AMG bíla nú eru AMG C43 og AMG GLC43 bílarnir og Benz á eftir að kynna þá fleiri í ár því í enda ársins verða gerðirnar orðnar 42 talsins. AMG hjálpar til við ímyndina Mercedes Benz segir að öflug AMG deild fyrirtækisins hjálpi mikið til við að skapa ímynd Mercedes Benz, en að auki hjálpi þessir bílar verulega við að halda uppi góðri álagningu á bíla frá Mercedes Benz. Það bendir til þess að verulega meiri framlegð er af hverjum seldum AMG bíl en hefðbundnum gerðum Benz bíla. Mikil áhersla hefur verið á AMG bíla Benz í Bandaríkjunum á síðustu misserum og hafa mörg söluumboð aukið plássið fyrir þá bíla á sölustöðum sínum og fjölmörg sérstök söluumboð eru einungis fyrir AMG bíla. Það hefur reynst vel eins og tölurnar sína. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent
Síðasta ár var gríðargott söluár hjá AMG sportbíladeild Mercedes Benz í Bandaríkjunum og nam söluakningin 33%. Seldir voru 23.261 bílar, ekki af ódýrari gerðinni. Sá góði vöxtur hefur reyndar haldið áfram í ár og er 32% þar sem af er ári. Mercedes Benz í Bandaríkjunum á þó ekki von á að árið í ár endi í þessum tölum, en væntir samt tveggja stafa tölu í vexti. Mjög margar nýjar geðir AMG bíla voru kynntir á síðasta ári og átti það stóran þátt í velgengninni í fyrra. Nú hefur AMG deild Benz 34 bílgerðir í sínu vopnabúri svo margt er um að velja þegar kemur að flottustu og öflugustu gerðum Benz bíla. Af glænýjum gerðum AMG bíla nú eru AMG C43 og AMG GLC43 bílarnir og Benz á eftir að kynna þá fleiri í ár því í enda ársins verða gerðirnar orðnar 42 talsins. AMG hjálpar til við ímyndina Mercedes Benz segir að öflug AMG deild fyrirtækisins hjálpi mikið til við að skapa ímynd Mercedes Benz, en að auki hjálpi þessir bílar verulega við að halda uppi góðri álagningu á bíla frá Mercedes Benz. Það bendir til þess að verulega meiri framlegð er af hverjum seldum AMG bíl en hefðbundnum gerðum Benz bíla. Mikil áhersla hefur verið á AMG bíla Benz í Bandaríkjunum á síðustu misserum og hafa mörg söluumboð aukið plássið fyrir þá bíla á sölustöðum sínum og fjölmörg sérstök söluumboð eru einungis fyrir AMG bíla. Það hefur reynst vel eins og tölurnar sína.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent