Leit af tengdasyninum með standpínuna eitt augnablik og dóttirin varð ólétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 12:00 Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristinsdóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum.Alltaf með standpínu Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu Höllu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum. „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi sett fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með tilsvari sínu. Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn.„Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís í færslu á Facebook. Hún hefur augljóslega mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín Halla lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“ Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Rétt er að taka fram að Hafdís var gallhörð að Ísland hefði betur gegn Austurríki og færi áfram sem svo sannarlega varð raunin.Að neðan má sjá viðtölin við stuðningsmennina 22. júní síðastliðið sumar en fjölskyldan hressa er í spjalli eftir um fjórar mínútur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristinsdóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum.Alltaf með standpínu Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu Höllu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum. „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi sett fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með tilsvari sínu. Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn.„Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís í færslu á Facebook. Hún hefur augljóslega mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín Halla lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“ Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Rétt er að taka fram að Hafdís var gallhörð að Ísland hefði betur gegn Austurríki og færi áfram sem svo sannarlega varð raunin.Að neðan má sjá viðtölin við stuðningsmennina 22. júní síðastliðið sumar en fjölskyldan hressa er í spjalli eftir um fjórar mínútur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp