Finnur: Eins gott að menn mæti með blóðbragð í munni og berjist Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. apríl 2017 22:30 Finnur með KR. „Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu í fyrri hálfleik, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum eftir 91-88 sigur gegn Keflavík í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. Sjá einnig: Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu með 2-1 forskot á leiðinni í útileik gegn Njarðvík og farið inn í leikinn eins og algjörir hálfvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
„Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu í fyrri hálfleik, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum eftir 91-88 sigur gegn Keflavík í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. Sjá einnig: Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu með 2-1 forskot á leiðinni í útileik gegn Njarðvík og farið inn í leikinn eins og algjörir hálfvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45