Óttuðust um líf sitt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:30 Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt. Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks rétt fyrir klukkan þrjú að sænskum tíma. „Það tók sig upp mikil skelfing. Fólk byrjaði að hlaupa frá miðbænum og í allar áttir. Ég þekki ekki vel til Stokkhólms og var bara búin að vera þar í nokkrar klukkustundir. Ég hleyp bara af stað með barnið, gríp bara í hana og hleyp en vissi í rauninni ekki hvert ég var að fara,“ segir Helga. Hún segir óraunverulegt að upplifa árás af þessu tagi. „Það var engin leið til að bregðast rétt við þarna. Þetta er eitthvað sem manni finnst nógu skelfilegt að fylgjast með í fréttum, það kemur nógu mikið við mann þannig, en hvað þá að hafa verið svona nálægt þessu. Það er bara skelfilegt.“Héldu að þeirra stund væri kominHelena Reynisdóttir var ásamt vinkonu sinni Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur stödd í verslun á Drottningargötu þegar árásin átti sér stað. „Við erum bara að skoða föt og erum að fara að labba út þegar vindurinn kemur á móti okkur, og öskur og læti. Við sjáum bara bílinn keyra framhjá okkur, fyrir framan nefið á okkur, bláan risastóran trukk,“ útskýra þær. „Það hlaupa allir inn í búðina sem við erum í. Allir eru bara stjarfir og vita ekkert hvernig þeir eiga að höndla þetta. Það voru þarna konur að setja börnin sín inn í skápa, þetta var bara sturlun. En í brjálæðinu þá hlupum við tvær út til að reyna að komast frá bænum. Við bara hlupum og hlupum. Ég hef bara aldrei hlaupið svona á ævinni,“ segir Helena. Þær segjast hafa orðið mjög óttaslegnar í þessum aðstæðum. „Ég hélt bara að mín stund væri komin. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt og þarna,“ segir Birna. Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Sjá meira
Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt. Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks rétt fyrir klukkan þrjú að sænskum tíma. „Það tók sig upp mikil skelfing. Fólk byrjaði að hlaupa frá miðbænum og í allar áttir. Ég þekki ekki vel til Stokkhólms og var bara búin að vera þar í nokkrar klukkustundir. Ég hleyp bara af stað með barnið, gríp bara í hana og hleyp en vissi í rauninni ekki hvert ég var að fara,“ segir Helga. Hún segir óraunverulegt að upplifa árás af þessu tagi. „Það var engin leið til að bregðast rétt við þarna. Þetta er eitthvað sem manni finnst nógu skelfilegt að fylgjast með í fréttum, það kemur nógu mikið við mann þannig, en hvað þá að hafa verið svona nálægt þessu. Það er bara skelfilegt.“Héldu að þeirra stund væri kominHelena Reynisdóttir var ásamt vinkonu sinni Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur stödd í verslun á Drottningargötu þegar árásin átti sér stað. „Við erum bara að skoða föt og erum að fara að labba út þegar vindurinn kemur á móti okkur, og öskur og læti. Við sjáum bara bílinn keyra framhjá okkur, fyrir framan nefið á okkur, bláan risastóran trukk,“ útskýra þær. „Það hlaupa allir inn í búðina sem við erum í. Allir eru bara stjarfir og vita ekkert hvernig þeir eiga að höndla þetta. Það voru þarna konur að setja börnin sín inn í skápa, þetta var bara sturlun. En í brjálæðinu þá hlupum við tvær út til að reyna að komast frá bænum. Við bara hlupum og hlupum. Ég hef bara aldrei hlaupið svona á ævinni,“ segir Helena. Þær segjast hafa orðið mjög óttaslegnar í þessum aðstæðum. „Ég hélt bara að mín stund væri komin. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt og þarna,“ segir Birna.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Sjá meira