Búnar að klikka á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2017 15:15 Tavelyn Tillman. Vísir/Andri Marinó Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik. Dominos-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira