Gerpla vann þrefaldan sigur á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem fór fram í dag.
Fyrirfram var búist við að Stjarnan stæði uppi sem sigurvegari í kvennaflokki en Guðrún Georgsdóttir slasaðist í fyrstu umferð á dýnu.
Stjarnan varð fyrir vikið að bregðast fljótt við og endurskipuleggja sig en atvikið hafði greinilega mikil áhrif á liðið sem virtist alveg úr jafnvægi í seinni tveimur umferðunum.
Stjörnustúlkur vissu að það var á brattann að sækja og gerðu allt hvað þær gátu á trampólíni og gólfi.
Þrátt fyrir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á þeim áhöldum dugði það ekki til. Gerpla varð Íslandsmeistari með 54.750 stig, 0.700 stigum á undan Stjörnunni og jafnframt Íslandsmeistari á dýnu.
Í flokki blandaðra liða var keppnin ekki síður hörð. Stjarnan hafði betur á gólfi og dýnu en frábær frammistaða Gerplu á trampólíni tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.
Í karlaflokki vann Gerpla svo öruggan sigur á ungu liði Stjörnunnar.
Þrefaldur sigur Gerplu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

„Vilja allir spila fyrir Man United“
Enski boltinn

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti



Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn

Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti