Heyrðu Dagur... Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 „Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
„Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“