Trump dregur úr áhuga á Bandaríkjaferðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
„Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira