Nú var lukkan ekki með Friðriki Inga 11. apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 13:00 Friðrik Ingi Rúnarsson. Vísir/Ernir 11. apríl hafði fyrir gærkvöldið verið einstaklega góður dagur á þjálfaraferli Friðriks Inga Rúnarssonar í úrvalsdeild karla í körfubolta en fyrrnefnd lukka var ekki með honum í gær. Friðrik Ingi og lærisveinar hans töpuðu þá naumlega fyrir KR í fjórða leik undanúrslitaeinvígis KR og Keflavíkur og þar með er KR komið í lokaúrslitin en Keflavík í sumarfrí. Hlutirnir féllu ekki með Keflavíkur í tveimur síðustu leikjum undanúrslitaeinvígisins sem Keflavík tapaði með samtals fimm stigum, fyrst þriðja leiknum 88-91 í Vesturbænum og svo fjórða leiknum 84-86 í Keflavík í gær. Krisófer Acox, sem kom inn í KR-liðið í miðri úrslitakeppni, varði skot Harðar Axel Vilhjálmssonar í lokin og sá til þess að Keflvíkingar náðu ekki að tryggja sér framlengingu. En aftur af þýðingu 11. apríl í þjálfarasögu Friðriks Inga Rúnarssonar. Hann hafði nefnilega tvisvar gert lið að Íslandsmeisturum á þessum degi, fyrst Njarðvík 1991 og svo aftur með Grindavík 1996. Njarðvík vann Keflavík í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 11. apríl 1991. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík og Njarðvíkurliðið vann 84-75. Gunnar Örlygsson, fyrrum formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, skoraði 27 stig í leiknum og bróðir hans Teitur Örlygsson var með 15 stig. Grindavík vann einnig Keflavík þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 11. apríl 1996 en sá leikur fór fram í Keflavík. Grindvíkingar unnu 23 stiga sigur, 96-73, þar sem Hjörtur Harðarson, núverandi aðstoðarmaður hans hjá Keflavík, var með 18 stig. 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Friðrik Ingi Rúnarsson hefur einu sinni til viðbótar gert lið að Íslandsmeisturum en Njarðvík varð Íslandsmeistari undir hans stjórn 19. apríl 1998. Friðrik Ingi getur hinsvegar verið stoltur af sér og sýni liði á tímabilinu. Hann tók við Keflavíkurliði í tómu tjóni í febrúar og breytti því í eitt besta lið landsins sem lét virkilega reyna að stjörnuprýtt KR-lið í undanúrslitunum. Það kemur líka 11. apríl eftir þennan og hver veit nema að Keflavíkurliðið fagni sigri á þessum degi eftir eitt ár. Dominos-deild karla Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Sjá meira
11. apríl hafði fyrir gærkvöldið verið einstaklega góður dagur á þjálfaraferli Friðriks Inga Rúnarssonar í úrvalsdeild karla í körfubolta en fyrrnefnd lukka var ekki með honum í gær. Friðrik Ingi og lærisveinar hans töpuðu þá naumlega fyrir KR í fjórða leik undanúrslitaeinvígis KR og Keflavíkur og þar með er KR komið í lokaúrslitin en Keflavík í sumarfrí. Hlutirnir féllu ekki með Keflavíkur í tveimur síðustu leikjum undanúrslitaeinvígisins sem Keflavík tapaði með samtals fimm stigum, fyrst þriðja leiknum 88-91 í Vesturbænum og svo fjórða leiknum 84-86 í Keflavík í gær. Krisófer Acox, sem kom inn í KR-liðið í miðri úrslitakeppni, varði skot Harðar Axel Vilhjálmssonar í lokin og sá til þess að Keflvíkingar náðu ekki að tryggja sér framlengingu. En aftur af þýðingu 11. apríl í þjálfarasögu Friðriks Inga Rúnarssonar. Hann hafði nefnilega tvisvar gert lið að Íslandsmeisturum á þessum degi, fyrst Njarðvík 1991 og svo aftur með Grindavík 1996. Njarðvík vann Keflavík í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 11. apríl 1991. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík og Njarðvíkurliðið vann 84-75. Gunnar Örlygsson, fyrrum formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, skoraði 27 stig í leiknum og bróðir hans Teitur Örlygsson var með 15 stig. Grindavík vann einnig Keflavík þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 11. apríl 1996 en sá leikur fór fram í Keflavík. Grindvíkingar unnu 23 stiga sigur, 96-73, þar sem Hjörtur Harðarson, núverandi aðstoðarmaður hans hjá Keflavík, var með 18 stig. 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Friðrik Ingi Rúnarsson hefur einu sinni til viðbótar gert lið að Íslandsmeisturum en Njarðvík varð Íslandsmeistari undir hans stjórn 19. apríl 1998. Friðrik Ingi getur hinsvegar verið stoltur af sér og sýni liði á tímabilinu. Hann tók við Keflavíkurliði í tómu tjóni í febrúar og breytti því í eitt besta lið landsins sem lét virkilega reyna að stjörnuprýtt KR-lið í undanúrslitunum. Það kemur líka 11. apríl eftir þennan og hver veit nema að Keflavíkurliðið fagni sigri á þessum degi eftir eitt ár.
Dominos-deild karla Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Sjá meira