Steraneysla Íslendinga virðist hafa aukist til muna undanfarin ár og leitast stjórnvöld við að koma böndum á þetta heilsufarsvandamál. Hafa yfirvöld orðið þess áskynja að ofbeldismál eru tíðari þar sem grunur er um steranotkun gerandans. Lögreglan hefur farið fram á að leitað verði leiða til að sporna við aukinni neyslu vefjaaukandi efna, stera, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur þeim skiptum fjölgað sem lagt er hald á slík efni og magnið er meira en áður. Embætti tollstjóra hefur einnig farið fram á að eitthvað verði að gert og sama á við um Lyfjaeftirlitsnefnd Íþróttasambands Íslands. Embætti landlæknis fylgist grannt með ávísunum lækna á testósterón sem fjölgaði um 80 prósent hér á landi á árunum 2005 til 2015. Tvöfalt meira er ávísað af testósteróni á Íslandi en í nágrannalöndunum. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum eftir ákall frá tollstjóra, lögreglu og lyfjanefnd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna aukins innflutnings. Engin lög eru í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera. Er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Fyrir liggur að gera lyfjaeftirlit ÍSÍ að sjálfstæðri stofnun sem mun leiða til þess að stofnunin getur gert samninga við líkamsræktarstöðvar um lyfjaprófun á þeim sem þær stunda. Það myndi gefa stöðvunum kost á að auglýsa sig sem hreinar stöðvar sem hefur gefið ágæta raun í nágrannalöndum. Steraneysla er síður en svo bundin við afreksíþróttafólk, hún er á öllum stigum hreyfingar, alveg niður í bumbubolta, og er grunur um að hún sé hvað mest hjá þeim sem teljast til áhugamanna. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.Vísir/Valgarður Saksóknari vill rannsókn á steraneyslu Þegar lögreglan rannsakar ofbeldisbrot er ekki sérstaklega kannað hvort þeir sem grunaðir eru um brotin hafi notað stera og því ekki hægt að segja til um tíðni þessara mála hjá lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir hins vegar að þeir sem fari með rannsókn slíkra mála verði varir við fjölgun þeirra tilvika þar sem sterkur grunur er um steraneyslu gerandans. Henni þykir ástæða til að rannsaka hvort þeir sem grunaðir eru um ofbeldisbrot séu að nota stera, en tengsl eru á milli aukinnar árásargirni og steranotkunar. „Við erum að sjá þetta í fleiri málum, þá sérstaklega alvarlegum ofbeldismálum í nánum samböndum. Það eru sterkar vísbendingar um steranotkun gerenda og þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Það er ástæða til að fara ofan í þessi mál og rannsaka sérstaklega hvort þeir sem fremja þessi alvarlegu brot séu að nota stera." Upplýsingar um haldlagningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sterum undanfarin ár.LRH Merkja viðhorfsbreytingu hér á landi Skúli Skúlason, fyrrverandi formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segist hafa tekið eftir viðhorfsbreytingu gagnvart vefaukandi sterum á undanförnum árum. „Ég hef tekið eftir því á síðustu fimm árum að viðhorfið gagnvart þessum efnum hefur breyst þó nokkuð. Á einhvern hátt hefur þetta breyst úr því að menn tali ekki um þetta í það jafnvel að þú heyrir menn tala um hvað þeir eru að nota í búningsklefa í líkamsræktinni og að þetta sé allt í lagi og hægt að gera þetta á ábyrgan hátt án þess að verða fyrir einhverjum aukaverkunum eða valda sér einhverjum skaða,“ segir Skúli Skúlason, fyrrverandi formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Á Netinu er að finna aragrúa af misvísandi upplýsingum sem gætu átt sinn þátt í viðhorfsbreytingu til stera í samfélaginu en Skúli segir sterasölumenn búa yfir góðum söluræðum. Þegar farið sé með slíka tölu fyrir framan þá sem eru óöruggir með sig og finna fyrir þrýstingi um að uppfylla ákveðna ímynd um sterklegan vöxt, þá sé voðinn vís. Grátbað mömmu um stera Skúli segist hafa heyrt af fimmtán ára pilti sem sagði móður sinni að hann vildi fara á stera. Vinirnir væru allir byrjaðir á þeim og hann gæti ekki verið eftirbátur þeirra. Mamman sagði að pilturinn mætti fara á stera ef hann fengi grænt ljós frá lækni. Skúli Skúlason fyrrverandi formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Í tímanum hjá lækninum sagði pilturinn frá því að allir vinir hans væru byrjaðir að lyfta og hefðu fengið fagrar sögur frá sterasölumanninum um notkun stera en ekkert talað um aukaverkanir eða þær afleiðingar sem slík notkun getur haft til lengri tíma. Í stuttu máli gekk drengurinn út frá lækninum steralaus. „Ég er búinn að taka þessa umræðu við fullt af ungum guttum,“ segir Skúli. „Þeir halda að ef þú stjórnar inntökunni rétt þá getir þú sloppið við aukaverkanirnar. Vandamálið við anabólíska stera er að það er ekkert gefið að þú finnir fyrir alvarlegustu aukaverkununum á meðan þú ert að taka efnið,“ segir Skúli og nefnir þar til sögunnar hjarta- og æðasjúkdóma til dæmis sem falla undir langtímaaukaverkanir. „Þær koma kannski ekkert fram fyrr en tíu árum eftir að þú varst að nota efnið. Hins vegar allar svona örari breytingar eins og brjóstamyndun, skapgerðarbreytingar og þunglyndi, þær geta komið miklu fyrr og oft í tengslum við þessa stóru skammta. Það er klárt mál að ef þú ætlar að taka anabólíska stera til að auka vöðvamassann mikið er ekki fræðilegur möguleiki að það sé hægt án þess að auka líkur á öllum aukaverkunum,“ segir Skúli. Klínískar rannsóknir vandmeðfarnar Talað hefur verið um að steranotkun auki líkur á krabbameini til muna en Skúli segir að það hafi reynst erfitt að gera klíníska rannsóknir til að tengja steranotkun við krabbamein því að engin vísindasiðanefnd í neinu landi mundi heimila slíka rannsókn. „Því að líkurnar á aukinni tíðni krabbameina á meðal þátttakenda eru verulegar,“ segir Skúli. Hann bendir á að gerðar hafi verið afturvirkar rannsóknir á sterum þar sem heilsufar steranotenda var skoðað. Reiknað var út hverjar voru líkurnar og algengi á krabbameini í þeim hópi miðað við það sem getur talist hefðbundið. „Og það er komið í ljós að það er aukning á flestum tegundum krabbameina,“ segir Skúli. Frá Ólympíuleikunum í Seúl árið 1988.Vísir/Getty Gæti haft áhrif á afkomendur notenda Hann segir langtímaáhrif steranotkunar ekki endilega hafa öll komið fram. Anabólískir sterar í lækningaskyni voru fyrst kynntir til sögunnar á fjórða áratug síðustu aldar og var því lengi vel ekki vitað um skaðlegu áhrifin. Skúli nefnir til dæmis rannsóknir á austurþýskum íþróttamönnum sem voru skipulega settir á sterakúra frá 12 til 13 ára aldri. Upp rann mikið gullaldartímabil á árunum 1968 til 1988 sem skilaði meira en fimm hundruð verðlaunapeningum á sumar- og vetrarólympíuleikum. Eftir standa hins vegar skaddaðir einstaklingar. Komið hefur fram mikil aukning á líkum á krabbameini í þessum hópi, mikið þunglyndi, hjartasjúkdómar, hrörnun á beinum og ófrjósemi. Þá var einnig aukning þegar kom að vansköpun og andlegum kvillum hjá börnum þeirra. „Það er eitt sem er mjög erfitt að skoða en steranotkun er tiltölulega ungt fyrirbæri og við erum fyrst að fara að sjá afleiðingar á næstu kynslóð. Það eru margir sem segja að þetta sé þeirra líkami og að þeir ráði hvað þeir geri við hann, en það þarf ekki endilega að vera. Þetta getur haft veruleg áhrif á afkomendur þína ef þú ert í mikilli notkun,“ segir Skúli. Eitt er einnig á hreinu að vefaukandi sterar stækka ekki bara vöðvafrumur. Ef einhver er með virkar krabbameinsfrumur þá munu vefaukandi sterarnir hafa hvetjandi áhrif á krabbameinið. „Þá mun það líklega hraða sér í slíkum aðstæðum.“ Eins og tungl í fyllingu Hann segir að það sé ekki svo að hann sem sérfræðingur geti horft yfir hóp manna og séð einfaldlega á þeim hverjir eru á sterum og hverjir ekki, hins vegar séu ákveðnar vísbendingar. „Ef ég ætti kost á því að fylgjast með einhverjum mönnum í ákveðinn tíma þá gæti maður sagt af eða á með ágætis líkum en það eru alltaf ákveðin einkenni. Ef menn eru komnir vel yfir kynþroskaskeiðið en eru enn þá alveg á fullu í bóluvextinum og bólugrafnir á öxlum og baki gefur það ákveðna vísbendingu með öðrum einkennum,“ segir Skúli. „Húðliturinn getur einnig breyst þegar menn eru á sterakúr. Sumir verða eins og tungl í fyllingu. Verða rosalega rauðir í andliti, jafnvel fjólubláir, við minnstu áreynslu. Hárlosið er eitt af því sem einkennir langvarandi stórnotkun. Skallamyndun byrjar mjög snemma hjá slíkum einstaklingum. Það er alveg hellingur af einkennum sem er hægt að leggja saman,“ segir Skúli. Einnig gefur vöðvastærð manna ákveðna vísbendingu, því sumir geta einfaldlega ekki náð ákveðnum vöðvavexti frá náttúrunnar hendi. Augljóst er að þeir eru á sterum. „Það eru þessi tröll sem við sjáum úti í heimi, menn ná einfaldlega aldrei þannig stærð án utanaðkomandi efna. Við eigum reyndar nokkur slík tröll hér heima sem hefðu ekki náð þessari stærð án þess að fá utanaðkomandi hjálp,“ segir Skúli. Steraneysla var mikið tabú þegar Jón Páll Sigmarsson var á lífi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ekki langlífustu Íslendingarnir Hann heldur því miður að slíkir menn verði ekki þeir langlífustu sem Íslendingar hafa átt og nefnir sem dæmi Jón Pál heitinn Sigmarsson. „Jón Páll fór mjög langt fyrir aldur fram og enginn efast um hver er ástæðan var fyrir því,“ segir Skúli en Jón Páll var aðeins 32 ára þegar hann lést árið 1993. Árið 2013 kom út ævisaga Jóns Páls sem Sölvi Tryggvason ritaði. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Sölvi frá því að á meðan Jón Páll var á lífi var steraneysla mikið tabú og miklu minna vitað um hana en í dag. Í bókinni kom fram að Jón Páll hefði rætt steranotkun sína og slæma heilsu við vini sína. Þar segir einnig að Jón hafi gert sér grein fyrir að hann ætti ekki langt eftir. Hann fór til að mynda til læknis í Bandaríkjunum því hann vildi ekki fara til læknis hér á landi af ótta við að steraneyslan og bág heilsa hans spyrðist út. Hjá lækninum í Bandaríkjunum fékk hann þær upplýsingar að hjartað í honum væri eins og í níræðum manni. Undir þrýstingi að verða sterkir og stórir Skúli segir steranotkun á meðal Íslendinga mun algengari en fólk geri sér grein fyrir. Hægt sé að sjá augljós dæmi um það í líkamsræktarstöðvum þar sem menn stækka svakalega á skömmum tíma. Neysla vefaukandi stera er mun algengari hjá strákum en stúlkum að sögn Skúla og hann segir að það megi meðal annars rekja til útlitsþrýstings sem strákarnir upplifa. „Stelpurnar finna mögulega fyrir þrýstingi um að vera grannar og fínar en hjá strákunum er þetta allt að því sem menn eru farnir að kalla í dag öfuga anorexíu. Strákarnir nota stera og stækka mikið en sjá sig sem einhverja rindla í speglinum.“ Getur valdið mikilli andlegri vanlíðan Steranotkun getur haft mikil áhrif á andlegt ástand manna og nefnir Skúli sem dæmi viðtal sem DV tók við Jón Hilmar Hallgrímsson heitinn en hann var betur þekktur undir viðurnefninu Jón stóri. Jón varð bráðkvaddur í júní árið 2013, þá aðeins 34 ára gamall. Tveimur árum áður hafði hann lýst steraneyslu sinni við DV en þá sagðist hann hafa notað stera frá því hann var 17 ára gamall. Hann sagðist oft hafa reynt að hætta á sterum en þá varð hann svo heltekinn af þunglyndi að hann byrjaði alltaf aftur. Jón sagði mun auðveldara fyrir sig að hætta á fíkniefnum heldur en sterum. Lyfjaeftirlit er oft á tíðum skrefi á eftir þegar kemur að því að elta uppi þá sem sjá sér hag í því að svindla.Vísir/Getty Smáskammtameðferð gerir eftirlitinu erfitt fyrir Steraneyslan er alls ekki bundin við kraftasport. Skúli segir reynsluna af lyfjaeftirliti sýna að það sé engin íþróttagrein þar sem steranotkun finnst ekki og hún sé á öllum stigum íþrótta. „Þetta þrífst alveg frá afreksíþróttum niður í bumbubolta og alls staðar þar á milli.“ Hann segir lyfjaeftirlit oft á tíðum skrefi á eftir þegar kemur að því að elta uppi þá sem sjá sér hag í því að svindla. Reglulega komi fram ný efni til að misnota sem eru ekki greinanleg af eftirlitinu og tekur mögulega tvö til þrjú ár að ná í skottið á þeim. Við lyfjaeftirlit er ekki bara verið að greina sterana sjálfa heldur einnig áhrif þeirra í líkamanum. Þess vegna geri hin svokallað smáskammtameðferð (e. microdosing) lyfjaeftirlitsmönnum erfitt fyrir. „Vandamálið við smáskammtameðferðir er að þú þarft að ná viðkomandi á sama degi eða daginn eftir þegar þeir eru í smáskammtameðferð til að greina notkunina hjá þeim. Það er vegna þess að litlu skammtarnir hafa ekki sömu áhrif á þessi líkamlegu gildi sem annars eru skoðuð“ Með smáskammtameðferðinni reyna þeir sem hana stunda að ná upp líkamlegri virkni sem er nú þegar fyrir hendi hjá þeim og efla hana um leið. Hann segir hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans hafa stundað þessa aðferð þar sem jafnvel er notast við testósterónplástra eða gel og þarf ekki endilega að sprauta efninu í sig þegar þetta er gert. Er þetta þekkt aðferð í úthaldsíþróttum en þeir sem þetta gera vilja alls ekki auka vöðvamassa að sögn Skúla heldur vilja þeir eiga möguleika á að geta æft lengi undir miklu álagi dag eftir dag. Það er ekki á færi venjulegrar manneskju að gera það marga daga vikunnar án þess að fá hvíld inn á milli. „Það er enginn líkami sem þolir slíkt álag til lengdar án þess að fá utanaðkomandi hjálp. Menn geta reynt að bæta líkamanum upp allt næringartap og flýta fyrir endurheimt með ýmsum aðferðum en á endanum kemur að því að líkaminn þarf hvíld til að jafna sig og byggja sig upp. Þú getur þjálfað þig upp í að æfa lengur og lengur með tímanum en það er alltaf eitthvert hámark á því. Fyrirhuguð lyfjaeftirlitsstofnun vill fá að lyfjaprófa gesti líkamsræktarstöðva.Vísir/Getty Vilja lyfjaprófa gesti líkamsræktarstöðva Uppi eru hugmyndir um að gera Lyfjaeftirlit ÍSÍ að sjálfstæðri stofnun og er sú vinna komin ansi langt. Er þetta ferli sem er farið að tíðkast víða um heim og hefur alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin WADA mælt með þessu fyrirkomulagi. Þá yrði lyfjaeftirlitið ekki lengur undir ÍSÍ heldur sjálfstæð stofnun sem ekki yrði tengd íþróttastarfinu. Með því fyrirkomulagi gæti sjálfstæð lyfjaeftirlitsstofnun gert samninga við óháðar íþróttagreinar sem eru ekki keppnisgreinar á Ólympíuleikunum eða innan ÍSÍ. Sem dæmi um vinsæla íþrótt sem ekki er innan veggja ÍSÍ má nefna Crossfit sem reynt hefur að hreinsa af sér tengingu við steranotkun. Liður í því var að óska eftir aðstoð Lyfjaeftirlits ÍSÍ á Íslandsmótinu í nóvember þar sem keppendur gátu átt von á því að þurfa að gangast undir lyfjapróf. Svo fór að efstu tveir keppendurnir voru boðaðir í lyfjapróf en vildu hvorugir gangast undir það. Voru þeir bannaðir frá keppni og æfingum í Crossfitstöðvum í tvö ár en málið er einnig á borði dómstóls ÍSÍ þar sem þeir voru báðir skráðir í iðkendakerfi ÍSÍ þegar þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf. Neitun að gangast undir lyfjapróf þýðir fall á prófinu. Þá gæti slík stofnun einnig gert samning við líkamsræktarstöðvar og óháðar íþróttagreinar þess efnis að lyfjaeftirlitsstofnunin framkvæmi lyfjapróf á þeim sem eru korthafar. Yrði fyrirkomulagið þannig að korthafar skrifa undir skilmála þar sem þeir gefa samþykki fyrir því að gangast undir lyfjapróf ef svo ber undir. Mikið fall í líkamsræktarstöðvum í Danmörku Þetta fyrirkomulag tíðkast í Danmörku en árið 2014 féllu 152 af 343 sem voru boðaðir í lyfjapróf í líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sem féllu mældust annaðhvort með gildi sem sýndu fram á notkun vefaukandi stera eða neituðu einfaldlega að gangast undir prófið. Árið 2012 féllu 104 og 101 árið 2013. Í umfjöllun Metroexpress í Danmörku kom fram að þar í landi stundi 650 þúsund manns líkamsræktarstöðvar sem hafa gengist undir þessa skilmála danska lyfjaeftirlitsins. Korthafar líkamsræktarstöðva í Danmörku sem falla á lyfjaprófi eru settir í tveggja ára bann. Skilaboðin þar úti eru skýr, þeir sem nota vefaukandi stera eru ekki velkomnir í líkamsræktarstöðvar en stöðvarnar eru sagðar hafa hag af því að vera hreinar af sterum. Þannig geta þær auglýst sig sem „hreinar stöðvar“ og það sé eitthvað sem sé eftirsóknarvert í augum þeirra sem ekki nota stera. Ræktin staðurinn þar sem mesta notkunin þrífst Skúli segir það vera jákvætt skref ef líkamsræktarstöðvar hér á landi myndu gangast undir sömu skilmála og í Danmörku. „Þetta eru staðirnir þar sem mesta notkunin á vefaukandi efnum þrífst. Það er á líkamsræktarstöðvunum. Það er enginn að segja að líkamsræktarstöðvarnar séu að sækjast eftir þessu. En því miður er þetta þar því að það er ekki eftirlit og ekki skipulagðar forvarnir á líkamsræktarstöðvum. Sumir hafa sett inn í skilmála sína að þetta sé óæskilegt og ef upp komist sé hægt að vísa mönnum frá. En þetta er ekki mjög virkt og enginn að fylgjast með því eða að framkvæma próf “ segir Skúli. Í janúar árið 2015 var greint frá því á Vísi að líkamsræktarstöðin Reebok Fitness áskildi sér rétt til að setja viðskiptavini sína í lyfjapróf. Þetta kemur fram í skilmálunum sem þeir sem kaupa sér aðgang að stöðinni skrifa undir. Þar segir að prófið sé framkvæmt samkvæmt reglum og stöðlum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og að tekið sé mið af bannlista WADA. World Class er einnig með slíkt ákvæði í sínum skilmálum. Verði einhver uppvís að notkun eða vörslu ólöglegra efna þar verður viðkomandi skilyrðislaust rekinn frá stöðinni. Ef sala eða dreifing á ólöglegum efnum fer fram innan veggja World Class verður málinu umsvifalaust vísað til lögreglu. Skúli segir að í Danmörku séu um 80 til 90 prósent stöðva með skilmála um lyfjapróf. Þessi breyting hafi valdið deilum í upphafi og margir haldið því fram að þetta myndi minnka aðsókn í stöðvarnar því að mörgum þætti þetta innrás í einkalíf sitt. Það sem gerðist var hins vegar þveröfugt. „Meirihluti þeirra sem stunda þessar stöðvar eru ekki að nota þessi efni og er meinilla við að hafa 150 kílóa tröll við hliðina á sér sem lætur kannski 40 kílóa handlóð detta á gólfið eftir notkun.“ Ekki handahófskennd próf Hann segir að stöðvarnar sendi heldur ekki fólk í lyfjapróf nema sterkar vísbendingar séu um misnotkun. Það sé hugað vel að valinu þegar boðað er í lyfjapróf. „Prófin eru dýr þannig að þú velur mjög vandlega hverjir fara í það og með það í huga að grisja,“ segir Skúli og segir það til að mynda ástæðuna fyrir því hvers vegna svo hátt hlutfall þeirra, sem voru boðaðir í lyfjapróf í Danmörku, féll. „Sem segir okkur að þeir vita nákvæmlega hverjir eru að nota og þeir eru nokkuð vissir um að grípa þá.“ Langt frá því að vera einkamál notandans Hann segir steranotkun alls ekki einkamál þeirra sem það gera. „Í mínum huga er þetta ekki einkamál notandans. Þetta á eftir að verða meira samfélagsvandamál heldur en hingað til því álagið verður meira á heilbrigðiskerfið vegna aukaverkana sem munu hrjá þessa neytendur til frambúðar. Þetta er heldur ekki einkamál neytandans að því leyti að vísbendingar eru nú þegar komnar fram um að þeir geta valdið ófæddum afkomendum sínum ýmsum vanda með steraneyslu sinni. Það vill enginn gera það og ætlar sér enginn að gera slíkt, en þær upplýsingar hafa bara ekki legið frammi og það þarf að styðja þær miklu betur til að hægt sé að fullyrða almennilega um það, en vísbendingarnar eru þarna nokkuð sterkar.“ Steranotkun hefur tvöfaldast hjá körlum Í fyrra birtist grein í Læknablaðinu frá Embætti landlæknis þar sem sagt var frá því að á undanförnum árum hefði fjölgað mikið ávísunum á lyf sem innihalda testósterón. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er fjöldi þeirra, sem fá testósterón ávísað hér á landi, margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar og á það bæði við um karla og konur. Þar kemur fram að fjöldi karla, sem fengu lyfin ávísuð, hefur aukist um 80 prósent frá 2005 til 2015 en konum fækkaði lítillega. Er testósterónlyfjum ávísað þegar einstaklingar eru greindir með kynkirtlavanseytingu sem verður þegar framleiðsla testósteróns er of lítil. Embættið segir eðlilegt að framleiðsla testósteróns minnki með hækkandi aldri en sú minnkun er eðlileg og fellur ekki undir kynkirtlavanseytingu. Embættið segir erfitt að átta sig á algengi þessa ástands og því ekki hægt að segja til um hvort ávísun á testósterón vegna kynkirtlavanseytingar sé umfram það sem eðlilegt geti talist. Hér fyrir neðan má sjá fjölda þeirra sem hafa fengið testósterón ávísað á árunum 2005 til 2015: Ekki hægt að útiloka hlut íþróttamanna í aukningunni Í greininni kom fram að þessi mikla og vaxandi notkun testósteróns á Íslandi hljóti að vekja ýmsar spurningar, en hún er margfalt meiri en í Danmörku og Noregi. Bendir embættið á að sú staðreynd blasi við að notkun testósteróns hafi tvöfaldast á undanförnum tíu árum hjá körlum en hafi að mestu staðið í stað hjá konum. „Töluvert er um að vaxtarræktarmenn og sumir aðrir íþróttamenn misnoti testósterón en lyfið er á bannlista hjá íþróttahreyfingunni. Ekki er hægt að útiloka að hluti aukningarinnar sé til kominn vegna ásóknar þessara hópa í lyfin,“ segir í greininni. Hér á landi eru á markaði tvö sérlyf sem innihalda testósterón, Nebido-stungulyf til sprautunar í vöðva og Testogel-hlaup til að bera á húð. Þá telur embættið annan og sennilega nærtækari möguleika að aukningin og hin mikla notkun hér á landi sé vegna vangreiningar á testósterónskorti á árum áður eða ofgreiningar á síðari árum. Í samtali við Vísi segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, að embættið fylgist vel með ávísunum lækna á testósterón og hvort greiningar þeirra séu réttar og réttlæti að sjúklingar þeirra fái testósterón-lyf ávísað. Embættið hefur fengið svör frá læknum sem hafa ekki fært nógu góð rök fyrir því að ávísa slíkum lyfjum. Lækninum sé bent á það og svo sé fylgst með því hvort eitthvað breytist varðandi vinnubrögð hans. Notkun testósteróns á Íslandi er margfalt meiri en í Danmörku og Noregi, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu sem unnin er úr tölum frá embætti Landlæknis. Margþættar aukaverkanir Líkt og áður hefur komið fram í þessari grein hljótast ýmsar aukaverkanir af steranotkun. Aukaverkanir hjá báðum kynjum geta verið hjarta- og æðasjúkdómar, lifrarbilun, hárlos og skalli, bólur, rifin húð, hrukkur, aukin þyngd og vökvaaukning í líkamanum, sina- og vöðvaskaðar (sinafestingar rifna og vöðvar rifna), aukin hætta á hjartaáfalli, minnkaður vöxtur hjá börnum og unglingum, blóð í þvagi, óreglulegur hjartsláttur, höfuðverkur og ófrjósemi. Hjá körlum geta brjóst stækkað, í einhverjum tilfellum myndast mjólk í brjóstunum, sæðisframleiðsla minnkar, eistu minnka, kynlöngun eykst á meðan lyf er tekið, kynlöngun minnkar þegar dregið er úr notkun lyfsins eða henni hætt, þvaglátsvandamál gera vart við sig og eigin framleiðsla testósteróns minnkar. Líkamleg einkenni hjá konum eru óreglulegar tíðablæðingar, stækkun á sníp, aukin kynlöngun, aukinn skeggvöxtur, skallamyndun, brjóstin minnka, rödd dýpkar (líkt og mútur), ófrjósemi og hætta á fósturskaða við þungun. Fréttaskýringar Mál Jóns stóra Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Steraneysla Íslendinga virðist hafa aukist til muna undanfarin ár og leitast stjórnvöld við að koma böndum á þetta heilsufarsvandamál. Hafa yfirvöld orðið þess áskynja að ofbeldismál eru tíðari þar sem grunur er um steranotkun gerandans. Lögreglan hefur farið fram á að leitað verði leiða til að sporna við aukinni neyslu vefjaaukandi efna, stera, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur þeim skiptum fjölgað sem lagt er hald á slík efni og magnið er meira en áður. Embætti tollstjóra hefur einnig farið fram á að eitthvað verði að gert og sama á við um Lyfjaeftirlitsnefnd Íþróttasambands Íslands. Embætti landlæknis fylgist grannt með ávísunum lækna á testósterón sem fjölgaði um 80 prósent hér á landi á árunum 2005 til 2015. Tvöfalt meira er ávísað af testósteróni á Íslandi en í nágrannalöndunum. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum eftir ákall frá tollstjóra, lögreglu og lyfjanefnd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna aukins innflutnings. Engin lög eru í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera. Er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Fyrir liggur að gera lyfjaeftirlit ÍSÍ að sjálfstæðri stofnun sem mun leiða til þess að stofnunin getur gert samninga við líkamsræktarstöðvar um lyfjaprófun á þeim sem þær stunda. Það myndi gefa stöðvunum kost á að auglýsa sig sem hreinar stöðvar sem hefur gefið ágæta raun í nágrannalöndum. Steraneysla er síður en svo bundin við afreksíþróttafólk, hún er á öllum stigum hreyfingar, alveg niður í bumbubolta, og er grunur um að hún sé hvað mest hjá þeim sem teljast til áhugamanna. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.Vísir/Valgarður Saksóknari vill rannsókn á steraneyslu Þegar lögreglan rannsakar ofbeldisbrot er ekki sérstaklega kannað hvort þeir sem grunaðir eru um brotin hafi notað stera og því ekki hægt að segja til um tíðni þessara mála hjá lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir hins vegar að þeir sem fari með rannsókn slíkra mála verði varir við fjölgun þeirra tilvika þar sem sterkur grunur er um steraneyslu gerandans. Henni þykir ástæða til að rannsaka hvort þeir sem grunaðir eru um ofbeldisbrot séu að nota stera, en tengsl eru á milli aukinnar árásargirni og steranotkunar. „Við erum að sjá þetta í fleiri málum, þá sérstaklega alvarlegum ofbeldismálum í nánum samböndum. Það eru sterkar vísbendingar um steranotkun gerenda og þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Það er ástæða til að fara ofan í þessi mál og rannsaka sérstaklega hvort þeir sem fremja þessi alvarlegu brot séu að nota stera." Upplýsingar um haldlagningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sterum undanfarin ár.LRH Merkja viðhorfsbreytingu hér á landi Skúli Skúlason, fyrrverandi formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segist hafa tekið eftir viðhorfsbreytingu gagnvart vefaukandi sterum á undanförnum árum. „Ég hef tekið eftir því á síðustu fimm árum að viðhorfið gagnvart þessum efnum hefur breyst þó nokkuð. Á einhvern hátt hefur þetta breyst úr því að menn tali ekki um þetta í það jafnvel að þú heyrir menn tala um hvað þeir eru að nota í búningsklefa í líkamsræktinni og að þetta sé allt í lagi og hægt að gera þetta á ábyrgan hátt án þess að verða fyrir einhverjum aukaverkunum eða valda sér einhverjum skaða,“ segir Skúli Skúlason, fyrrverandi formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Á Netinu er að finna aragrúa af misvísandi upplýsingum sem gætu átt sinn þátt í viðhorfsbreytingu til stera í samfélaginu en Skúli segir sterasölumenn búa yfir góðum söluræðum. Þegar farið sé með slíka tölu fyrir framan þá sem eru óöruggir með sig og finna fyrir þrýstingi um að uppfylla ákveðna ímynd um sterklegan vöxt, þá sé voðinn vís. Grátbað mömmu um stera Skúli segist hafa heyrt af fimmtán ára pilti sem sagði móður sinni að hann vildi fara á stera. Vinirnir væru allir byrjaðir á þeim og hann gæti ekki verið eftirbátur þeirra. Mamman sagði að pilturinn mætti fara á stera ef hann fengi grænt ljós frá lækni. Skúli Skúlason fyrrverandi formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Í tímanum hjá lækninum sagði pilturinn frá því að allir vinir hans væru byrjaðir að lyfta og hefðu fengið fagrar sögur frá sterasölumanninum um notkun stera en ekkert talað um aukaverkanir eða þær afleiðingar sem slík notkun getur haft til lengri tíma. Í stuttu máli gekk drengurinn út frá lækninum steralaus. „Ég er búinn að taka þessa umræðu við fullt af ungum guttum,“ segir Skúli. „Þeir halda að ef þú stjórnar inntökunni rétt þá getir þú sloppið við aukaverkanirnar. Vandamálið við anabólíska stera er að það er ekkert gefið að þú finnir fyrir alvarlegustu aukaverkununum á meðan þú ert að taka efnið,“ segir Skúli og nefnir þar til sögunnar hjarta- og æðasjúkdóma til dæmis sem falla undir langtímaaukaverkanir. „Þær koma kannski ekkert fram fyrr en tíu árum eftir að þú varst að nota efnið. Hins vegar allar svona örari breytingar eins og brjóstamyndun, skapgerðarbreytingar og þunglyndi, þær geta komið miklu fyrr og oft í tengslum við þessa stóru skammta. Það er klárt mál að ef þú ætlar að taka anabólíska stera til að auka vöðvamassann mikið er ekki fræðilegur möguleiki að það sé hægt án þess að auka líkur á öllum aukaverkunum,“ segir Skúli. Klínískar rannsóknir vandmeðfarnar Talað hefur verið um að steranotkun auki líkur á krabbameini til muna en Skúli segir að það hafi reynst erfitt að gera klíníska rannsóknir til að tengja steranotkun við krabbamein því að engin vísindasiðanefnd í neinu landi mundi heimila slíka rannsókn. „Því að líkurnar á aukinni tíðni krabbameina á meðal þátttakenda eru verulegar,“ segir Skúli. Hann bendir á að gerðar hafi verið afturvirkar rannsóknir á sterum þar sem heilsufar steranotenda var skoðað. Reiknað var út hverjar voru líkurnar og algengi á krabbameini í þeim hópi miðað við það sem getur talist hefðbundið. „Og það er komið í ljós að það er aukning á flestum tegundum krabbameina,“ segir Skúli. Frá Ólympíuleikunum í Seúl árið 1988.Vísir/Getty Gæti haft áhrif á afkomendur notenda Hann segir langtímaáhrif steranotkunar ekki endilega hafa öll komið fram. Anabólískir sterar í lækningaskyni voru fyrst kynntir til sögunnar á fjórða áratug síðustu aldar og var því lengi vel ekki vitað um skaðlegu áhrifin. Skúli nefnir til dæmis rannsóknir á austurþýskum íþróttamönnum sem voru skipulega settir á sterakúra frá 12 til 13 ára aldri. Upp rann mikið gullaldartímabil á árunum 1968 til 1988 sem skilaði meira en fimm hundruð verðlaunapeningum á sumar- og vetrarólympíuleikum. Eftir standa hins vegar skaddaðir einstaklingar. Komið hefur fram mikil aukning á líkum á krabbameini í þessum hópi, mikið þunglyndi, hjartasjúkdómar, hrörnun á beinum og ófrjósemi. Þá var einnig aukning þegar kom að vansköpun og andlegum kvillum hjá börnum þeirra. „Það er eitt sem er mjög erfitt að skoða en steranotkun er tiltölulega ungt fyrirbæri og við erum fyrst að fara að sjá afleiðingar á næstu kynslóð. Það eru margir sem segja að þetta sé þeirra líkami og að þeir ráði hvað þeir geri við hann, en það þarf ekki endilega að vera. Þetta getur haft veruleg áhrif á afkomendur þína ef þú ert í mikilli notkun,“ segir Skúli. Eitt er einnig á hreinu að vefaukandi sterar stækka ekki bara vöðvafrumur. Ef einhver er með virkar krabbameinsfrumur þá munu vefaukandi sterarnir hafa hvetjandi áhrif á krabbameinið. „Þá mun það líklega hraða sér í slíkum aðstæðum.“ Eins og tungl í fyllingu Hann segir að það sé ekki svo að hann sem sérfræðingur geti horft yfir hóp manna og séð einfaldlega á þeim hverjir eru á sterum og hverjir ekki, hins vegar séu ákveðnar vísbendingar. „Ef ég ætti kost á því að fylgjast með einhverjum mönnum í ákveðinn tíma þá gæti maður sagt af eða á með ágætis líkum en það eru alltaf ákveðin einkenni. Ef menn eru komnir vel yfir kynþroskaskeiðið en eru enn þá alveg á fullu í bóluvextinum og bólugrafnir á öxlum og baki gefur það ákveðna vísbendingu með öðrum einkennum,“ segir Skúli. „Húðliturinn getur einnig breyst þegar menn eru á sterakúr. Sumir verða eins og tungl í fyllingu. Verða rosalega rauðir í andliti, jafnvel fjólubláir, við minnstu áreynslu. Hárlosið er eitt af því sem einkennir langvarandi stórnotkun. Skallamyndun byrjar mjög snemma hjá slíkum einstaklingum. Það er alveg hellingur af einkennum sem er hægt að leggja saman,“ segir Skúli. Einnig gefur vöðvastærð manna ákveðna vísbendingu, því sumir geta einfaldlega ekki náð ákveðnum vöðvavexti frá náttúrunnar hendi. Augljóst er að þeir eru á sterum. „Það eru þessi tröll sem við sjáum úti í heimi, menn ná einfaldlega aldrei þannig stærð án utanaðkomandi efna. Við eigum reyndar nokkur slík tröll hér heima sem hefðu ekki náð þessari stærð án þess að fá utanaðkomandi hjálp,“ segir Skúli. Steraneysla var mikið tabú þegar Jón Páll Sigmarsson var á lífi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ekki langlífustu Íslendingarnir Hann heldur því miður að slíkir menn verði ekki þeir langlífustu sem Íslendingar hafa átt og nefnir sem dæmi Jón Pál heitinn Sigmarsson. „Jón Páll fór mjög langt fyrir aldur fram og enginn efast um hver er ástæðan var fyrir því,“ segir Skúli en Jón Páll var aðeins 32 ára þegar hann lést árið 1993. Árið 2013 kom út ævisaga Jóns Páls sem Sölvi Tryggvason ritaði. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Sölvi frá því að á meðan Jón Páll var á lífi var steraneysla mikið tabú og miklu minna vitað um hana en í dag. Í bókinni kom fram að Jón Páll hefði rætt steranotkun sína og slæma heilsu við vini sína. Þar segir einnig að Jón hafi gert sér grein fyrir að hann ætti ekki langt eftir. Hann fór til að mynda til læknis í Bandaríkjunum því hann vildi ekki fara til læknis hér á landi af ótta við að steraneyslan og bág heilsa hans spyrðist út. Hjá lækninum í Bandaríkjunum fékk hann þær upplýsingar að hjartað í honum væri eins og í níræðum manni. Undir þrýstingi að verða sterkir og stórir Skúli segir steranotkun á meðal Íslendinga mun algengari en fólk geri sér grein fyrir. Hægt sé að sjá augljós dæmi um það í líkamsræktarstöðvum þar sem menn stækka svakalega á skömmum tíma. Neysla vefaukandi stera er mun algengari hjá strákum en stúlkum að sögn Skúla og hann segir að það megi meðal annars rekja til útlitsþrýstings sem strákarnir upplifa. „Stelpurnar finna mögulega fyrir þrýstingi um að vera grannar og fínar en hjá strákunum er þetta allt að því sem menn eru farnir að kalla í dag öfuga anorexíu. Strákarnir nota stera og stækka mikið en sjá sig sem einhverja rindla í speglinum.“ Getur valdið mikilli andlegri vanlíðan Steranotkun getur haft mikil áhrif á andlegt ástand manna og nefnir Skúli sem dæmi viðtal sem DV tók við Jón Hilmar Hallgrímsson heitinn en hann var betur þekktur undir viðurnefninu Jón stóri. Jón varð bráðkvaddur í júní árið 2013, þá aðeins 34 ára gamall. Tveimur árum áður hafði hann lýst steraneyslu sinni við DV en þá sagðist hann hafa notað stera frá því hann var 17 ára gamall. Hann sagðist oft hafa reynt að hætta á sterum en þá varð hann svo heltekinn af þunglyndi að hann byrjaði alltaf aftur. Jón sagði mun auðveldara fyrir sig að hætta á fíkniefnum heldur en sterum. Lyfjaeftirlit er oft á tíðum skrefi á eftir þegar kemur að því að elta uppi þá sem sjá sér hag í því að svindla.Vísir/Getty Smáskammtameðferð gerir eftirlitinu erfitt fyrir Steraneyslan er alls ekki bundin við kraftasport. Skúli segir reynsluna af lyfjaeftirliti sýna að það sé engin íþróttagrein þar sem steranotkun finnst ekki og hún sé á öllum stigum íþrótta. „Þetta þrífst alveg frá afreksíþróttum niður í bumbubolta og alls staðar þar á milli.“ Hann segir lyfjaeftirlit oft á tíðum skrefi á eftir þegar kemur að því að elta uppi þá sem sjá sér hag í því að svindla. Reglulega komi fram ný efni til að misnota sem eru ekki greinanleg af eftirlitinu og tekur mögulega tvö til þrjú ár að ná í skottið á þeim. Við lyfjaeftirlit er ekki bara verið að greina sterana sjálfa heldur einnig áhrif þeirra í líkamanum. Þess vegna geri hin svokallað smáskammtameðferð (e. microdosing) lyfjaeftirlitsmönnum erfitt fyrir. „Vandamálið við smáskammtameðferðir er að þú þarft að ná viðkomandi á sama degi eða daginn eftir þegar þeir eru í smáskammtameðferð til að greina notkunina hjá þeim. Það er vegna þess að litlu skammtarnir hafa ekki sömu áhrif á þessi líkamlegu gildi sem annars eru skoðuð“ Með smáskammtameðferðinni reyna þeir sem hana stunda að ná upp líkamlegri virkni sem er nú þegar fyrir hendi hjá þeim og efla hana um leið. Hann segir hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans hafa stundað þessa aðferð þar sem jafnvel er notast við testósterónplástra eða gel og þarf ekki endilega að sprauta efninu í sig þegar þetta er gert. Er þetta þekkt aðferð í úthaldsíþróttum en þeir sem þetta gera vilja alls ekki auka vöðvamassa að sögn Skúla heldur vilja þeir eiga möguleika á að geta æft lengi undir miklu álagi dag eftir dag. Það er ekki á færi venjulegrar manneskju að gera það marga daga vikunnar án þess að fá hvíld inn á milli. „Það er enginn líkami sem þolir slíkt álag til lengdar án þess að fá utanaðkomandi hjálp. Menn geta reynt að bæta líkamanum upp allt næringartap og flýta fyrir endurheimt með ýmsum aðferðum en á endanum kemur að því að líkaminn þarf hvíld til að jafna sig og byggja sig upp. Þú getur þjálfað þig upp í að æfa lengur og lengur með tímanum en það er alltaf eitthvert hámark á því. Fyrirhuguð lyfjaeftirlitsstofnun vill fá að lyfjaprófa gesti líkamsræktarstöðva.Vísir/Getty Vilja lyfjaprófa gesti líkamsræktarstöðva Uppi eru hugmyndir um að gera Lyfjaeftirlit ÍSÍ að sjálfstæðri stofnun og er sú vinna komin ansi langt. Er þetta ferli sem er farið að tíðkast víða um heim og hefur alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin WADA mælt með þessu fyrirkomulagi. Þá yrði lyfjaeftirlitið ekki lengur undir ÍSÍ heldur sjálfstæð stofnun sem ekki yrði tengd íþróttastarfinu. Með því fyrirkomulagi gæti sjálfstæð lyfjaeftirlitsstofnun gert samninga við óháðar íþróttagreinar sem eru ekki keppnisgreinar á Ólympíuleikunum eða innan ÍSÍ. Sem dæmi um vinsæla íþrótt sem ekki er innan veggja ÍSÍ má nefna Crossfit sem reynt hefur að hreinsa af sér tengingu við steranotkun. Liður í því var að óska eftir aðstoð Lyfjaeftirlits ÍSÍ á Íslandsmótinu í nóvember þar sem keppendur gátu átt von á því að þurfa að gangast undir lyfjapróf. Svo fór að efstu tveir keppendurnir voru boðaðir í lyfjapróf en vildu hvorugir gangast undir það. Voru þeir bannaðir frá keppni og æfingum í Crossfitstöðvum í tvö ár en málið er einnig á borði dómstóls ÍSÍ þar sem þeir voru báðir skráðir í iðkendakerfi ÍSÍ þegar þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf. Neitun að gangast undir lyfjapróf þýðir fall á prófinu. Þá gæti slík stofnun einnig gert samning við líkamsræktarstöðvar og óháðar íþróttagreinar þess efnis að lyfjaeftirlitsstofnunin framkvæmi lyfjapróf á þeim sem eru korthafar. Yrði fyrirkomulagið þannig að korthafar skrifa undir skilmála þar sem þeir gefa samþykki fyrir því að gangast undir lyfjapróf ef svo ber undir. Mikið fall í líkamsræktarstöðvum í Danmörku Þetta fyrirkomulag tíðkast í Danmörku en árið 2014 féllu 152 af 343 sem voru boðaðir í lyfjapróf í líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sem féllu mældust annaðhvort með gildi sem sýndu fram á notkun vefaukandi stera eða neituðu einfaldlega að gangast undir prófið. Árið 2012 féllu 104 og 101 árið 2013. Í umfjöllun Metroexpress í Danmörku kom fram að þar í landi stundi 650 þúsund manns líkamsræktarstöðvar sem hafa gengist undir þessa skilmála danska lyfjaeftirlitsins. Korthafar líkamsræktarstöðva í Danmörku sem falla á lyfjaprófi eru settir í tveggja ára bann. Skilaboðin þar úti eru skýr, þeir sem nota vefaukandi stera eru ekki velkomnir í líkamsræktarstöðvar en stöðvarnar eru sagðar hafa hag af því að vera hreinar af sterum. Þannig geta þær auglýst sig sem „hreinar stöðvar“ og það sé eitthvað sem sé eftirsóknarvert í augum þeirra sem ekki nota stera. Ræktin staðurinn þar sem mesta notkunin þrífst Skúli segir það vera jákvætt skref ef líkamsræktarstöðvar hér á landi myndu gangast undir sömu skilmála og í Danmörku. „Þetta eru staðirnir þar sem mesta notkunin á vefaukandi efnum þrífst. Það er á líkamsræktarstöðvunum. Það er enginn að segja að líkamsræktarstöðvarnar séu að sækjast eftir þessu. En því miður er þetta þar því að það er ekki eftirlit og ekki skipulagðar forvarnir á líkamsræktarstöðvum. Sumir hafa sett inn í skilmála sína að þetta sé óæskilegt og ef upp komist sé hægt að vísa mönnum frá. En þetta er ekki mjög virkt og enginn að fylgjast með því eða að framkvæma próf “ segir Skúli. Í janúar árið 2015 var greint frá því á Vísi að líkamsræktarstöðin Reebok Fitness áskildi sér rétt til að setja viðskiptavini sína í lyfjapróf. Þetta kemur fram í skilmálunum sem þeir sem kaupa sér aðgang að stöðinni skrifa undir. Þar segir að prófið sé framkvæmt samkvæmt reglum og stöðlum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og að tekið sé mið af bannlista WADA. World Class er einnig með slíkt ákvæði í sínum skilmálum. Verði einhver uppvís að notkun eða vörslu ólöglegra efna þar verður viðkomandi skilyrðislaust rekinn frá stöðinni. Ef sala eða dreifing á ólöglegum efnum fer fram innan veggja World Class verður málinu umsvifalaust vísað til lögreglu. Skúli segir að í Danmörku séu um 80 til 90 prósent stöðva með skilmála um lyfjapróf. Þessi breyting hafi valdið deilum í upphafi og margir haldið því fram að þetta myndi minnka aðsókn í stöðvarnar því að mörgum þætti þetta innrás í einkalíf sitt. Það sem gerðist var hins vegar þveröfugt. „Meirihluti þeirra sem stunda þessar stöðvar eru ekki að nota þessi efni og er meinilla við að hafa 150 kílóa tröll við hliðina á sér sem lætur kannski 40 kílóa handlóð detta á gólfið eftir notkun.“ Ekki handahófskennd próf Hann segir að stöðvarnar sendi heldur ekki fólk í lyfjapróf nema sterkar vísbendingar séu um misnotkun. Það sé hugað vel að valinu þegar boðað er í lyfjapróf. „Prófin eru dýr þannig að þú velur mjög vandlega hverjir fara í það og með það í huga að grisja,“ segir Skúli og segir það til að mynda ástæðuna fyrir því hvers vegna svo hátt hlutfall þeirra, sem voru boðaðir í lyfjapróf í Danmörku, féll. „Sem segir okkur að þeir vita nákvæmlega hverjir eru að nota og þeir eru nokkuð vissir um að grípa þá.“ Langt frá því að vera einkamál notandans Hann segir steranotkun alls ekki einkamál þeirra sem það gera. „Í mínum huga er þetta ekki einkamál notandans. Þetta á eftir að verða meira samfélagsvandamál heldur en hingað til því álagið verður meira á heilbrigðiskerfið vegna aukaverkana sem munu hrjá þessa neytendur til frambúðar. Þetta er heldur ekki einkamál neytandans að því leyti að vísbendingar eru nú þegar komnar fram um að þeir geta valdið ófæddum afkomendum sínum ýmsum vanda með steraneyslu sinni. Það vill enginn gera það og ætlar sér enginn að gera slíkt, en þær upplýsingar hafa bara ekki legið frammi og það þarf að styðja þær miklu betur til að hægt sé að fullyrða almennilega um það, en vísbendingarnar eru þarna nokkuð sterkar.“ Steranotkun hefur tvöfaldast hjá körlum Í fyrra birtist grein í Læknablaðinu frá Embætti landlæknis þar sem sagt var frá því að á undanförnum árum hefði fjölgað mikið ávísunum á lyf sem innihalda testósterón. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er fjöldi þeirra, sem fá testósterón ávísað hér á landi, margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar og á það bæði við um karla og konur. Þar kemur fram að fjöldi karla, sem fengu lyfin ávísuð, hefur aukist um 80 prósent frá 2005 til 2015 en konum fækkaði lítillega. Er testósterónlyfjum ávísað þegar einstaklingar eru greindir með kynkirtlavanseytingu sem verður þegar framleiðsla testósteróns er of lítil. Embættið segir eðlilegt að framleiðsla testósteróns minnki með hækkandi aldri en sú minnkun er eðlileg og fellur ekki undir kynkirtlavanseytingu. Embættið segir erfitt að átta sig á algengi þessa ástands og því ekki hægt að segja til um hvort ávísun á testósterón vegna kynkirtlavanseytingar sé umfram það sem eðlilegt geti talist. Hér fyrir neðan má sjá fjölda þeirra sem hafa fengið testósterón ávísað á árunum 2005 til 2015: Ekki hægt að útiloka hlut íþróttamanna í aukningunni Í greininni kom fram að þessi mikla og vaxandi notkun testósteróns á Íslandi hljóti að vekja ýmsar spurningar, en hún er margfalt meiri en í Danmörku og Noregi. Bendir embættið á að sú staðreynd blasi við að notkun testósteróns hafi tvöfaldast á undanförnum tíu árum hjá körlum en hafi að mestu staðið í stað hjá konum. „Töluvert er um að vaxtarræktarmenn og sumir aðrir íþróttamenn misnoti testósterón en lyfið er á bannlista hjá íþróttahreyfingunni. Ekki er hægt að útiloka að hluti aukningarinnar sé til kominn vegna ásóknar þessara hópa í lyfin,“ segir í greininni. Hér á landi eru á markaði tvö sérlyf sem innihalda testósterón, Nebido-stungulyf til sprautunar í vöðva og Testogel-hlaup til að bera á húð. Þá telur embættið annan og sennilega nærtækari möguleika að aukningin og hin mikla notkun hér á landi sé vegna vangreiningar á testósterónskorti á árum áður eða ofgreiningar á síðari árum. Í samtali við Vísi segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, að embættið fylgist vel með ávísunum lækna á testósterón og hvort greiningar þeirra séu réttar og réttlæti að sjúklingar þeirra fái testósterón-lyf ávísað. Embættið hefur fengið svör frá læknum sem hafa ekki fært nógu góð rök fyrir því að ávísa slíkum lyfjum. Lækninum sé bent á það og svo sé fylgst með því hvort eitthvað breytist varðandi vinnubrögð hans. Notkun testósteróns á Íslandi er margfalt meiri en í Danmörku og Noregi, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu sem unnin er úr tölum frá embætti Landlæknis. Margþættar aukaverkanir Líkt og áður hefur komið fram í þessari grein hljótast ýmsar aukaverkanir af steranotkun. Aukaverkanir hjá báðum kynjum geta verið hjarta- og æðasjúkdómar, lifrarbilun, hárlos og skalli, bólur, rifin húð, hrukkur, aukin þyngd og vökvaaukning í líkamanum, sina- og vöðvaskaðar (sinafestingar rifna og vöðvar rifna), aukin hætta á hjartaáfalli, minnkaður vöxtur hjá börnum og unglingum, blóð í þvagi, óreglulegur hjartsláttur, höfuðverkur og ófrjósemi. Hjá körlum geta brjóst stækkað, í einhverjum tilfellum myndast mjólk í brjóstunum, sæðisframleiðsla minnkar, eistu minnka, kynlöngun eykst á meðan lyf er tekið, kynlöngun minnkar þegar dregið er úr notkun lyfsins eða henni hætt, þvaglátsvandamál gera vart við sig og eigin framleiðsla testósteróns minnkar. Líkamleg einkenni hjá konum eru óreglulegar tíðablæðingar, stækkun á sníp, aukin kynlöngun, aukinn skeggvöxtur, skallamyndun, brjóstin minnka, rödd dýpkar (líkt og mútur), ófrjósemi og hætta á fósturskaða við þungun.