Vilja banna fjallajeppa í miðbænum Benedikt Bóas skrifar 29. apríl 2017 07:00 Bannið gildi fyrir stærri og minni hópbifreiðar með ferðamenn og sérútbúnar jeppabifreiðar með yfir 36” dekk. Svona bílar myndu því hverfa úr miðborginni. vísir/eyþór Jeppabifreiðum sem hefur verið breytt til að aka með ferðamenn um jökla og fáfarnar slóðir og eru með stærri en 36 tommu dekk verður bannað að aka á ákveðnum svæðum í miðborginni gangi tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar eftir. Við þetta eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum jeppum mjög ósátt. FETAR, Félag eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum ferðaþjónustubifreiðum, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem sem fyrirhuguð boð og bönn eru hörmuð.„Fullkomið sinnuleysi hefur ríkt hjá borgaryfirvöldum hvað samgöngumál ferðamanna varðar. Ljóst er að lítilli gestrisni er fyrir að fara hjá borgaryfirvöldum hvað þetta varðar, svo lítilli að í raun stappar nærri tillitsleysi og dónaskap,“ segir meðal annars. Samtökin segja að tillagan haldi ekki vatni í nokkru samhengi. „Jafnframt má benda meðlimum stýrihópsins á að 36" dekk sjást varla á nokkrum jeppabifreiðum í dag, sérstaklega ekki á jeppabifreiðum í farþegaflutningum. Ólíklegt er að sú dekkjastærð eigi við í því tilviki þar sem verið er að fjalla um akstur með ferðamenn, og því virðist sem stýrihópurinn hafi freistast til að teygja sig lengra en erindi hans nær hvað þetta varðar.“ Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, skipar hópinn og segir að búið sé að vinna mjög vel með hagsmunaaðilum og íbúasamtökum. „Í þeim tillögum sem verða lagðar fram í næstu viku er gert ráð fyrir meiri takmörkunum en nú eru þegar í gildi um mjög stóra og breytta jeppa. Þá mun bannið gilda fyrir þá bíla sem eru stækkaðir fyrir ferðamennsku en ekki þá sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Jeppabifreiðum sem hefur verið breytt til að aka með ferðamenn um jökla og fáfarnar slóðir og eru með stærri en 36 tommu dekk verður bannað að aka á ákveðnum svæðum í miðborginni gangi tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar eftir. Við þetta eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum jeppum mjög ósátt. FETAR, Félag eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum ferðaþjónustubifreiðum, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem sem fyrirhuguð boð og bönn eru hörmuð.„Fullkomið sinnuleysi hefur ríkt hjá borgaryfirvöldum hvað samgöngumál ferðamanna varðar. Ljóst er að lítilli gestrisni er fyrir að fara hjá borgaryfirvöldum hvað þetta varðar, svo lítilli að í raun stappar nærri tillitsleysi og dónaskap,“ segir meðal annars. Samtökin segja að tillagan haldi ekki vatni í nokkru samhengi. „Jafnframt má benda meðlimum stýrihópsins á að 36" dekk sjást varla á nokkrum jeppabifreiðum í dag, sérstaklega ekki á jeppabifreiðum í farþegaflutningum. Ólíklegt er að sú dekkjastærð eigi við í því tilviki þar sem verið er að fjalla um akstur með ferðamenn, og því virðist sem stýrihópurinn hafi freistast til að teygja sig lengra en erindi hans nær hvað þetta varðar.“ Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, skipar hópinn og segir að búið sé að vinna mjög vel með hagsmunaaðilum og íbúasamtökum. „Í þeim tillögum sem verða lagðar fram í næstu viku er gert ráð fyrir meiri takmörkunum en nú eru þegar í gildi um mjög stóra og breytta jeppa. Þá mun bannið gilda fyrir þá bíla sem eru stækkaðir fyrir ferðamennsku en ekki þá sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira