Stafræn íslenska fær átta milljóna setninga stuðning Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2017 13:47 Brynju Baldursdóttir framkvæmdastjóra Creditinfo og Steinþór Steingrímsson Vísir/Anton Brink Creditinfo afhenti í dag Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gögn til uppbyggingar stafrænnar íslensku. Um er að ræða tæplega 8 milljónir setninga frá talaðri og ritaðri íslensku sem verður undirstaðan í stafrænum textagrunni sem Árnastofnun er að setja á laggirnar til stuðnings við stafrænar tæknilausnir. Þróun og notkun snjalltækja sem taka við skipunum á mæltu máli er hröð og því er mikilvægt að hægt sé að eiga samtal við tækin á íslenskri tungu. Stafræni gagnagrunnur Árnastofnunar hefur fengið heitið Risamálheild en málheildir fela í sér upplýsingar um það hvernig tiltekið tungumál gefur vísbendingar um orðaforða, málfræði og setningagerð. Jafnframt gegna þær veigamiklu hlutverki í uppbyggingu máltæknibúnaðar og þýðingarforrita sem eru grundvöllur þess að hægt sé að þróa tæknilausnir líkt og mállíkön sem eru notuð við talgreiningu og talgervingu sem byggja á íslensku. Framtíð íslenskunnar byggir meðal annars á því að hún sé gjaldgeng á sviði upplýsingatækninnar og er það meginástæða fyrir stofnun og rekstri Risamálheildarinnar. Mikil vinna er framundan við uppsetningu stafræna textagrunnsins enda fyrirhugað að Risamálheildin geymi allt að eitt þúsund milljónir orða sem verða aðgengileg til leitar ásamt því sem þau verða aðgengileg á xml-sniði til nota í máltækniverkefnum. „Risamálheildin mun byggja á safni af opinberum textum og gögnin sem Creditinfo hefur afhent Árnastofnun eru umfangsmikil og fjölbreytileg. Vonandi mun það auðvelda stofnuninni að setja Risamálheildina á laggirnar enda mikilvægt fyrir Íslendinga að geta þróað tæknilausnir á íslensku,“ segir Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo. „Stafræn gögn, textar og hljóðupptökur, eru forsenda fyrir þróun alls máltæknibúnaðar fyrir íslensku. Gögnin eru notuð til að afla nákvæmra upplýsinga um íslenskt mál og notkun þess, tíðni orða og orðasambanda, beygingar, setningagerð o.s.frv. Gögnin frá Creditinfo eru mjög mikilvæg vegna þess að þau hafa að geyma nýja og nýlega texta af ýmsu tagi sem gefa góða mynd af því hvernig íslenskt ritmál er um þessar mundir,“ segir Steinþór Steingrímsson hjá Árnastofnun. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Amazon vill fá íslenskan málfræðing til starfa Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. 27. mars 2017 11:18 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Creditinfo afhenti í dag Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gögn til uppbyggingar stafrænnar íslensku. Um er að ræða tæplega 8 milljónir setninga frá talaðri og ritaðri íslensku sem verður undirstaðan í stafrænum textagrunni sem Árnastofnun er að setja á laggirnar til stuðnings við stafrænar tæknilausnir. Þróun og notkun snjalltækja sem taka við skipunum á mæltu máli er hröð og því er mikilvægt að hægt sé að eiga samtal við tækin á íslenskri tungu. Stafræni gagnagrunnur Árnastofnunar hefur fengið heitið Risamálheild en málheildir fela í sér upplýsingar um það hvernig tiltekið tungumál gefur vísbendingar um orðaforða, málfræði og setningagerð. Jafnframt gegna þær veigamiklu hlutverki í uppbyggingu máltæknibúnaðar og þýðingarforrita sem eru grundvöllur þess að hægt sé að þróa tæknilausnir líkt og mállíkön sem eru notuð við talgreiningu og talgervingu sem byggja á íslensku. Framtíð íslenskunnar byggir meðal annars á því að hún sé gjaldgeng á sviði upplýsingatækninnar og er það meginástæða fyrir stofnun og rekstri Risamálheildarinnar. Mikil vinna er framundan við uppsetningu stafræna textagrunnsins enda fyrirhugað að Risamálheildin geymi allt að eitt þúsund milljónir orða sem verða aðgengileg til leitar ásamt því sem þau verða aðgengileg á xml-sniði til nota í máltækniverkefnum. „Risamálheildin mun byggja á safni af opinberum textum og gögnin sem Creditinfo hefur afhent Árnastofnun eru umfangsmikil og fjölbreytileg. Vonandi mun það auðvelda stofnuninni að setja Risamálheildina á laggirnar enda mikilvægt fyrir Íslendinga að geta þróað tæknilausnir á íslensku,“ segir Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo. „Stafræn gögn, textar og hljóðupptökur, eru forsenda fyrir þróun alls máltæknibúnaðar fyrir íslensku. Gögnin eru notuð til að afla nákvæmra upplýsinga um íslenskt mál og notkun þess, tíðni orða og orðasambanda, beygingar, setningagerð o.s.frv. Gögnin frá Creditinfo eru mjög mikilvæg vegna þess að þau hafa að geyma nýja og nýlega texta af ýmsu tagi sem gefa góða mynd af því hvernig íslenskt ritmál er um þessar mundir,“ segir Steinþór Steingrímsson hjá Árnastofnun.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Amazon vill fá íslenskan málfræðing til starfa Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. 27. mars 2017 11:18 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00
Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02
Amazon vill fá íslenskan málfræðing til starfa Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. 27. mars 2017 11:18
Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30