„Best að skola hana með garðslöngunni ef hún er skítug“ Ritstjórn skrifar 27. apríl 2017 10:45 Nýjasta taska Balenciaga tískuhússins hefur vakið mikla athygli, en hún þykir líkast mikið bláa Ikea pokanum sem viðskiptavinir sænsku verslanakeðjunnar út um allan heim þekkja svo vel. Glamour skrifaði einmitt um líkindin og má lesa um það hér en nú hefur IKEA komið með fullkomið svar á hönnunarstuldinum með auglýsingu þar sem viðskiptavinir eru minntir á hvernig ber að þekkja ekta vöruna, sem er nokkrum hundraðþúsund köllum ódýrari en eftirlíkingin. Frakta töskurnar voru upprunalega hannaðar af systkinunum Marianne og Knut Hagberg og eru gerðar úr svo sterku efni að þær eiga að geta borið múrsteina jafnt og föt. „Við erum upp með okkur að vera innblástur fyrir tískupallana og nýjustu hönnun Balenciaga, “segir sölustjóri IKEA í Bretlandi við Dezeen.com. “Frakta taskan er ein af okkar vinsælustu vörum sem nú þegar margir eiga - en núna er svo sannarlega hægt að fá hönnunarlúkkið fyrir minni pening.“ Demna Gvasalia, yfirhönnuður og listrænn stjórnandi Balenciaga hefur tekið merkið í nýjar áttir undanfarið og þetta kemur því ekki á óvart. Hann er einnig stofnandi og hönnuður franska fatamerksins Vetements, þar sem til dæmis venjulegur gulur stuttermabolur með DHL lógóinu var heitasta flík síðasta árs eftir að hann gerði það að sínu á tískupöllunum. Nú er bara að hoppa í Ikea og næla sér í ódýra og góða hönnun sem smellpassar við trend sumarsins. Glamour Tíska Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour Bleikur dregill á frumsýningu Bridget Jones Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour
Nýjasta taska Balenciaga tískuhússins hefur vakið mikla athygli, en hún þykir líkast mikið bláa Ikea pokanum sem viðskiptavinir sænsku verslanakeðjunnar út um allan heim þekkja svo vel. Glamour skrifaði einmitt um líkindin og má lesa um það hér en nú hefur IKEA komið með fullkomið svar á hönnunarstuldinum með auglýsingu þar sem viðskiptavinir eru minntir á hvernig ber að þekkja ekta vöruna, sem er nokkrum hundraðþúsund köllum ódýrari en eftirlíkingin. Frakta töskurnar voru upprunalega hannaðar af systkinunum Marianne og Knut Hagberg og eru gerðar úr svo sterku efni að þær eiga að geta borið múrsteina jafnt og föt. „Við erum upp með okkur að vera innblástur fyrir tískupallana og nýjustu hönnun Balenciaga, “segir sölustjóri IKEA í Bretlandi við Dezeen.com. “Frakta taskan er ein af okkar vinsælustu vörum sem nú þegar margir eiga - en núna er svo sannarlega hægt að fá hönnunarlúkkið fyrir minni pening.“ Demna Gvasalia, yfirhönnuður og listrænn stjórnandi Balenciaga hefur tekið merkið í nýjar áttir undanfarið og þetta kemur því ekki á óvart. Hann er einnig stofnandi og hönnuður franska fatamerksins Vetements, þar sem til dæmis venjulegur gulur stuttermabolur með DHL lógóinu var heitasta flík síðasta árs eftir að hann gerði það að sínu á tískupöllunum. Nú er bara að hoppa í Ikea og næla sér í ódýra og góða hönnun sem smellpassar við trend sumarsins.
Glamour Tíska Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour Bleikur dregill á frumsýningu Bridget Jones Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour