Minntist eiginmanns síns: „Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2017 15:03 Etienne Cardiles ræddi ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Vísir/AFP „Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier, þar sem það væri ekki líkt þér,“ sagði Etienne Cardiles, eiginmaður lögreglumannsins Xavier Jugelé, sem var skotinn til bana á Champs-Élysées í síðustu viku, við sérstaka minningarathöfn um Jugelé í París í gær. Í hjartnæmri ræðu sagði Cardiles að þegar fyrstu fréttir bárust um að lögreglumanni hafi verið ráðinn bani á Champs-Élysées hafi lítil rödd innra með honum sagt að um Xavier væri að ræða. Cardiles sagðist ekki finna fyrir hatri og gerði hann orð Antoine Leiris þar að sínum, en eiginkona Leiris var ein þeirra sem lét lífið inni á tónleikastaðnum Bataclan í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015. Jugelé hafði einmitt verið á vakt nálægt Bataclan þegar sú árás átti sér stað. „Þetta hatur, Xavier, ég ber það ekki í brjósti þar sem það er ekki það sem þú myndir finna. Þar sem það myndi stangast á við allt sem fékk hjarta þitt til að slá og ástæður þess að þú gekkst til liðs við lögregluna,“ sagði Cardiles og bætti við að það hafi verið sannfæring Xavier að aðstoða og vernda aðra. Jugelé barðist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og fór tvívegis til Grikklands til að starfa sem sjálfboðaliði við að aðstoða flóttafólk. Cardiles ræddi einnig ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Rifjaði hann upp þegar Jugelé spilaði lög Britney Spears í botni og varði heilu dögunum í kvikmyndahúsum til að æfa sig í ensku. „Þú lifðir eins og stjarna, þú kveður eins og stjarna,“ sagði Cardiles. Sjá má brot úr ræðunni að neðan. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
„Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier, þar sem það væri ekki líkt þér,“ sagði Etienne Cardiles, eiginmaður lögreglumannsins Xavier Jugelé, sem var skotinn til bana á Champs-Élysées í síðustu viku, við sérstaka minningarathöfn um Jugelé í París í gær. Í hjartnæmri ræðu sagði Cardiles að þegar fyrstu fréttir bárust um að lögreglumanni hafi verið ráðinn bani á Champs-Élysées hafi lítil rödd innra með honum sagt að um Xavier væri að ræða. Cardiles sagðist ekki finna fyrir hatri og gerði hann orð Antoine Leiris þar að sínum, en eiginkona Leiris var ein þeirra sem lét lífið inni á tónleikastaðnum Bataclan í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015. Jugelé hafði einmitt verið á vakt nálægt Bataclan þegar sú árás átti sér stað. „Þetta hatur, Xavier, ég ber það ekki í brjósti þar sem það er ekki það sem þú myndir finna. Þar sem það myndi stangast á við allt sem fékk hjarta þitt til að slá og ástæður þess að þú gekkst til liðs við lögregluna,“ sagði Cardiles og bætti við að það hafi verið sannfæring Xavier að aðstoða og vernda aðra. Jugelé barðist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og fór tvívegis til Grikklands til að starfa sem sjálfboðaliði við að aðstoða flóttafólk. Cardiles ræddi einnig ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Rifjaði hann upp þegar Jugelé spilaði lög Britney Spears í botni og varði heilu dögunum í kvikmyndahúsum til að æfa sig í ensku. „Þú lifðir eins og stjarna, þú kveður eins og stjarna,“ sagði Cardiles. Sjá má brot úr ræðunni að neðan.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21