Fangar komi vel fram við meintan morðingja Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. apríl 2017 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/GVA Afstaða, félag fanga, hélt nýverið fund í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem Thomas Möller Olsen, maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum, var aðalumfjöllunarefnið. Afstaða biðlaði á fundinum til annarra fanga að sýna Thomasi virðingu; ekki mætti koma fram við hann öðruvísi en við aðra fanga. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggis, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Guðmundur.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Á fundinum var tekið dæmi af öðrum fanga, sem er ákærður fyrir morð, en viðkomandi sé hluti af hópnum og ekki komið fram við hann öðruvísi en aðra fanga. Samkvæmt heimildum innan fangelsisins heldur Thomas sér nokkuð til hlés, nýtir ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og á ekki í samskiptum við aðra fanga, komist hann hjá því. Samkvæmt sömu heimildum situr Thomas á gangi ásamt einum öðrum fanga. Guðmundur, sem sjálfur afplánar á Kvíabryggju, segist vita til þess að Thomas hafi kosið að vera mikið einn. „En allir fangar þurfa að umgangast fólk eitthvað. Það þarf að versla og svo framvegis. Þú hittir alltaf eitthvað af fólki. Fangelsið er lítið samfélag og menn þurfa að búa saman.“ Fréttablaðið greindi frá því í janúar að afplánunarfangar á Litla-Hrauni hefðu fylgst afar náið með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Stemningin innan fangelsisins hefði bent til þess að ekki væri hægt að vista manninn þar. Mikillar reiði hefði gætt meðal íslensku fanganna á Litla-Hrauni. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekari deildaskiptingu og öðruvísi eftirlit. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hélt nýverið fund í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem Thomas Möller Olsen, maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum, var aðalumfjöllunarefnið. Afstaða biðlaði á fundinum til annarra fanga að sýna Thomasi virðingu; ekki mætti koma fram við hann öðruvísi en við aðra fanga. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggis, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Guðmundur.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Á fundinum var tekið dæmi af öðrum fanga, sem er ákærður fyrir morð, en viðkomandi sé hluti af hópnum og ekki komið fram við hann öðruvísi en aðra fanga. Samkvæmt heimildum innan fangelsisins heldur Thomas sér nokkuð til hlés, nýtir ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og á ekki í samskiptum við aðra fanga, komist hann hjá því. Samkvæmt sömu heimildum situr Thomas á gangi ásamt einum öðrum fanga. Guðmundur, sem sjálfur afplánar á Kvíabryggju, segist vita til þess að Thomas hafi kosið að vera mikið einn. „En allir fangar þurfa að umgangast fólk eitthvað. Það þarf að versla og svo framvegis. Þú hittir alltaf eitthvað af fólki. Fangelsið er lítið samfélag og menn þurfa að búa saman.“ Fréttablaðið greindi frá því í janúar að afplánunarfangar á Litla-Hrauni hefðu fylgst afar náið með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Stemningin innan fangelsisins hefði bent til þess að ekki væri hægt að vista manninn þar. Mikillar reiði hefði gætt meðal íslensku fanganna á Litla-Hrauni. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekari deildaskiptingu og öðruvísi eftirlit. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27
Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00