Strangari kröfur um merkingar gætu hækkað verð á hreinsiefnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 11:19 Félag atvinnurekenda telur að verð á hreinsiefnum muni hækka í verslunum hér á landi vegna strangari reglugerðar um merkingar. vísir/getty Strangari kröfur um merkingar á hreinsiefnum gætu hækkað verð þeirra í verslunum hér á landi en frá og með 1. júní næstkomandi þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, og eru markaðssettar hér á landi, að vera merktar á íslensku.Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda en fjöldinn allur af vörum fellur undir reglugerðina og meðal annars hreinsiefni á borð við uppþvottalög, gluggasprey og gólfsápu. Að því er fram kemur á vef FA mun þetta breytta regluverk leiða af sér „gífurlegt umstang og kostnað fyrir fyrirtæki sem nú þurfa að sérmerkja allar hreinsivörur með íslenskum merkingum, í stað einungis hluta þeirra áður. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér hjá aðildarfyrirtækjum geta þessar hertu kröfur leitt til þess að algeng hreinsiefni hækki í verði um að minnsta kosti 10-20%.“ Í desember síðastliðnum sendi FA erindi á umhverfis-og auðlindaráðuneytið vegna málsins og fundaði í framhaldinum með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Umhverfisstofnunar. „Þar var athygli vakin á afleiðingum fyrirhugaðra breytinga, þ.m.t. gríðarlegri kostnaðaraukningu íslenskra fyrirtækja sem getur lent á neytendum með hærra vöruverði. Einnig var bent á að í evrópsku reglugerðinni er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar en þar segir í 17. gr. sem hefur að geyma meginreglur um merkingu efna og efnablandna: The label shall be written in the official language(s) of the Member State(s) where the substance or mixture is placed on the market, unless the Member State(s) concerned provide(s) otherwise. Með öðrum orðum þurfa aðildarríkin ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á opinberu tungumáli sínu. FA gagnrýndi í erindi sínu að hvergi væri vikið að þessum möguleika í hinni íslensku reglugerð og skoraði á ráðuneytið að reglugerðin yrði tekin til endurskoðunar. Nauðsynlegt væri að taka tillit til smæðar hins innlenda markaðar við innleiðingu ESB-reglugerðarinnar og það svigrúm sem veitt er í reglugerðinni nýtt til þess að ekki séu lagðar óþarfa íþyngjandi kvaðir á innflytjendur með tilheyrandi kostnaði. Enn hefur ekki borist svar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við erindi FA,“ segir á vef FA en nánar má lesa um málið þar. Neytendur Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Strangari kröfur um merkingar á hreinsiefnum gætu hækkað verð þeirra í verslunum hér á landi en frá og með 1. júní næstkomandi þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, og eru markaðssettar hér á landi, að vera merktar á íslensku.Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda en fjöldinn allur af vörum fellur undir reglugerðina og meðal annars hreinsiefni á borð við uppþvottalög, gluggasprey og gólfsápu. Að því er fram kemur á vef FA mun þetta breytta regluverk leiða af sér „gífurlegt umstang og kostnað fyrir fyrirtæki sem nú þurfa að sérmerkja allar hreinsivörur með íslenskum merkingum, í stað einungis hluta þeirra áður. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér hjá aðildarfyrirtækjum geta þessar hertu kröfur leitt til þess að algeng hreinsiefni hækki í verði um að minnsta kosti 10-20%.“ Í desember síðastliðnum sendi FA erindi á umhverfis-og auðlindaráðuneytið vegna málsins og fundaði í framhaldinum með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Umhverfisstofnunar. „Þar var athygli vakin á afleiðingum fyrirhugaðra breytinga, þ.m.t. gríðarlegri kostnaðaraukningu íslenskra fyrirtækja sem getur lent á neytendum með hærra vöruverði. Einnig var bent á að í evrópsku reglugerðinni er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar en þar segir í 17. gr. sem hefur að geyma meginreglur um merkingu efna og efnablandna: The label shall be written in the official language(s) of the Member State(s) where the substance or mixture is placed on the market, unless the Member State(s) concerned provide(s) otherwise. Með öðrum orðum þurfa aðildarríkin ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á opinberu tungumáli sínu. FA gagnrýndi í erindi sínu að hvergi væri vikið að þessum möguleika í hinni íslensku reglugerð og skoraði á ráðuneytið að reglugerðin yrði tekin til endurskoðunar. Nauðsynlegt væri að taka tillit til smæðar hins innlenda markaðar við innleiðingu ESB-reglugerðarinnar og það svigrúm sem veitt er í reglugerðinni nýtt til þess að ekki séu lagðar óþarfa íþyngjandi kvaðir á innflytjendur með tilheyrandi kostnaði. Enn hefur ekki borist svar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við erindi FA,“ segir á vef FA en nánar má lesa um málið þar.
Neytendur Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira