Rafbílaeigendur í hópakstri Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2017 11:07 Rafmagnsbílarnir í hópakstrinum. Rafbílaeigendur tóku þátt í hópakstri í gær, sumardaginn fyrsta, frá Hyundai umboðinu í Kauptúni að höfuðstöðvum ON á Bæjarhálsi. Á þriðja tug rafbíla óku í bílalest frá Garðabænum upp í Árbæ. Við höfuðstöðvar ON var rafbílaeigendunum boðið í léttar veitingar og Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdarstjóri ON, hélt stuttan fyrirlestur um rafbílavæðinguna og næstu skref ON varðandi hana. ,,Þetta var skemmtilegur hittingur og hópakstur hjá rafbílaeigendum og það er gaman að ON og BL tóku þátt í þessu með okkur. Við viljum með þessu vekja athygli á rafbílum og öllum þeim kostum sem þeim fylgja og að það sé ekki þörf á að eiga bíla sem menga andrúmsloftið. Rafbílar eru auk þess ódýrari í rekstri en hefðbundnir bílar sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Við stefnum á að gera þetta aftur í sumar eða haust," segir Jóhann G. Ólafsson, sem var í forsvari fyrir hópakstrinum í gær. Jóhann segir að menn komi saman í grúppu á facebook og spjalli þar saman en stefnan sé að stofna félag rafbílaeigenda eins og er víða í nágrannalöndunum.Fjölgun hleðslustöðva minnkar drægnifælni ,,Við erum ánægð að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði með rafbílaeigendum og fá tækifæri til segja þeim hvað við erum að gera og heyra jafnframt hvað þeir hafa að segja um stöðu rafbíla. Við erum að sjá aukinn áhuga og fjölgun rafbíla hér á landi sem og annars staðar og það er nauðsynlegt að mæta þessari auknu rafbílaþróun. Árið 2014 hófum við þróunarverkefni með uppsetningu á hlöðum fyrir rafbíla með það að markmiði að stuðla að aukinni rafbílavæðingu á Íslandi. Settar voru upp sex hlöður á höfuðborgarsvæðinu og tvær á Akureyri, auk Selfoss, Akraness, Reykjanesbæjar og Borgarness. Staðsetningar voru valdar með það að leiðarljósi að minnka drægnifælni rafbílaeigenda," segir Bjarni Már, framkvæmdastjóri ON.Mikill meðbyr og opnun hringvegarins Hann segist finna fyrir miklum meðbyr og ánægju viðskiptavina ON í þessu þróunarverkefni varðandi rafbílavæðinguna. Orka náttúrunnar fékk viðurkenningu sem það raforkusölufyrirtæki í landinu sem býr við mesta ánægju viðskiptavina sinna á verðlaunaafhendingu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir skömmu. Bjarni Már segir ON leggja mikla áherslu á að vinna orku úr auðlindum landsins á ábyrgan hátt og með sama hætti sé lögð áhersla á að auðvelda viðskiptavinum ON að nýta orkuna með skynsamlegum hætti. Hann segir sérstaka áherslu á gagnlega upplýsingagjöf í öllum samskiptum við viðskiptavini og tiltekur þá nýjung að nú geta rafbílaeigendur sótt sér í gegnum smáforrit upplýsingar um stöðu á hlöðum ON. ,,Við stefnum að því að opna allan hringveginn fyrir rafbílum á næstu misserum. Við vinnum að uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti í samgöngum og höfum þegar reist 13 hlöður í samstarfi við ýmsa aðila, m.a. N1. Ég stefni fljótlega á að aka til Akureyrar á e-Golf rafbíl og hlakka mikið til þess," segir Bjarni Már. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent
Rafbílaeigendur tóku þátt í hópakstri í gær, sumardaginn fyrsta, frá Hyundai umboðinu í Kauptúni að höfuðstöðvum ON á Bæjarhálsi. Á þriðja tug rafbíla óku í bílalest frá Garðabænum upp í Árbæ. Við höfuðstöðvar ON var rafbílaeigendunum boðið í léttar veitingar og Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdarstjóri ON, hélt stuttan fyrirlestur um rafbílavæðinguna og næstu skref ON varðandi hana. ,,Þetta var skemmtilegur hittingur og hópakstur hjá rafbílaeigendum og það er gaman að ON og BL tóku þátt í þessu með okkur. Við viljum með þessu vekja athygli á rafbílum og öllum þeim kostum sem þeim fylgja og að það sé ekki þörf á að eiga bíla sem menga andrúmsloftið. Rafbílar eru auk þess ódýrari í rekstri en hefðbundnir bílar sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Við stefnum á að gera þetta aftur í sumar eða haust," segir Jóhann G. Ólafsson, sem var í forsvari fyrir hópakstrinum í gær. Jóhann segir að menn komi saman í grúppu á facebook og spjalli þar saman en stefnan sé að stofna félag rafbílaeigenda eins og er víða í nágrannalöndunum.Fjölgun hleðslustöðva minnkar drægnifælni ,,Við erum ánægð að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði með rafbílaeigendum og fá tækifæri til segja þeim hvað við erum að gera og heyra jafnframt hvað þeir hafa að segja um stöðu rafbíla. Við erum að sjá aukinn áhuga og fjölgun rafbíla hér á landi sem og annars staðar og það er nauðsynlegt að mæta þessari auknu rafbílaþróun. Árið 2014 hófum við þróunarverkefni með uppsetningu á hlöðum fyrir rafbíla með það að markmiði að stuðla að aukinni rafbílavæðingu á Íslandi. Settar voru upp sex hlöður á höfuðborgarsvæðinu og tvær á Akureyri, auk Selfoss, Akraness, Reykjanesbæjar og Borgarness. Staðsetningar voru valdar með það að leiðarljósi að minnka drægnifælni rafbílaeigenda," segir Bjarni Már, framkvæmdastjóri ON.Mikill meðbyr og opnun hringvegarins Hann segist finna fyrir miklum meðbyr og ánægju viðskiptavina ON í þessu þróunarverkefni varðandi rafbílavæðinguna. Orka náttúrunnar fékk viðurkenningu sem það raforkusölufyrirtæki í landinu sem býr við mesta ánægju viðskiptavina sinna á verðlaunaafhendingu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir skömmu. Bjarni Már segir ON leggja mikla áherslu á að vinna orku úr auðlindum landsins á ábyrgan hátt og með sama hætti sé lögð áhersla á að auðvelda viðskiptavinum ON að nýta orkuna með skynsamlegum hætti. Hann segir sérstaka áherslu á gagnlega upplýsingagjöf í öllum samskiptum við viðskiptavini og tiltekur þá nýjung að nú geta rafbílaeigendur sótt sér í gegnum smáforrit upplýsingar um stöðu á hlöðum ON. ,,Við stefnum að því að opna allan hringveginn fyrir rafbílum á næstu misserum. Við vinnum að uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti í samgöngum og höfum þegar reist 13 hlöður í samstarfi við ýmsa aðila, m.a. N1. Ég stefni fljótlega á að aka til Akureyrar á e-Golf rafbíl og hlakka mikið til þess," segir Bjarni Már.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent