Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 09:25 Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Vísir/AFP Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld. Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld.
Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58