Framleiðendur hinna geysivinsælu þátta Game of Thrones birtu nú í dag fyrstu ljósmyndirnar frá tökum sjöundu þáttaraðar sem sýnd verður í sumar. Þar má sjá allar helstu hetjur söguheims George RR Martin, sem enn eru á lífi. Allir virðast þó vera klæddir í sín fínustu vetrarföt, enda er veturinn loksins skollinn á.
Annars gefa myndirnar lítið í ljós.
Myndirnar má sjá hér að neðan og hér á vef framleiðandanna. Sýning þáttanna hefst þann 16. júlí næstkomandi.