Kallaði hana svindlara og sá síðan sjálf um að senda hana heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 07:30 Eugenie Bouchard fagnar hér sigri. Vísir/AP Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur yfir þessa dagana en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári. Bouchard gat ekki komið í veg fyrir að Maria Sharapova fengi keppnisleyfi á mótinu en hún nýtti heldur betur innbyrðisviðureign þeirra tveggja til að senda þeirri rússnesku skýr skilaboð. Eugenie Bouchard og Maria Sharapova mættust nefnilega í 2. umferð opna Madridar-mótsins og Bouchard vann 7-5, 2-6 og 6-4. Bouchard fagnaði sigrinum innilega í lokin en handaband þeirra eftir leik var frekar vandræðalegt. Maria Sharapova féll á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu árið 2016 og var dæmd í kjölfarið í fimmtán mánaða bann. Bannið var stytt og hún komst strax inn á helstu mótin. Við það voru margir mjög ósáttir og þar á meðal sú kanadíska. Bouchard lét skoðun sína í ljós opinberlega og kallaði hina rússnesku svindlara. Bouchard sagði að tennishreyfingin hefði átt að dæma Mariu Sharapovu í lífstíðarbann fyrir að hafa fallið á þessu lyfjaprófi. Eugenie Bouchard talaði meðal annars um það að þessi endurkoma Sharapovu væri mjög ósanngjörn gagnvart öllum þeim tennisspilurum sem stunda íþróttina á heiðarlegan hátt. Sharapova lét það vera að svara Bouchard þegar hún var spurð um ummælin á blaðamannafundi en Maria átti líka fá svör á móti þeirri kanadísku í leik þeirra í nótt. Tapið þýðir að Maria Sharapova gæti líka misst af Wimbledon-mótinu en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.Handabandið í lokin.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty How bow dah pic.twitter.com/SOAcpEWflu— Genie Bouchard (@geniebouchard) May 8, 2017 Tennis Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur yfir þessa dagana en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári. Bouchard gat ekki komið í veg fyrir að Maria Sharapova fengi keppnisleyfi á mótinu en hún nýtti heldur betur innbyrðisviðureign þeirra tveggja til að senda þeirri rússnesku skýr skilaboð. Eugenie Bouchard og Maria Sharapova mættust nefnilega í 2. umferð opna Madridar-mótsins og Bouchard vann 7-5, 2-6 og 6-4. Bouchard fagnaði sigrinum innilega í lokin en handaband þeirra eftir leik var frekar vandræðalegt. Maria Sharapova féll á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu árið 2016 og var dæmd í kjölfarið í fimmtán mánaða bann. Bannið var stytt og hún komst strax inn á helstu mótin. Við það voru margir mjög ósáttir og þar á meðal sú kanadíska. Bouchard lét skoðun sína í ljós opinberlega og kallaði hina rússnesku svindlara. Bouchard sagði að tennishreyfingin hefði átt að dæma Mariu Sharapovu í lífstíðarbann fyrir að hafa fallið á þessu lyfjaprófi. Eugenie Bouchard talaði meðal annars um það að þessi endurkoma Sharapovu væri mjög ósanngjörn gagnvart öllum þeim tennisspilurum sem stunda íþróttina á heiðarlegan hátt. Sharapova lét það vera að svara Bouchard þegar hún var spurð um ummælin á blaðamannafundi en Maria átti líka fá svör á móti þeirri kanadísku í leik þeirra í nótt. Tapið þýðir að Maria Sharapova gæti líka misst af Wimbledon-mótinu en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.Handabandið í lokin.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty How bow dah pic.twitter.com/SOAcpEWflu— Genie Bouchard (@geniebouchard) May 8, 2017
Tennis Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira