Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Ritstjórn skrifar 8. maí 2017 20:00 Emma Watson var ánægð með verðlaunin í gær. Mynd/Getty Í gær fóru fram kvikmyndaverðlaun MTV. Þar voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í kynlausum flokkum í stað þess að vera með sér flokka fyrir konur og karla. Emma Watson sigraði í flokkinum "Big-screen actor accolade". Í flokkinum keppti hún á móti James McAvoy, Hugh Jackman og Daniel Kaluuya. Emma sagði í þakkarræðu sinni að ákvörðun MTV að vera með kynlausa flokka væri mikilvægt skref í rétta átt að jafnrétti í kvikmyndaheiminum. Ungstirnið Millie Bobby Brown sigraði einnig í sínum flokki, besti leikari/leikkona í sjónvarpsþætti. Það verður forvitnilegt að sjá hvort að fleiri verðlaunahátíðir muni taka upp þetta nýja kerfi í framtíðinni. Mest lesið Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour ERDEM X H&M Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Margot Robbie er óþekkjanleg sem Tonya Harding Glamour Emma Watson stofnaði Instagram aðgang fyrir kjólana sína Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour
Í gær fóru fram kvikmyndaverðlaun MTV. Þar voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í kynlausum flokkum í stað þess að vera með sér flokka fyrir konur og karla. Emma Watson sigraði í flokkinum "Big-screen actor accolade". Í flokkinum keppti hún á móti James McAvoy, Hugh Jackman og Daniel Kaluuya. Emma sagði í þakkarræðu sinni að ákvörðun MTV að vera með kynlausa flokka væri mikilvægt skref í rétta átt að jafnrétti í kvikmyndaheiminum. Ungstirnið Millie Bobby Brown sigraði einnig í sínum flokki, besti leikari/leikkona í sjónvarpsþætti. Það verður forvitnilegt að sjá hvort að fleiri verðlaunahátíðir muni taka upp þetta nýja kerfi í framtíðinni.
Mest lesið Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour ERDEM X H&M Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Margot Robbie er óþekkjanleg sem Tonya Harding Glamour Emma Watson stofnaði Instagram aðgang fyrir kjólana sína Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour