Rándýra vafflan reyndist vera rausnarlegur ísréttur Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2017 11:11 Helgu sárnar tal um græðgi á landsbyggðinni, segir að aldrei sé talað um að slíku sé til að dreifa í henni Reykjavík. Líkast til hefur Sme verið rukkaður fyrir ísrétt en ekki fyrir vöfflu með rjóma, sem kostaði hann með kaffi rúmar 7 þúsund krónur fyrir þrjá. Guðlaug Helga Ingadóttir eigandi segir rétt og sjálfsagt að endurgreiða honum mismuninn og henni sárnar umræða sem geisar nú um græðgi í ferðaþjónustunni og græðgi á landsbyggðinni. Talsvert fjaðrafok hefur orðið á samfélagsmiðlum eftir að Sigurjón M. Egilsson, sme, greindi frá því á vefmiðli sínum Miðjunni að hann hafi brugðið sér til Hvolsvallar, á Eldstó Café og fengið sér þar vöfflu með rjóma. Hann bregður sér í hlutverk matarkrítíkers að hætti lærimeistara síns Jónasar Kristjánssonar, segir meðal annars: „Kaffi, sem var hreint ágætt, og nýbakaðar vöfflur með bláberjasultu og rjóma. Vöfflurnar voru fínar, mátulega volgar og sultan var hreint fyrirtak.“ En heldur þótti honum vel í lagt þegar hann fékk reikninginn. „Ein vaffla og kaffibolli kostuðu 2.350 á mann. Eða 7.050 samtals.“Haft til marks um græðgina úti á landiÞetta ofbýður mörgum sómakærum manninum og hefur til mark um skefjalausa græðgi í ferðamannabransanum og hefur þetta meðal annars verið til umræðu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Þar bendir til að mynda ljósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson á að þetta sé í hnotskurn ástæðan fyrir því að almenningur hafi engar áhyggjur af hækkandi virðisaukaskatti á greinina.Rándýra vafflan sem Sme fékk sér á Hvolsvelli hefur vakið mikla athygli og er hún höfð til marks um græði sem ríkir á landsbyggðinni.„Ástæðan fyrir því að greinin er kölluð okurgrein. Ástæðan fyrir því að túristar segja landið ógeðslega dýrt. Ástæðan fyrir því að fólk hefur ekki efni á að koma hingað.... Ekki algilt kannski að sjá svona verðmiða, alls ekki, en ekkert einsdæmi heldur. Munum að skemmd epli skemma alla körfuna...“ Vísir grennslaðist fyrir um málið og setti sig í samband við Café Eldstó og ræddi við eigandann sem heitir Guðlaug Helga Ingadóttir. Umræðan harða hafði ekki farið fram hjá henni. „Þetta er ekki rétt verð. Vafflan er á 1490 og kaffi á 490. Ef þessi maður hefur verið rukkaður um of mikið þá er velkomið að endurgreiða honum,“ segir Helga.Sme rukkaður fyrir ísrétt en ekki vöffluHún segir að líkast til sé um tilfallandi mannleg mistök að ræða, að slegið hafi verið vitlaust inn. „Sem mér þykir afskaplega leitt. Ég er með góða starfsmenn en þetta getur gerst allstaðar. Vaffla með ís kostar 1790 og er það stærðarinnar ísréttur. Miklu stærri vöfflur en gengur og gerist. Alveg heill matardiskur, heimagerð, ekkert Vilkó-dæmi. Þannig að það er smá vinna í þessu. Svo hafa þetta verið einhverjir kaffidrykkir en ekki uppáhella. Sem er 490 og ábót eins og fólk vill. Sem er algengt verð.“Sárnar græðgitaliðHelga segir að sér sárni mjög allt tal um græðgi. Hún segist að þetta sé ekki dýrara en gerist og gengur á kaffihúsum í Reykjavík en það sé aldrei talað um það, heldur er sjónum ætíð beint að dýrri verðlagningu á landsbyggðinni. Hún segist fylgjast mjög vel með verðlagningu og vill bera sig saman við Reykjavík.Helga og maður hennar byrjuðu með tvær hendur tómar í bílskúr, en hafa undanfarin 13 ár verið að byggja upp stað sinn á Hvolsvelli og varla tekið sér sumarfrí.Það kemur á daginn að hún og eiginmaður hennar hafa byggt upp staðinn jafnt og þétt og unnið hörðum höndum að því. „Við höfum verið að byggja þetta upp í 13 ár, hér á Hvolsvelli. Byrjuðum í bílskúr fyrir 17 árum með leirinn okkar. Leyfðum okkur varla að fara í sumarfrí og því sárnar okkur þegar talað er um græðgi. Þetta er nokkuð fínn staður og við höfum lagt mikið í þetta. Gestir upplifa fallegt umhverfi. Allt borið fram í handgerðum munum eftir manninn minn. Við höfum sannarlega reynt að vera ekki vera með græðgivæðingu.“ Helga segir ómaklega að sér vegið ef talað erum græðgi, hún er alls ekki með dýrari rétti en aðrir veitingastaðir. Og hún bendir á ýmis dæmi um það að hennar verðlagning sé sanngjörn í öllum samanburði þegar eftirréttir eru annars vegar.Aldrei talað um dýrtíð í ReykjavíkOg það er ljóst, þegar talað er við Helgu, að á þessu máli eru margir fletir. „Við erum með fólk á launum, þetta er ekki bensínstöð. Við hvað er verið að bera okkur saman. Súpan okkar er á 1390 með heimabökuðu brauði. Súpan í Reykjavík er yfir tvö þúsund kall. Ég fór á veitingastað í Reykjavík og pantaði mér kjúklingasalat. Fékk bita af kjúklingi á Icebergblaði,“ segir Helga. Fyrir þetta var rukkað talsvert meira en máltíð sem boðið er uppá á Eldstó Café. En það er aldrei talað um þetta.Helgu finnst afar ósanngjarnt að kenna dýrtíðina einkum og sér í lagi við landsbyggðina. Hún reynir að vera á pari við Reykjavík í verðlagningunni.„Við erum alls ekki með dýrara kaffi en kaffihúsin í Reykjavík. Stundum finnst mér vera að festast við landsbyggðina að þar sé græðgi en ekki í Reykjavík sem er full af ferðamönnum. Fer oft inná þessa staði í Reykjavík og ber mig saman við það. Get ekki séð að ég sé öðru vísi en gengur og gerist þar. Ég fylgist mjög vel með verðlagi og þegar fólk talar um það verður að líta á heildina.“Ósanngjörn umræðaHelga segir að sér þyki þetta oft mjög ósanngjörn umræða. Til að mynda verði að líta til starfsmannahalds. Hún er bæði með íslenska og erlenda starfsmenn. Sem er ekki sjálfgefið þegar um heilsársopnun sé að ræða og menn þurfa að reiða sig á aðra en skólakrakka. Og, ef litið er til þess hvernig erlent starfsfólk hafi það erlendis, þó þar sé ódýrara að lifa, þá sé ólíku saman að jafna. Hér á Íslandi sé talsvert betur gert við starfsfólk en þar. Og Helga segir afstöðu Íslendinga til þjónustu hér og ytra mótsagnakennda. „Mér finnst um að gera að fólk ræði þessi mál. En, menn verða að gæta sanngirni í því hvernig þeir tjá sig. Ég hef ferðast í útlöndum og er alltaf að spá í verð, til dæmis í Portúgal og Spáni. Og þar tíðkast nokkuð sem enginn Íslendingur myndi láta bjóða sér á Íslandi. Þar þarf að borga fyrir vatnið, sem mönnum þykir fráleitt hér, og svo er allskonar borið á borðið hjá þér án þess að það sé pantað. Og ef menn fá sér af því er rukkað fyrir hvert einasta stykki, allt niður í smjör með brauðinu. Þetta er þeirra kúltúr, sem menn dásama hér á landi en ef þetta væri gert hér yrðu menn alveg æfir,“ segir Helga. Og víst að það er að mörgu að hyggja þegar ferðamennskan er annars vegar. Neytendur Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt við að kökusneið sé seld á 1290 krónur Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi. Formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. 26. júní 2014 19:48 Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35 Okur á ferðamannastöðum: Segir hátt verð flæma Íslendinga frá "Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun,“ segir formaður Neytendasamtakanna. 26. júní 2014 12:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Líkast til hefur Sme verið rukkaður fyrir ísrétt en ekki fyrir vöfflu með rjóma, sem kostaði hann með kaffi rúmar 7 þúsund krónur fyrir þrjá. Guðlaug Helga Ingadóttir eigandi segir rétt og sjálfsagt að endurgreiða honum mismuninn og henni sárnar umræða sem geisar nú um græðgi í ferðaþjónustunni og græðgi á landsbyggðinni. Talsvert fjaðrafok hefur orðið á samfélagsmiðlum eftir að Sigurjón M. Egilsson, sme, greindi frá því á vefmiðli sínum Miðjunni að hann hafi brugðið sér til Hvolsvallar, á Eldstó Café og fengið sér þar vöfflu með rjóma. Hann bregður sér í hlutverk matarkrítíkers að hætti lærimeistara síns Jónasar Kristjánssonar, segir meðal annars: „Kaffi, sem var hreint ágætt, og nýbakaðar vöfflur með bláberjasultu og rjóma. Vöfflurnar voru fínar, mátulega volgar og sultan var hreint fyrirtak.“ En heldur þótti honum vel í lagt þegar hann fékk reikninginn. „Ein vaffla og kaffibolli kostuðu 2.350 á mann. Eða 7.050 samtals.“Haft til marks um græðgina úti á landiÞetta ofbýður mörgum sómakærum manninum og hefur til mark um skefjalausa græðgi í ferðamannabransanum og hefur þetta meðal annars verið til umræðu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Þar bendir til að mynda ljósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson á að þetta sé í hnotskurn ástæðan fyrir því að almenningur hafi engar áhyggjur af hækkandi virðisaukaskatti á greinina.Rándýra vafflan sem Sme fékk sér á Hvolsvelli hefur vakið mikla athygli og er hún höfð til marks um græði sem ríkir á landsbyggðinni.„Ástæðan fyrir því að greinin er kölluð okurgrein. Ástæðan fyrir því að túristar segja landið ógeðslega dýrt. Ástæðan fyrir því að fólk hefur ekki efni á að koma hingað.... Ekki algilt kannski að sjá svona verðmiða, alls ekki, en ekkert einsdæmi heldur. Munum að skemmd epli skemma alla körfuna...“ Vísir grennslaðist fyrir um málið og setti sig í samband við Café Eldstó og ræddi við eigandann sem heitir Guðlaug Helga Ingadóttir. Umræðan harða hafði ekki farið fram hjá henni. „Þetta er ekki rétt verð. Vafflan er á 1490 og kaffi á 490. Ef þessi maður hefur verið rukkaður um of mikið þá er velkomið að endurgreiða honum,“ segir Helga.Sme rukkaður fyrir ísrétt en ekki vöffluHún segir að líkast til sé um tilfallandi mannleg mistök að ræða, að slegið hafi verið vitlaust inn. „Sem mér þykir afskaplega leitt. Ég er með góða starfsmenn en þetta getur gerst allstaðar. Vaffla með ís kostar 1790 og er það stærðarinnar ísréttur. Miklu stærri vöfflur en gengur og gerist. Alveg heill matardiskur, heimagerð, ekkert Vilkó-dæmi. Þannig að það er smá vinna í þessu. Svo hafa þetta verið einhverjir kaffidrykkir en ekki uppáhella. Sem er 490 og ábót eins og fólk vill. Sem er algengt verð.“Sárnar græðgitaliðHelga segir að sér sárni mjög allt tal um græðgi. Hún segist að þetta sé ekki dýrara en gerist og gengur á kaffihúsum í Reykjavík en það sé aldrei talað um það, heldur er sjónum ætíð beint að dýrri verðlagningu á landsbyggðinni. Hún segist fylgjast mjög vel með verðlagningu og vill bera sig saman við Reykjavík.Helga og maður hennar byrjuðu með tvær hendur tómar í bílskúr, en hafa undanfarin 13 ár verið að byggja upp stað sinn á Hvolsvelli og varla tekið sér sumarfrí.Það kemur á daginn að hún og eiginmaður hennar hafa byggt upp staðinn jafnt og þétt og unnið hörðum höndum að því. „Við höfum verið að byggja þetta upp í 13 ár, hér á Hvolsvelli. Byrjuðum í bílskúr fyrir 17 árum með leirinn okkar. Leyfðum okkur varla að fara í sumarfrí og því sárnar okkur þegar talað er um græðgi. Þetta er nokkuð fínn staður og við höfum lagt mikið í þetta. Gestir upplifa fallegt umhverfi. Allt borið fram í handgerðum munum eftir manninn minn. Við höfum sannarlega reynt að vera ekki vera með græðgivæðingu.“ Helga segir ómaklega að sér vegið ef talað erum græðgi, hún er alls ekki með dýrari rétti en aðrir veitingastaðir. Og hún bendir á ýmis dæmi um það að hennar verðlagning sé sanngjörn í öllum samanburði þegar eftirréttir eru annars vegar.Aldrei talað um dýrtíð í ReykjavíkOg það er ljóst, þegar talað er við Helgu, að á þessu máli eru margir fletir. „Við erum með fólk á launum, þetta er ekki bensínstöð. Við hvað er verið að bera okkur saman. Súpan okkar er á 1390 með heimabökuðu brauði. Súpan í Reykjavík er yfir tvö þúsund kall. Ég fór á veitingastað í Reykjavík og pantaði mér kjúklingasalat. Fékk bita af kjúklingi á Icebergblaði,“ segir Helga. Fyrir þetta var rukkað talsvert meira en máltíð sem boðið er uppá á Eldstó Café. En það er aldrei talað um þetta.Helgu finnst afar ósanngjarnt að kenna dýrtíðina einkum og sér í lagi við landsbyggðina. Hún reynir að vera á pari við Reykjavík í verðlagningunni.„Við erum alls ekki með dýrara kaffi en kaffihúsin í Reykjavík. Stundum finnst mér vera að festast við landsbyggðina að þar sé græðgi en ekki í Reykjavík sem er full af ferðamönnum. Fer oft inná þessa staði í Reykjavík og ber mig saman við það. Get ekki séð að ég sé öðru vísi en gengur og gerist þar. Ég fylgist mjög vel með verðlagi og þegar fólk talar um það verður að líta á heildina.“Ósanngjörn umræðaHelga segir að sér þyki þetta oft mjög ósanngjörn umræða. Til að mynda verði að líta til starfsmannahalds. Hún er bæði með íslenska og erlenda starfsmenn. Sem er ekki sjálfgefið þegar um heilsársopnun sé að ræða og menn þurfa að reiða sig á aðra en skólakrakka. Og, ef litið er til þess hvernig erlent starfsfólk hafi það erlendis, þó þar sé ódýrara að lifa, þá sé ólíku saman að jafna. Hér á Íslandi sé talsvert betur gert við starfsfólk en þar. Og Helga segir afstöðu Íslendinga til þjónustu hér og ytra mótsagnakennda. „Mér finnst um að gera að fólk ræði þessi mál. En, menn verða að gæta sanngirni í því hvernig þeir tjá sig. Ég hef ferðast í útlöndum og er alltaf að spá í verð, til dæmis í Portúgal og Spáni. Og þar tíðkast nokkuð sem enginn Íslendingur myndi láta bjóða sér á Íslandi. Þar þarf að borga fyrir vatnið, sem mönnum þykir fráleitt hér, og svo er allskonar borið á borðið hjá þér án þess að það sé pantað. Og ef menn fá sér af því er rukkað fyrir hvert einasta stykki, allt niður í smjör með brauðinu. Þetta er þeirra kúltúr, sem menn dásama hér á landi en ef þetta væri gert hér yrðu menn alveg æfir,“ segir Helga. Og víst að það er að mörgu að hyggja þegar ferðamennskan er annars vegar.
Neytendur Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt við að kökusneið sé seld á 1290 krónur Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi. Formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. 26. júní 2014 19:48 Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35 Okur á ferðamannastöðum: Segir hátt verð flæma Íslendinga frá "Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun,“ segir formaður Neytendasamtakanna. 26. júní 2014 12:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Ekkert óeðlilegt við að kökusneið sé seld á 1290 krónur Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi. Formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. 26. júní 2014 19:48
Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35
Okur á ferðamannastöðum: Segir hátt verð flæma Íslendinga frá "Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun,“ segir formaður Neytendasamtakanna. 26. júní 2014 12:00