Löggan vissi af dópinu Snærós Sindradóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. vísir/GVA Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, eru báðir pólskir en annar mannanna kom efnunum til landsins með bíl í Norrænu en hinn ferðaðist hingað nokkrum dögum áður og veitti efnunum viðtöku. Mikill fjöldi smyglmála, sem komið hafa upp undanfarin ár, hefur sterka tengingu við Holland. Lögreglan greindi frá því í gær að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Heimildir herma að lögreglu hafi borist ábending um innflutninginn nokkru áður en Norræna kom til landsins á þriðjudag í síðustu viku. Rannsókn á frumstigi hafi leitt í ljós hvernig maður í Hollandi reyndi að sannfæra pólska smyglarann um að þrátt fyrir að fíkniefnahundar og tollayfirvöld gætu komið að leit í skipinu væri engin hætta á að efnin fyndust. Svo haganlega væri búið um þau. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst óskaði lögregla eftir heimild til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílnum og staðsetningartæki. Fram hefur komið að maðurinn var ekki handtekinn við komu til landsins heldur leyft að koma efnunum á áfangastað þar sem báðir voru handteknir. Fíkniefnin eru í efnagreiningu svo ekki liggur fyrir hvers konar efni er um að ræða né nákvæmt magn. Misjafnlega hefur gengið að finna höfuðpaura í smyglmálum sem undanfarið hafa komið upp og hafa tengingu við Holland. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, segir allt kapp lagt á að rannsaka aðild grunuðu að málinu en segist ekki geta sagt til um hvort lögregla telji öll smyglmálin, sem komið hafa upp með tengingu við Holland, eigi sömu upptök hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, eru báðir pólskir en annar mannanna kom efnunum til landsins með bíl í Norrænu en hinn ferðaðist hingað nokkrum dögum áður og veitti efnunum viðtöku. Mikill fjöldi smyglmála, sem komið hafa upp undanfarin ár, hefur sterka tengingu við Holland. Lögreglan greindi frá því í gær að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Heimildir herma að lögreglu hafi borist ábending um innflutninginn nokkru áður en Norræna kom til landsins á þriðjudag í síðustu viku. Rannsókn á frumstigi hafi leitt í ljós hvernig maður í Hollandi reyndi að sannfæra pólska smyglarann um að þrátt fyrir að fíkniefnahundar og tollayfirvöld gætu komið að leit í skipinu væri engin hætta á að efnin fyndust. Svo haganlega væri búið um þau. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst óskaði lögregla eftir heimild til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílnum og staðsetningartæki. Fram hefur komið að maðurinn var ekki handtekinn við komu til landsins heldur leyft að koma efnunum á áfangastað þar sem báðir voru handteknir. Fíkniefnin eru í efnagreiningu svo ekki liggur fyrir hvers konar efni er um að ræða né nákvæmt magn. Misjafnlega hefur gengið að finna höfuðpaura í smyglmálum sem undanfarið hafa komið upp og hafa tengingu við Holland. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, segir allt kapp lagt á að rannsaka aðild grunuðu að málinu en segist ekki geta sagt til um hvort lögregla telji öll smyglmálin, sem komið hafa upp með tengingu við Holland, eigi sömu upptök hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira