Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hvekktir farþegar stíga frá borði Primera Air þotunnar sem endaði utan brautar á Keflavíkurflugvelli. vísir/jbg „Það hefði getað skapast háskalegt ástand ef þetta hefði gerst milli þrjú og fjögur um daginn,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um óhappið sem varð er farþegaþota Primera Air fór út af braut í lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm á föstudaginn. Ingvar segir að hefði óhappið orðið á háannatíma hefði fjöldi véla þurft að hverfa til varaflugvalla. Þar sé um að tefla Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði. Það hamli síðarnefndu völlunum tveimur að þar sé aðeins pláss fyrir fjórar þotur á hvorum stað. Ef Keflavíkurflugvöllur lokist til dæmis vegna snjókomu sé oft snjókoma í Reykjavík sömuleiðis.Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Þessi varaflugvallamál eru í ólestri og við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á það en engin viðbrögð fengið,“ segir Ingvar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugvellirnir á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík taki tuttugu til þrjátíu flugvélar. „Það er það sem er á klukkustund þegar mest lætur í Keflavík,“ bendir hann á. Þoturnar komi eins og perlufesti að Keflavíkurflugvelli, þær öftustu á leið frá Evrópu séu nær Skotlandi en Íslandi og geti snúið þangað til lendingar lokist völlurinn. „Það væri þægilegt að hafa stærri flughlöð á Egilsstöðum og Akureyri en við getum á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli tekið á móti umferðinni sem er þar á um einum klukkutíma eða vísað vélunum yfir á aðra flugvelli,“ segir Guðni. Varðandi atvikið á föstudag segist Ingvar hvorki vilja hrapa að ályktunum né alhæfa neitt. „En það eru óneitanlega vísbendingar þarna á ferðinni. Snjóhreinsun í Keflavík hefur verið svolítið umfjöllunarefni,“ vekur hann athygli á. „Það eru sterkar vísbendingar um að það þurfi að setja meiri kraft í snjóhreinsun á Keflavíkurflugvelli og mér skilst að það standi til bóta næsta haust.“ Guðni segir það vissulega rétt að bæta þurfi við tækjum í snjómokstri en það sé vegna þess að bætt hafi verið við flugvélastæðum svo svari til átján fótboltavalla. „Hálkuvarnir og snjóvarnir á Keflavíkurflugvelli eru með því besta sem gerist í heiminum, það er bara staðreynd. Það er ekkert til sparað,“ segir hann. Að sögn Ingvars er mjög mikilvægt að komist sé sem fyrst að orsökum óhappsins á föstudag sem og orsökum allra annarra óhappa og slysa í fluginu. „Það er geysilega mikið af góðu fólki að vinna í flugiðnaðinum á Íslandi en það eru sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd samgönguslysa þurfi að fá aukin fjárframlög,“ segir Ingvar og vísar til laga um rannsókn samgönguslysa þar sem viðmiðið sé að rannsóknarskýrslur komi út innan eins árs. „En þetta hefur verið að dragast úr hófi fram. Maður spyr sig hvort það geti verið að þetta sé eins og með Matvælastofnun; að þarna þurfi meiri peninga til að auka afköstin. Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Það hefði getað skapast háskalegt ástand ef þetta hefði gerst milli þrjú og fjögur um daginn,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um óhappið sem varð er farþegaþota Primera Air fór út af braut í lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm á föstudaginn. Ingvar segir að hefði óhappið orðið á háannatíma hefði fjöldi véla þurft að hverfa til varaflugvalla. Þar sé um að tefla Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði. Það hamli síðarnefndu völlunum tveimur að þar sé aðeins pláss fyrir fjórar þotur á hvorum stað. Ef Keflavíkurflugvöllur lokist til dæmis vegna snjókomu sé oft snjókoma í Reykjavík sömuleiðis.Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Þessi varaflugvallamál eru í ólestri og við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á það en engin viðbrögð fengið,“ segir Ingvar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugvellirnir á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík taki tuttugu til þrjátíu flugvélar. „Það er það sem er á klukkustund þegar mest lætur í Keflavík,“ bendir hann á. Þoturnar komi eins og perlufesti að Keflavíkurflugvelli, þær öftustu á leið frá Evrópu séu nær Skotlandi en Íslandi og geti snúið þangað til lendingar lokist völlurinn. „Það væri þægilegt að hafa stærri flughlöð á Egilsstöðum og Akureyri en við getum á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli tekið á móti umferðinni sem er þar á um einum klukkutíma eða vísað vélunum yfir á aðra flugvelli,“ segir Guðni. Varðandi atvikið á föstudag segist Ingvar hvorki vilja hrapa að ályktunum né alhæfa neitt. „En það eru óneitanlega vísbendingar þarna á ferðinni. Snjóhreinsun í Keflavík hefur verið svolítið umfjöllunarefni,“ vekur hann athygli á. „Það eru sterkar vísbendingar um að það þurfi að setja meiri kraft í snjóhreinsun á Keflavíkurflugvelli og mér skilst að það standi til bóta næsta haust.“ Guðni segir það vissulega rétt að bæta þurfi við tækjum í snjómokstri en það sé vegna þess að bætt hafi verið við flugvélastæðum svo svari til átján fótboltavalla. „Hálkuvarnir og snjóvarnir á Keflavíkurflugvelli eru með því besta sem gerist í heiminum, það er bara staðreynd. Það er ekkert til sparað,“ segir hann. Að sögn Ingvars er mjög mikilvægt að komist sé sem fyrst að orsökum óhappsins á föstudag sem og orsökum allra annarra óhappa og slysa í fluginu. „Það er geysilega mikið af góðu fólki að vinna í flugiðnaðinum á Íslandi en það eru sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd samgönguslysa þurfi að fá aukin fjárframlög,“ segir Ingvar og vísar til laga um rannsókn samgönguslysa þar sem viðmiðið sé að rannsóknarskýrslur komi út innan eins árs. „En þetta hefur verið að dragast úr hófi fram. Maður spyr sig hvort það geti verið að þetta sé eins og með Matvælastofnun; að þarna þurfi meiri peninga til að auka afköstin. Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12
Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57
Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57