Verkefni dagsins Frosti Logason skrifar 4. maí 2017 07:00 Lengi vel bjó ég við svokallaða gluggaumslagafóbíu. Ég gat bara ekki fengið mig til þess að opna gluggaumslög. Ekki af því ég skuldaði einhverju smálánafyrirtæki eða væri með allt niður um mig. Það var ekki þannig. Ég hef bara aldrei þolað gluggaumslög. Ég er heldur enginn sérstakur aðdáandi þeirra í dag. En fyrir einhverjum árum síðan ákvað ég að taka mig á í þessum málum og mæta gluggapóstinum þá og þegar hann lét sjá sig í póstkassanum. Í stuttu máli hefur þetta haft jákvæð áhrif á sálarlíf mitt. Í hvert skipti sem ég opna gluggaumslag kemur í ljós að þar er ekkert að óttast og ef þar er eitthvað sem ég þarf að bregðast við hef ég tækifæri til að gera það í tæka tíð. Niðurstaðan er að mér líður alltaf aðeins betur heldur en þegar ég ýti á undan mér verkefnum dagsins. Þetta eru svo sem engin geimvísindi. En ég held að þetta eigi við um mjög mörg okkar. Við höfum oft tilhneigingu til að fresta verkefnum dagsins. Að taka til á skrifborðinu. Taka til í geymslunni. Fara með bílinn í þvott og þrífa hann að innan. Þetta eru allt verkefni sem manni finnst best að gera á morgun. Ég velti stundum fyrir mér hvar ég væri staddur í dag ef ég mundi aldrei fresta neinu. Það væri áhugavert. Ef ég tæki næstu tíu ár í það að ganga í öll verkefni um leið og þau kæmu upp. Vegna þess að í hvert skipti sem maður tekst á við eitthvað sem maður annaðhvort óttast eða vill fresta verður maður alltaf örlítið sterkari. Það er bara þannig. Hvernig yrði líf þitt eftir tíu ár af því að fresta aldrei neinu? Hugsaðu aðeins um það. Það er notaleg tilhugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Lengi vel bjó ég við svokallaða gluggaumslagafóbíu. Ég gat bara ekki fengið mig til þess að opna gluggaumslög. Ekki af því ég skuldaði einhverju smálánafyrirtæki eða væri með allt niður um mig. Það var ekki þannig. Ég hef bara aldrei þolað gluggaumslög. Ég er heldur enginn sérstakur aðdáandi þeirra í dag. En fyrir einhverjum árum síðan ákvað ég að taka mig á í þessum málum og mæta gluggapóstinum þá og þegar hann lét sjá sig í póstkassanum. Í stuttu máli hefur þetta haft jákvæð áhrif á sálarlíf mitt. Í hvert skipti sem ég opna gluggaumslag kemur í ljós að þar er ekkert að óttast og ef þar er eitthvað sem ég þarf að bregðast við hef ég tækifæri til að gera það í tæka tíð. Niðurstaðan er að mér líður alltaf aðeins betur heldur en þegar ég ýti á undan mér verkefnum dagsins. Þetta eru svo sem engin geimvísindi. En ég held að þetta eigi við um mjög mörg okkar. Við höfum oft tilhneigingu til að fresta verkefnum dagsins. Að taka til á skrifborðinu. Taka til í geymslunni. Fara með bílinn í þvott og þrífa hann að innan. Þetta eru allt verkefni sem manni finnst best að gera á morgun. Ég velti stundum fyrir mér hvar ég væri staddur í dag ef ég mundi aldrei fresta neinu. Það væri áhugavert. Ef ég tæki næstu tíu ár í það að ganga í öll verkefni um leið og þau kæmu upp. Vegna þess að í hvert skipti sem maður tekst á við eitthvað sem maður annaðhvort óttast eða vill fresta verður maður alltaf örlítið sterkari. Það er bara þannig. Hvernig yrði líf þitt eftir tíu ár af því að fresta aldrei neinu? Hugsaðu aðeins um það. Það er notaleg tilhugsun.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun