Góð tilfinning að hitta alla þessa flinku kokka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2017 09:45 Ylfa hefur nóg að gera, bæði á eigin veitingastað og með kokkalandsliðinu. Vísir/GVA Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp