Umferðarljósalaus framtíð með sjálfakandi bílum Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2017 10:43 Verða umferðarljós óþörf á næstunni? Verkfræðideild Chalmers háskólans í Svíþjóð hefur bent á það að með þeirri tækni sem nú þegar er til í bílum mætti taka niður öll umferðarljós. Til að svo mætti vera þyrftu reyndar allir bílar að vera með búnaði sem greinir aðkomu annarra bíla og aðlagar hraða sinn á gatnamótum að aðkomandi umferð. Þetta lipra umferðarflæði hafa þeir skýrt út með myndskeiði þar sem þremur bílum er ekið að sömu gatnamótunum á hraða sem annars hefði stuðlað að árekstri. En þar sem allir bílarnir eru með búnað sem les fjarlægð og hraða hinna bílann þá aðlagar hver bíll sig að hinum og kemur í veg fyrir árekstur. Þessi búnaður stuðlar að mikla betra umferðarflæði og miklum eldsneytissparnaði þar sem ekki þarf stöðugt að vera að hægja á bílum við gatnamót. Núverandi gatnakerfi með skógi af biðskylduskiltum, stöðvunarskiltum og umferðarljósum stuðlar bæði af mörgum slysum og hægir mjög á umferð. Þetta má alfarið koma í veg fyrir með búnaði í hverjum bíl sem les umferðarflæð nágrennis síns. Miðað við myndskeiðið sem hér fylgir gæti það verið nokkuð stressandi í fyrstu að sitja í bíl sem treystir á svona umferðarflæðisbúnað þar sem afar stutt er á milli bíla er þeir mætast og hraðinn dágóður. Treysta þarf því búnaðinum í blindni og eins gott að tæknin svíki ekki. Þetta fengu þeir Chalmers menn að reyna með því að sitja í bílunum við prófanirnar og sögðu þeir að það hafi verið erfitt í fyrstu en síðan hafi þetta vanist vel og stressið algerlega horfið. https://www.youtube.com/watch?v=fzkv5beS4uk Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Verkfræðideild Chalmers háskólans í Svíþjóð hefur bent á það að með þeirri tækni sem nú þegar er til í bílum mætti taka niður öll umferðarljós. Til að svo mætti vera þyrftu reyndar allir bílar að vera með búnaði sem greinir aðkomu annarra bíla og aðlagar hraða sinn á gatnamótum að aðkomandi umferð. Þetta lipra umferðarflæði hafa þeir skýrt út með myndskeiði þar sem þremur bílum er ekið að sömu gatnamótunum á hraða sem annars hefði stuðlað að árekstri. En þar sem allir bílarnir eru með búnað sem les fjarlægð og hraða hinna bílann þá aðlagar hver bíll sig að hinum og kemur í veg fyrir árekstur. Þessi búnaður stuðlar að mikla betra umferðarflæði og miklum eldsneytissparnaði þar sem ekki þarf stöðugt að vera að hægja á bílum við gatnamót. Núverandi gatnakerfi með skógi af biðskylduskiltum, stöðvunarskiltum og umferðarljósum stuðlar bæði af mörgum slysum og hægir mjög á umferð. Þetta má alfarið koma í veg fyrir með búnaði í hverjum bíl sem les umferðarflæð nágrennis síns. Miðað við myndskeiðið sem hér fylgir gæti það verið nokkuð stressandi í fyrstu að sitja í bíl sem treystir á svona umferðarflæðisbúnað þar sem afar stutt er á milli bíla er þeir mætast og hraðinn dágóður. Treysta þarf því búnaðinum í blindni og eins gott að tæknin svíki ekki. Þetta fengu þeir Chalmers menn að reyna með því að sitja í bílunum við prófanirnar og sögðu þeir að það hafi verið erfitt í fyrstu en síðan hafi þetta vanist vel og stressið algerlega horfið. https://www.youtube.com/watch?v=fzkv5beS4uk
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent