Macron fundar með Tusk og kynnir ríkisstjórn sína Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 10:50 Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta fyrstu daga hans í embætti. Vísir/AFP Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag þar sem hann mun meðal annars kynna ríkisstjórn sína og eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Upphaflega stóð til að þeir Macron og Tusk myndu hittast í hádeginu en ákveðið var að breyta dagskránni á þann veg að þeir munu eiga kvöldverðarfund í París klukkan 20 að staðartíma. Macron hefur talað hlýlega um Evrópusamvinnuna og Evrópusambandið en lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á sambandinu. Macron fundaði með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín á mánudag þar sem þau opnuðu bæði á þann möguleika að gera breytingar á Lissabon-sáttmálanum.Fjármál nýrra ráðherra til skoðunar Ný ríkisstjórn verður kynnt í París klukkan 13 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að ráðherrarnir fimmtán yrðu kynntir til sögunnar í gær en því var frestað um einn dag. Var sú skýring gefin að verið væri að fara yfir einkafjármál ráðherranna einu sinni enn til að koma í veg fyrir möguleg hneykslismál. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hægrimaðurinn og Repúblikaninn Édouard Philippe, borgarstjóri í Le Havre, yrði forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Franskir fjölmiðlar hafa rætt um að líkur séu á að sósíalistinn og fráfarandi varnarmálaráðherra, Jean-Yves Le Drian, muni áfram eiga sæti í ríkisstjórninni. Le Drian átti fund með Philippe í gær og var fyrstur manna í fráfarandi ríkisstjórn til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.Lagarde? Hulot? Royal? Í frétt Aftonbladet segir að orðrómur sé á kreiki um að sjónvarpsfréttamaðurinn Nicolas Hulot kunni að verða ráðherra umhverfismála í nýrri ríkisstjórn. Hulot sóttist eftir að verða forsetaefni Græningja fyrir kosningarnar 2012 en laut þá í lægra handi fyrir Evu Joly. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir ráðherrar eru sósíalistinn Ségolène Royal, fráfarandi umhverfisráðherra, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard. Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn er fyrirhugaður á morgun en á föstudag er búist við að Macron haldi til Mali til fundar við franska hermenn sem þar eru. Á fimmtudaginn í næstu viku mun Macron svo fara á leiðtogafund NATO-ríkja í Brussel þar sem hann mun meðal annars eiga tvíhliða fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara fram í Frakklandi 11. og 18. júní. Frakkland Tengdar fréttir Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35 Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag þar sem hann mun meðal annars kynna ríkisstjórn sína og eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Upphaflega stóð til að þeir Macron og Tusk myndu hittast í hádeginu en ákveðið var að breyta dagskránni á þann veg að þeir munu eiga kvöldverðarfund í París klukkan 20 að staðartíma. Macron hefur talað hlýlega um Evrópusamvinnuna og Evrópusambandið en lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á sambandinu. Macron fundaði með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín á mánudag þar sem þau opnuðu bæði á þann möguleika að gera breytingar á Lissabon-sáttmálanum.Fjármál nýrra ráðherra til skoðunar Ný ríkisstjórn verður kynnt í París klukkan 13 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að ráðherrarnir fimmtán yrðu kynntir til sögunnar í gær en því var frestað um einn dag. Var sú skýring gefin að verið væri að fara yfir einkafjármál ráðherranna einu sinni enn til að koma í veg fyrir möguleg hneykslismál. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hægrimaðurinn og Repúblikaninn Édouard Philippe, borgarstjóri í Le Havre, yrði forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Franskir fjölmiðlar hafa rætt um að líkur séu á að sósíalistinn og fráfarandi varnarmálaráðherra, Jean-Yves Le Drian, muni áfram eiga sæti í ríkisstjórninni. Le Drian átti fund með Philippe í gær og var fyrstur manna í fráfarandi ríkisstjórn til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.Lagarde? Hulot? Royal? Í frétt Aftonbladet segir að orðrómur sé á kreiki um að sjónvarpsfréttamaðurinn Nicolas Hulot kunni að verða ráðherra umhverfismála í nýrri ríkisstjórn. Hulot sóttist eftir að verða forsetaefni Græningja fyrir kosningarnar 2012 en laut þá í lægra handi fyrir Evu Joly. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir ráðherrar eru sósíalistinn Ségolène Royal, fráfarandi umhverfisráðherra, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard. Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn er fyrirhugaður á morgun en á föstudag er búist við að Macron haldi til Mali til fundar við franska hermenn sem þar eru. Á fimmtudaginn í næstu viku mun Macron svo fara á leiðtogafund NATO-ríkja í Brussel þar sem hann mun meðal annars eiga tvíhliða fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara fram í Frakklandi 11. og 18. júní.
Frakkland Tengdar fréttir Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35 Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35
Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00