Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. maí 2017 19:00 Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á. Blönduós Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Sjá meira
Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á.
Blönduós Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Sjá meira