Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2017 14:15 Í yfirlýsingunni kemur fram að nú þegar sjái sveitarfélagið tækifæri í viðræðum við nokkra aðila til að tryggja að útgerð og fiskvinnsla verði áfram meginstoð atvinnustarfsemi á Akranesi. Vísir/Eyþór Akraneskaupstaður ætlar að tryggja að útgerð og fiskvinnsla verði áfram meginstoð í atvinnustarfsemi sveitarfélagsins með því að ráðast í hafnarframkvæmdir og kynna Akranes sem valkost fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að nú þegar sjái sveitarfélagið tækifæri í viðræðum við nokkra aðila til að tryggja að útgerð og fiskvinnsla verði áfram meginstoð atvinnustarfsemi á Akranesi. „Og nú þegar sjáum við tækifæri tengd viðræðum við nokkra aðila. Við bindum miklar vonir við möguleika sem komið hafa í ljós síðustu vikur,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirfarandi aðgerðir ætlar Akraneskaupstaður að leggjast í:Akraneskaupstaður mun tryggja, í samstarfi við aðra eigendur Faxaflóahafna, að ráðist verði í hafnarframkvæmdir í Akraneshöfn og þær kláraðar á næstu tveimur árum.Breytingar á aðal- og deiliskipulagi verða kláraðar svo að af uppfyllingu í höfninni geti orðið. Búast má við að þetta verkefni muni taka allt að fjögur ár.Akraneskaupstaður mun kynna Akranes sem valkost fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum og nú þegar sjáum við tækifæri tengd viðræðum við nokkra aðila. Við bindum miklar vonir við möguleika sem komið hafa í ljós síðustu vikur.Akraneskaupstaður mun vinna í nánu samstarfi við yfirvöld við að tryggja að Akranes verði áfram rótgróinn útgerðarbær.Akraneskaupstaður mun taka upp samstarf við íslenska sjávarklasann um öflugt samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi til að nýta ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar. Þá ætlar sveitarfélagið að leggja mikla vinnu í að auka fjölbreytni atvinnulífsins með áherslu á einstök gæði Akraness fyrir fyrirtæki að hefja hér starfsemi. Tækifæri felast m.a. í:Aðgengi að framúrskarandi dugmiklu fólki.Nálægð við höfuðborgina þ.e. stærsta markaðssvæði landsins.Hagkvæmu atvinnuhúsnæði og miklum möguleikum á lóðum fyrir atvinnustarfsemi.Mikilli uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis sem fram undan er og hentar starfsfólki fyrirtækja sem starfa á Akranesi.Góðu aðgengi að öflugum stoðfyrirtækjum í öllum helstu iðn- og þjónustugreinum. Brim Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Akraneskaupstaður ætlar að tryggja að útgerð og fiskvinnsla verði áfram meginstoð í atvinnustarfsemi sveitarfélagsins með því að ráðast í hafnarframkvæmdir og kynna Akranes sem valkost fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að nú þegar sjái sveitarfélagið tækifæri í viðræðum við nokkra aðila til að tryggja að útgerð og fiskvinnsla verði áfram meginstoð atvinnustarfsemi á Akranesi. „Og nú þegar sjáum við tækifæri tengd viðræðum við nokkra aðila. Við bindum miklar vonir við möguleika sem komið hafa í ljós síðustu vikur,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirfarandi aðgerðir ætlar Akraneskaupstaður að leggjast í:Akraneskaupstaður mun tryggja, í samstarfi við aðra eigendur Faxaflóahafna, að ráðist verði í hafnarframkvæmdir í Akraneshöfn og þær kláraðar á næstu tveimur árum.Breytingar á aðal- og deiliskipulagi verða kláraðar svo að af uppfyllingu í höfninni geti orðið. Búast má við að þetta verkefni muni taka allt að fjögur ár.Akraneskaupstaður mun kynna Akranes sem valkost fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum og nú þegar sjáum við tækifæri tengd viðræðum við nokkra aðila. Við bindum miklar vonir við möguleika sem komið hafa í ljós síðustu vikur.Akraneskaupstaður mun vinna í nánu samstarfi við yfirvöld við að tryggja að Akranes verði áfram rótgróinn útgerðarbær.Akraneskaupstaður mun taka upp samstarf við íslenska sjávarklasann um öflugt samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi til að nýta ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar. Þá ætlar sveitarfélagið að leggja mikla vinnu í að auka fjölbreytni atvinnulífsins með áherslu á einstök gæði Akraness fyrir fyrirtæki að hefja hér starfsemi. Tækifæri felast m.a. í:Aðgengi að framúrskarandi dugmiklu fólki.Nálægð við höfuðborgina þ.e. stærsta markaðssvæði landsins.Hagkvæmu atvinnuhúsnæði og miklum möguleikum á lóðum fyrir atvinnustarfsemi.Mikilli uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis sem fram undan er og hentar starfsfólki fyrirtækja sem starfa á Akranesi.Góðu aðgengi að öflugum stoðfyrirtækjum í öllum helstu iðn- og þjónustugreinum.
Brim Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira