„Þetta er mikið og þungt högg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 16:23 Vilhjálmur Birgisson var á fundi starfsmanna í dag. Vísir/Anton „Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“ Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
„Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“
Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14