Kötlurnar með tónleika: „Flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2017 09:30 Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum. Vala Smáradóttir „Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“ Kórar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“
Kórar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira