Græðum meira en aðrir á Airbnb Snærós Sindradóttir skrifar 29. maí 2017 06:00 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Vísir/Eyþór Íslenskir gestgjafar græða meira á Airbnb en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að meðaltali 16.500 dollara, sem jafngildir 1,6 milljón króna, á ári á hverja íbúð í miðbænum. Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá dr. Jeroen A. Oskam sem rannskað hefur framtíðarþróun í ferðaþjónustu og stýrir Framtíðarstofnun ferðaþjónustunnar við Stendan-háskóla í Hollandi. Oskam heldur erindi um áhrif Airbnb á fundi á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Oskam græða íslenskir Airbnb-gestgjafar að meðaltali um 3.500 Bandaríkjadölum meira á ári en næst gróðahæstu gestgjafar heims, í Westminster-hverfinu í London. Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varðandi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 milljón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam. Aukningin á milli ára var gríðarleg, en samkvæmt Oskam nýttu 380 þúsund manns sér Airbnb-gistingu í Reykjavík á síðasta ári. Um 75 prósent allra Airbnb-íbúða í Reykjavík eru í Miðbæ, Vesturbæ og Hlíðum. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“ Smæð Reykjavíkur reynist erfið til að finna raunhæfan samanburð við aðrar evrópskar borgir en sem dæmi má nefna að miðbær Rotterdam, með 616 þúsund íbúa, og Haag, með 510 þúsund íbúa, hafa síðustu ár verið með meira en helmingi færri gesti í Airbnb-gistingu en Reykjavík. Yfir 5.000 íbúðir eru til útleigu á Airbnb í Reykjavík en yfir helmingur, 51,3 prósent, þeirra sem standa í útleigu bjóða fleiri en eina íbúð til leigu. Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðfall á Wall Street Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Lækkanir í Asíu halda áfram Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Sjá meira
Íslenskir gestgjafar græða meira á Airbnb en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að meðaltali 16.500 dollara, sem jafngildir 1,6 milljón króna, á ári á hverja íbúð í miðbænum. Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá dr. Jeroen A. Oskam sem rannskað hefur framtíðarþróun í ferðaþjónustu og stýrir Framtíðarstofnun ferðaþjónustunnar við Stendan-háskóla í Hollandi. Oskam heldur erindi um áhrif Airbnb á fundi á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Oskam græða íslenskir Airbnb-gestgjafar að meðaltali um 3.500 Bandaríkjadölum meira á ári en næst gróðahæstu gestgjafar heims, í Westminster-hverfinu í London. Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varðandi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 milljón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam. Aukningin á milli ára var gríðarleg, en samkvæmt Oskam nýttu 380 þúsund manns sér Airbnb-gistingu í Reykjavík á síðasta ári. Um 75 prósent allra Airbnb-íbúða í Reykjavík eru í Miðbæ, Vesturbæ og Hlíðum. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“ Smæð Reykjavíkur reynist erfið til að finna raunhæfan samanburð við aðrar evrópskar borgir en sem dæmi má nefna að miðbær Rotterdam, með 616 þúsund íbúa, og Haag, með 510 þúsund íbúa, hafa síðustu ár verið með meira en helmingi færri gesti í Airbnb-gistingu en Reykjavík. Yfir 5.000 íbúðir eru til útleigu á Airbnb í Reykjavík en yfir helmingur, 51,3 prósent, þeirra sem standa í útleigu bjóða fleiri en eina íbúð til leigu.
Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðfall á Wall Street Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Lækkanir í Asíu halda áfram Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Sjá meira