Meðal þess sem fram kemur í stiklunni er Unsullied-her Daenerys að kljást við hermenn merkta Lannister. Þá bregður Jon Snow fyrir þar sem hann ræðst til atlögu gegn Little Finger og drekum Daenerys á flugi yfir hópi Dothraki hermanna.
Þá bregður Hafþóri Júlíusi okkar einnig fyrir sem uppvakningur Gregor Clegane en hann hefur nú farið með hlutverkið í fjórum þáttaröðum.

Tökuliðið var hér á ferð um miðjan janúar og fóru tökur meðal annars fram á Svínafellsjökli, í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Þetta var í fimmta skipti sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands.
Sjá einnig:Myndir frá ferðamönnum gefa vísbendingar um stórt hlutverk Íslands í Game of Thrones
Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í fjölda landa, þar á meðal á Stöð 2 á Íslandi.