Árásarmaðurinn í Manchester var 22 ára Breti af líbískum uppruna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 23:30 Lögreglumenn við vakt á minningarathöfn í London í dag. Vísir/Getty Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017 Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira