Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. maí 2017 11:45 Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir tókst að láta langþráðan draum sinn rætast í nótt þegar hún komst á topp Everest, hæsta fjalls heims. Það gerði hún klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma og er hún sjöundi Íslendingurinn til að ná þessum áfanga og fyrst kvenna. Hún gat þó hins vegar ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda og mikillar umferðar. Tómasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar, ræddi við hana þegar hún komst á toppinn í nótt. Ekkert símasamband er á fjallinu, en hann hefur talað við hana í gegnum talstöðvar. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Hljóðið í henni var mjög gott. Það var gífurlega mikil gleði í gangi og hún var mjög ánægð að hafa loksins náð þessu. Þetta er búið að vera gífurlega langt ferðalag og er búið að taka þó nokkur ár. Þetta er búið að vera draumur hennar í mjög langan tíma, sem að loksins náðist í nótt,“ segir Tomasz. Hann segir Vilborgu og sjerpann Tenji hafa verið um tíu til fimmtán mínútur á toppi Everest. Miklir vindar sem og umferð settu strik í reikninginn. „Annars var mikil umferð á fjallinu. Maður verður að gefa öðrum séns líka að smella selfie.“ Tómasz, sem segist lítið sem ekkret hafa sofið undanfarið, segir fjölskyldu Vilborgar vera í skýjunum með að hún hafi náð þessum árangri. Þá segir hann að það hafi verið erfitt að vera ekki með henni í þessu. „Maður er samt einhvern veginn inn í þessu allan tíman með henni og þetta er búið að ganga vel. Betur en maður hefði búist við.“Reyndi fyrst 2014Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.Everest er 8.848 metra hátt. Vilborg Arna Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45 Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir tókst að láta langþráðan draum sinn rætast í nótt þegar hún komst á topp Everest, hæsta fjalls heims. Það gerði hún klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma og er hún sjöundi Íslendingurinn til að ná þessum áfanga og fyrst kvenna. Hún gat þó hins vegar ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda og mikillar umferðar. Tómasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar, ræddi við hana þegar hún komst á toppinn í nótt. Ekkert símasamband er á fjallinu, en hann hefur talað við hana í gegnum talstöðvar. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Hljóðið í henni var mjög gott. Það var gífurlega mikil gleði í gangi og hún var mjög ánægð að hafa loksins náð þessu. Þetta er búið að vera gífurlega langt ferðalag og er búið að taka þó nokkur ár. Þetta er búið að vera draumur hennar í mjög langan tíma, sem að loksins náðist í nótt,“ segir Tomasz. Hann segir Vilborgu og sjerpann Tenji hafa verið um tíu til fimmtán mínútur á toppi Everest. Miklir vindar sem og umferð settu strik í reikninginn. „Annars var mikil umferð á fjallinu. Maður verður að gefa öðrum séns líka að smella selfie.“ Tómasz, sem segist lítið sem ekkret hafa sofið undanfarið, segir fjölskyldu Vilborgar vera í skýjunum með að hún hafi náð þessum árangri. Þá segir hann að það hafi verið erfitt að vera ekki með henni í þessu. „Maður er samt einhvern veginn inn í þessu allan tíman með henni og þetta er búið að ganga vel. Betur en maður hefði búist við.“Reyndi fyrst 2014Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.Everest er 8.848 metra hátt.
Vilborg Arna Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45 Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45
Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52