Prent peysunnar er unnið úr mynstri sprottið frá Kamerún þar sem UN Women starfrækja griðastaði fyrir konur á flótta en ágóði peysunnar rennur til styrktar reksturs griðastaða UN Women.
Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og nú en um 65 milljónir manna eru á flótta eða á vergangi þar af helmingur konur. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og mansali en oftar en ekki eru atvinnutækifæri kvenna á flótta af skornum skammti.
Empwr peysan fæst í verslunum iglo+indi og á www.igloindi.com. Verð fyrir barnapeysu: 5.990 kr. / Verð fyrir fullorðinspeysu: 8.990 kr.

Griðastaðirnir eru grundvöllur fjárhagslegrar valdeflingar kvenna þar sem konum býðst einnig að fá smærri lán til eigin reksturs og koma undir sig fótunum til lengri tíma. Á griðastöðunum hljóta konurnar áfallahjálp og sálrænan stuðning auk þess sem þeim er gert kleift að finna kraft, von og gleði á ný.
Í tilefni af empwr peysunni og krafti kvenna halda iglo+indí og UN Women á Íslandi í empwr partý á Geira Smart í dag, 1. júní kl.17. empwr peysan verður seld á staðnum, léttar veitingar í boði og Sunna Ben þeytir skífum. Svo spáir meira að segja sól – allir eru hjartanlega velkomnir!