Hótelbyggingu á Seyðisfirði slegið á frest Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Framkvæmdum vegna hótelsins Tinda á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest. Oddviti Sjálfstæðismanna segir það bagalegt. Mynd/Aðsend Uppbyggingu hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Aðalheiður Borgþórsdóttir, eigandi fyrirtækis utan um hótelreksturinn, segir aðgerðir stjórnvalda gera ferðaþjónustu erfitt fyrir fjarri höfuðborginni. Hótelið átti að skapa um 25 ársverk á Seyðisfirði. Til samanburðar myndi það þýða um 4.800 manna vinnustað í Reykjavík. „Við ætluðum að fara af stað með uppbyggingu hótels á Seyðisfirði og höfum unnið í á þriðja ár að þessari framkvæmd. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun í því ferli. Hins vegar er áætluð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og sterkt gengi krónunnar að gera okkur lífið leitt. Það er bara þannig,“ segir Aðalheiður. Fjárfestingin sem um ræðir er mjög viðamikil á Seyðisfirði. Framkvæmdin sjálf, bygging hótelsins, sem átti að vera rúmlega 40 herbergi, átti að kosta allt að 900 milljónir króna. „Ferðaþjónusta á Austurlandi er í mjög erfiðri stöðu núna vegna erfiðrar stöðu krónunnar og svo bætist ofan á fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á greinina sem að mínu mati gæti skaðað greinina,“ segir Aðalheiður. Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, er sammála því að hækkun virðisaukaskatts á greinina sé ekki æskileg. „Hækkunin mun hafa slæm áhrif úti á landi fyrir þá sem eru fjærst Keflavík,“ segir Arnbjörg. „Það er fyrirséð að ferðamenn sem hingað koma munu stytta dvöl sína með hækkandi verðlagi. Þetta hótel hefði verið mjög góður kostur fyrir okkur og vonandi að þetta geti farið af stað seinna þegar óvissuástandi, eins og þau upplifa það, lýkur.“ Á Seyðisfirði voru um áramótin 650 íbúar með lögheimili. Þar af voru tæplega 450 þeirra á vinnualdri. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Uppbyggingu hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Aðalheiður Borgþórsdóttir, eigandi fyrirtækis utan um hótelreksturinn, segir aðgerðir stjórnvalda gera ferðaþjónustu erfitt fyrir fjarri höfuðborginni. Hótelið átti að skapa um 25 ársverk á Seyðisfirði. Til samanburðar myndi það þýða um 4.800 manna vinnustað í Reykjavík. „Við ætluðum að fara af stað með uppbyggingu hótels á Seyðisfirði og höfum unnið í á þriðja ár að þessari framkvæmd. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun í því ferli. Hins vegar er áætluð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og sterkt gengi krónunnar að gera okkur lífið leitt. Það er bara þannig,“ segir Aðalheiður. Fjárfestingin sem um ræðir er mjög viðamikil á Seyðisfirði. Framkvæmdin sjálf, bygging hótelsins, sem átti að vera rúmlega 40 herbergi, átti að kosta allt að 900 milljónir króna. „Ferðaþjónusta á Austurlandi er í mjög erfiðri stöðu núna vegna erfiðrar stöðu krónunnar og svo bætist ofan á fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á greinina sem að mínu mati gæti skaðað greinina,“ segir Aðalheiður. Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, er sammála því að hækkun virðisaukaskatts á greinina sé ekki æskileg. „Hækkunin mun hafa slæm áhrif úti á landi fyrir þá sem eru fjærst Keflavík,“ segir Arnbjörg. „Það er fyrirséð að ferðamenn sem hingað koma munu stytta dvöl sína með hækkandi verðlagi. Þetta hótel hefði verið mjög góður kostur fyrir okkur og vonandi að þetta geti farið af stað seinna þegar óvissuástandi, eins og þau upplifa það, lýkur.“ Á Seyðisfirði voru um áramótin 650 íbúar með lögheimili. Þar af voru tæplega 450 þeirra á vinnualdri.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira