Íslensku keppendurnir rökuðu inn verðlaunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2017 21:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk fengu báðar gull í dag. vísir/anton Smáþjóðaleikarnir fóru á fulla ferð í San Marinó í dag og okkar fólk var fljótt að láta til sín taka. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir braut ísinn með því að vinna fyrsta gullið í 200 metra baksundi. Hún vann með miklum yfirburðum þó svo hún hefði verið langt frá Íslandsmets tíma sínum. Bryndís Rún Hansen tók svo gullið í 100 metra skriðsundi sem var æsispennandi. Þriðja gullið í lauginni kom svo þegar Hranfhildur Lúthersdóttir hreppti gullið í 200 metra fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Viktor Máni Vilbergsson fékk líka brons í 200 metra fjórsundi. Bryndís Bolladóttir hlaut bronsverðlaun í 200 metra flugsundi og Þröstur Bjarnason hlaut einnig bronsverðlaun í 200 metra flugsundi. Ásdís Hjálmsdóttir pakkaði spjótkastkeppninni saman en hún kastað 60,03 metra. Næsti keppandi kastaði rúma 49 metra. Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppnina með stökki upp á 7,42 metra. Hulda Þorsteinsdóttir fékk svo gull í stangarstökkinu þar sem hún stökk 4,20 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði 17,59 metra í kúluvarpinu og það dugði til bronsverðlauna. Ari Bragi Kárason fékk brons í 100 metra hlaupi er hann kom í mark á 10,81 sekúndu. Kolbeinn Höður Gunnarsson átti næstbesta tímann í undanrásunum en var dæmdur úr leik í úrslitunum. Óskar Ómarsson varð í sjötta sæti af 28 keppendum í götuhjólreiðum karla. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann aftur á móti til silfurverðlauna í kvennaflokki. Blaklandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í dag gegn Kýpur. Báðir leikir fóru 3-1 fyrir Kýpur. Kvennalandsliðið í strandblaki tapaði 2-1 fyrir San Marínó i hörkuleik. Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands en þær eru aðeins 17 og 15 ára gamlar. Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson skipa karlalandsliðið og þeir töpuðu 2-0 gegn Liechtenstein. Allir íslensku tenniskeppendurnir töpuðu sínum leikjum í dag. Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir fóru á fulla ferð í San Marinó í dag og okkar fólk var fljótt að láta til sín taka. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir braut ísinn með því að vinna fyrsta gullið í 200 metra baksundi. Hún vann með miklum yfirburðum þó svo hún hefði verið langt frá Íslandsmets tíma sínum. Bryndís Rún Hansen tók svo gullið í 100 metra skriðsundi sem var æsispennandi. Þriðja gullið í lauginni kom svo þegar Hranfhildur Lúthersdóttir hreppti gullið í 200 metra fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Viktor Máni Vilbergsson fékk líka brons í 200 metra fjórsundi. Bryndís Bolladóttir hlaut bronsverðlaun í 200 metra flugsundi og Þröstur Bjarnason hlaut einnig bronsverðlaun í 200 metra flugsundi. Ásdís Hjálmsdóttir pakkaði spjótkastkeppninni saman en hún kastað 60,03 metra. Næsti keppandi kastaði rúma 49 metra. Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppnina með stökki upp á 7,42 metra. Hulda Þorsteinsdóttir fékk svo gull í stangarstökkinu þar sem hún stökk 4,20 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði 17,59 metra í kúluvarpinu og það dugði til bronsverðlauna. Ari Bragi Kárason fékk brons í 100 metra hlaupi er hann kom í mark á 10,81 sekúndu. Kolbeinn Höður Gunnarsson átti næstbesta tímann í undanrásunum en var dæmdur úr leik í úrslitunum. Óskar Ómarsson varð í sjötta sæti af 28 keppendum í götuhjólreiðum karla. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann aftur á móti til silfurverðlauna í kvennaflokki. Blaklandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í dag gegn Kýpur. Báðir leikir fóru 3-1 fyrir Kýpur. Kvennalandsliðið í strandblaki tapaði 2-1 fyrir San Marínó i hörkuleik. Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands en þær eru aðeins 17 og 15 ára gamlar. Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson skipa karlalandsliðið og þeir töpuðu 2-0 gegn Liechtenstein. Allir íslensku tenniskeppendurnir töpuðu sínum leikjum í dag.
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira