Rafmagnsbílar orðnir 2 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 15:20 Mikið þarf að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar ef markmið eiga að nást. Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent