Íþróttafræðin í HR hjálpar Söru að undirbúa sig fyrir Heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sést hér í rannsókninni hjá Íþróttafræðinni í HR. Mynd/Fésbókarsíða Íþróttafræðinnar í HR Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í Crossfit á dögunum með glæsilegum hætti eða með því að vinna Miðriðilinn í svæðiskeppni Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara hefur tryggt sig inn á Heimsleikana síðustu tvö ár með því að vinna Evrópuriðilinn en hún er nú flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum svæðiskeppnina þar. Miðriðillinn fór fram í kántrí-borginni Nashville í Nashville-fylki. Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti á Heimsleikunum undanfarin tvö ár en leitar nú allra ráða til að vinna titilinn hraustasta kona heims í fyrsta sinn. Sara hefur æft vel og er í frábæru formi en vill gera enn betur. Ragnheiður Sara kom í gær í heimsókn til Íþróttafræðinnar hjá Háskólanum í Reykjavík með það markmið að finna hluti sem hún getur lagað til að ná enn betri árangri. Gunnar Nelson heimsótti HR á dögunum og fór þá í gegnum svipaða rannsókn. Fólkið í íþróttafræðinni mældi Söru í bak og fyrir og gat strax gefið henni ráð. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu. Við munum fylgjast spennt með Crossfit leikunum!,“ segir í frétt um heimsóknina á fésbókarsíðu Íþróttafræðinnar hjá HR. Heimsleikarnir í Crossfit fara síðan fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Þeir hafa verið í Kaliforníu undanfarin ár en fara nú í fyrsta sinn fram á þessum stað. CrossFit Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í Crossfit á dögunum með glæsilegum hætti eða með því að vinna Miðriðilinn í svæðiskeppni Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara hefur tryggt sig inn á Heimsleikana síðustu tvö ár með því að vinna Evrópuriðilinn en hún er nú flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum svæðiskeppnina þar. Miðriðillinn fór fram í kántrí-borginni Nashville í Nashville-fylki. Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti á Heimsleikunum undanfarin tvö ár en leitar nú allra ráða til að vinna titilinn hraustasta kona heims í fyrsta sinn. Sara hefur æft vel og er í frábæru formi en vill gera enn betur. Ragnheiður Sara kom í gær í heimsókn til Íþróttafræðinnar hjá Háskólanum í Reykjavík með það markmið að finna hluti sem hún getur lagað til að ná enn betri árangri. Gunnar Nelson heimsótti HR á dögunum og fór þá í gegnum svipaða rannsókn. Fólkið í íþróttafræðinni mældi Söru í bak og fyrir og gat strax gefið henni ráð. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu. Við munum fylgjast spennt með Crossfit leikunum!,“ segir í frétt um heimsóknina á fésbókarsíðu Íþróttafræðinnar hjá HR. Heimsleikarnir í Crossfit fara síðan fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Þeir hafa verið í Kaliforníu undanfarin ár en fara nú í fyrsta sinn fram á þessum stað.
CrossFit Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira