Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 vísir/epa Andrúmsloftið við Persaflóa er eldfimt eftir að fjöldi Arabaríkja skar á öll stjórnmála- og viðskiptatengsl við Katar. Ástæðan er sú að ríkið á að hafa stutt við bakið á ýmsum öfga- og hryðjuverkahópum. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Jemen, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía. Ljóst er að mestu munar um síðastnefnda ríkið enda Katar staðsett á skaga og á aðeins landamæri að Sádi-Arabíu. Viðskiptaþvinganirnar ná einnig til flutninga á fólki. Landamærunum til Katar hefur verið lokað og erfitt getur reynst að koma vörum til landsins. Hingað til hafa um fjörutíu prósent af innflutningi landsins komið frá Sádi-Arabíu. Katörskum ríkisborgurum, sem staðsettir eru í löndunum í kring, hefur verið gefinn fjórtán daga frestur til þess að koma sér aftur til heimalandsins. Stjórnvöld í Katar brugðust við fréttunum með yfirlýsingu um að aðgerðirnar myndu ekki hafa nein áhrif á daglegt líf í landinu. Ljóst er hins vegar að því fer fjarri. Stærstu flugfélög heimsins fljúga ekki til landsins á meðan óvissuástand ríkir og þá mun þetta koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur Qatar Airways. Íbúar landsins gripu margir hverjir til þess ráðs að hamstra mat og nauðsynjavörur og víða tæmdust hillur verslana af þeim sökum. Stjórnvöld í Katar hafa löngum verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðralag múslima en samtökin eru bönnuð í Sádi-Arabíu. Þá hefur velvild þeirra í garð Írana ekki orðið til þess að bæta úr skák. Kornið sem fyllti mælinn voru ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef ríkisfjölmiðils Katar. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórnvöld í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum en sú skýring þótti ekki trúverðug. „Í dag hefur Katar verið skotspónn herferðar sem er uppspuni frá rótum og enginn fótur er fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá katarsta utanríkisráðuneytinu. „Herferðinni er ætlað að grafa undan Katar, stjórnvöldum og þegnum landsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Andrúmsloftið við Persaflóa er eldfimt eftir að fjöldi Arabaríkja skar á öll stjórnmála- og viðskiptatengsl við Katar. Ástæðan er sú að ríkið á að hafa stutt við bakið á ýmsum öfga- og hryðjuverkahópum. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Jemen, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía. Ljóst er að mestu munar um síðastnefnda ríkið enda Katar staðsett á skaga og á aðeins landamæri að Sádi-Arabíu. Viðskiptaþvinganirnar ná einnig til flutninga á fólki. Landamærunum til Katar hefur verið lokað og erfitt getur reynst að koma vörum til landsins. Hingað til hafa um fjörutíu prósent af innflutningi landsins komið frá Sádi-Arabíu. Katörskum ríkisborgurum, sem staðsettir eru í löndunum í kring, hefur verið gefinn fjórtán daga frestur til þess að koma sér aftur til heimalandsins. Stjórnvöld í Katar brugðust við fréttunum með yfirlýsingu um að aðgerðirnar myndu ekki hafa nein áhrif á daglegt líf í landinu. Ljóst er hins vegar að því fer fjarri. Stærstu flugfélög heimsins fljúga ekki til landsins á meðan óvissuástand ríkir og þá mun þetta koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur Qatar Airways. Íbúar landsins gripu margir hverjir til þess ráðs að hamstra mat og nauðsynjavörur og víða tæmdust hillur verslana af þeim sökum. Stjórnvöld í Katar hafa löngum verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðralag múslima en samtökin eru bönnuð í Sádi-Arabíu. Þá hefur velvild þeirra í garð Írana ekki orðið til þess að bæta úr skák. Kornið sem fyllti mælinn voru ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef ríkisfjölmiðils Katar. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórnvöld í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum en sú skýring þótti ekki trúverðug. „Í dag hefur Katar verið skotspónn herferðar sem er uppspuni frá rótum og enginn fótur er fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá katarsta utanríkisráðuneytinu. „Herferðinni er ætlað að grafa undan Katar, stjórnvöldum og þegnum landsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28