Engin mannréttindi? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 3. júní 2017 07:00 Klukkan er 10.30. Starfsmaður á mannréttindasviði Reykjavíkurborgar hallar sér fram, horfir út um gluggann og hugsar: „Ætli það verði framin einhver mannréttindabrot í dag?“ Hallar sér aftur, segir stundarhátt: „Það gerist nú ekkert fyrir hádegi, óhætt að drífa sig í mat.“ Hann er ekki einn á sviðinu, með honum vinna ellefu aðrir að því að tryggja mannréttindi Reykvíkinga. Munið þið hvernig þetta var áður en mannréttindasviðið var stofnað, hvernig komið var fyrir mannréttindum í Reykjavík? Þau voru jafn illa stödd og mannréttindin í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Egilsstöðum, uppsveitum Árnessýslu, á Ísafirði og Höfn í Hornafirði. Á engum þessara staða, og reyndar í engu sveitarfélagi á Íslandi, er rekið sérstakt mannréttindasvið. Aðrir íbúar landsins verða að láta sér nægja þau mannréttindi sem tryggð eru í stjórnarskránni og varin eru af dómstólum. Það er ótrúlegt að önnur sveitarfélög í landinu skuli bjóða íbúunum upp á þessi skertu mannréttindi. Auðvitað þarf ekkert mannréttindasvið hjá Reykjavíkurborg, enda alkunna að sviðið varð til í stjórnarmyndunarviðræðum Dags og félaga. En það kostar um 160 milljónir á ári. Á sama tíma eru yfir 600 börn á biðlista til að fá þjónustu frá borginni vegna greininga. Velferð þeirra veltur á því að þau þurfi ekki að bíða heldur fái þjónustu strax. Leggjum mannréttindasviðið niður og notum 160 milljónirnar til að stytta biðlistana fyrir börnin. Við fullorðna fólkið í Reykjavík byggjum þá við sömu mannréttindi og aðrir Íslendingar, en börnin í Reykjavík þyrftu ekki að bíða svona lengi eftir þjónustu sem getur skipt öllu fyrir þroska þeirra og velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun
Klukkan er 10.30. Starfsmaður á mannréttindasviði Reykjavíkurborgar hallar sér fram, horfir út um gluggann og hugsar: „Ætli það verði framin einhver mannréttindabrot í dag?“ Hallar sér aftur, segir stundarhátt: „Það gerist nú ekkert fyrir hádegi, óhætt að drífa sig í mat.“ Hann er ekki einn á sviðinu, með honum vinna ellefu aðrir að því að tryggja mannréttindi Reykvíkinga. Munið þið hvernig þetta var áður en mannréttindasviðið var stofnað, hvernig komið var fyrir mannréttindum í Reykjavík? Þau voru jafn illa stödd og mannréttindin í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Egilsstöðum, uppsveitum Árnessýslu, á Ísafirði og Höfn í Hornafirði. Á engum þessara staða, og reyndar í engu sveitarfélagi á Íslandi, er rekið sérstakt mannréttindasvið. Aðrir íbúar landsins verða að láta sér nægja þau mannréttindi sem tryggð eru í stjórnarskránni og varin eru af dómstólum. Það er ótrúlegt að önnur sveitarfélög í landinu skuli bjóða íbúunum upp á þessi skertu mannréttindi. Auðvitað þarf ekkert mannréttindasvið hjá Reykjavíkurborg, enda alkunna að sviðið varð til í stjórnarmyndunarviðræðum Dags og félaga. En það kostar um 160 milljónir á ári. Á sama tíma eru yfir 600 börn á biðlista til að fá þjónustu frá borginni vegna greininga. Velferð þeirra veltur á því að þau þurfi ekki að bíða heldur fái þjónustu strax. Leggjum mannréttindasviðið niður og notum 160 milljónirnar til að stytta biðlistana fyrir börnin. Við fullorðna fólkið í Reykjavík byggjum þá við sömu mannréttindi og aðrir Íslendingar, en börnin í Reykjavík þyrftu ekki að bíða svona lengi eftir þjónustu sem getur skipt öllu fyrir þroska þeirra og velferð.